Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 23
Samt sem áður er það margt gott, sem útfjólubláu geislarnir gera manninum. Til dæmis mynda þeir D-vítamín gegnum húð- ina. D-vítamín skortur orsakar beinkröm, sem er næsta óþekkt fyrirbæri nú á tímum hjá okkur, þar sem mikið er drukkin mjólk og lýsi, og D-vítamín tekið í töflum, þegar þörf krefur, sérstaklega er það nauðsyn- legt smábörnum og ófrískum konum. Heilbrigt fólk, sem lifir á hollri og bæti- efnaríkri fæðu, á að fá nóg af þessu bætiefni, svo það er ekki nauðsynlegt að leggja á sig óhófleg sólböð, til þess að fyrirbyggja sjúk- dóma, sem orsakast af D-vítamín skorti. Sólbruni er skemmd á húðinni, sem orsak- ast af of sterkum útfjólubláum geislum, og á ekkert skylt við hita sólarinnar. í raun og veru er það útilokað að hiti sólarinnar geti orsakað bruna, nema með aðstoð stækk- unarglers. Sólbr«na er aðeins hægt að líkja við bruna, sem orsakast af t.d. viðkomu við heitt járn. Fyrst verður hörundið rautt og síðan myndast blöðrur. Sólbruni er þó öðruvísi að því leyti, að við verðum ekki vör við hann fyrr en eftir á, en bruni af öðrum orsökum, veldur strax sársauka, blöðrum og sárum. Þessvegna er það að sólbruni get- ur komið manni á óvart. Sólbruni kemur eftir á, vegna myndunar sérstaks litafrumuefnis, sem kallað er mel- anin og er mjög móttækilegt fyrir sólargeisl- um. Þannig er það að sólbrúnka er vörn gegn frekari skemmdum af völdum sólarinn- ar. Sumt fólk verður fljótt brúnt, jafnvel á nokkrum mínútum, ef það er óvarið í sterkri sól. Þetta eru líklega efnafræðileg viðbrögð, sem orsakast af áhrifum útfjólubláu geisl- anna og hinu sýnilega sólarljósi á melanin- litkun, sem fyrir hefur verið í húðinni. Það er líka hægt að líta á þetta sem frekari vörn við bruna af völdum sólarinnar. Lokavörnin frá náttúrunnar hendi gegn sólbruna, er það að húðin þykknar. Þetta er kannski óþægilegt, en það er ágæt vörn við sólbruna. Hve mörgum sóldýrkendum skyldi detta það í hug, þegar þeir halda sig vera að fegra húð sína, að þeir séu að gera hana þykkari? Af þeim fjórum aðaláhrifum, sem sólar- geislarnir orsaka, og hér hefur verið rætt um, sem sé; sólbruni, sólbrúnka, þykknun húðarinnar og myndun D-vítamíns, eru þrenn greinileg vörn gegn skaðlegum áhrifum. Það er engin sönnun til fyrir því að þau séu svo holl heilsu manna. Öllum þessum viðbrögðum gegn geislum er hægt að eftirlíkja nákvæmlega á rannsókn- stofum. Flest þeirra er hægt að framkalla með því að einangra þær bylgjulengdir sól- arinnar, sem fyrir hendi eru. Þetta er ó- sköp áþekkt því að stilla útvarpstæki á sér- staka sendistöð. Þið fáið beztan árangur, ef tækið er stillt nákvæmlega, á rétta sendi- stöð. Á svipaðan hátt er hægt að framkalla sólbruna og sólbrúnku, svo að segja, með því að stilla húðina á þær geislalengdir, sem framkalla þessi áhrif, á sem nákvæm- astan hátt. Þessi aðferð heíur verið kunn í allt að því hálfa öld, en þangað til nú fyrir skömmu, hefur verið erfitt að finna hvað það er sem raunverulega skeður í húðinni. Með ná- kvæmlega prófuðum aðferðum, er nú hægt að nota þær við rannsóknir á fólki sem hefur siúklegt ofnæmi fyrir sól, og til að finna aðferðir til lækninga og varna; sömuleiðis til að finna skýringu á breytingum, sem húðin tekur með aldrinum og á húðkrabba- meini af völdum sólageisla. Þótt mikið hafi áunnizt á þessu sviði. er þó ennbá margt að læra, og sömuleiðis mikið efni til að vinna úr, af því sem fyrir hendi er. Sumir húðsjúkdómar læknast af sólar- geislum, eins og t.d. bólur á unglingum og psoriasis (sérstök tegund af exemi). Aðrir versna, og enn aðrir orsakast beinlínis af sólargeislunum sjálfum. Óeðlilegt ofnæmi fyrir sólskini getur or- sakazt af notkun sérstakra Ivfja, sérstak- lega þeirra lyfja sem notuð eru útvortis. Þegar talað er um lyf, sem gera sumt fólk sérstaklega viðkvæmt fyrir sólskini, má nefna tvennskonar lyf, sem oft eru nauð- synleg og mikið notuð. Þetta eru hin svo kölluðu róandi lyf og flestar tegundir fúka- lyfja. Þó er nú ekki mikil hætta í þessu sambandi, vegna þess að þeir sem taka fúka- lyf, eru venjulega það mikið veikir, að þeir eru innandyra, eða rúmliggjandi; og lækn-, irinn varar venjulega þá sjúklinga, sem taka róandi lyf, við því að vera of lengi í miklu sólskini. Svo eru það ýmsir plöntusafar, sem geta orsakað ofnæmi fyrir sól, má þá helzt nefna ýmis ilmefni; það er því ekki ráðlegt að nota ilmandi sápur eða ilmvatn, áður en lagst er í sólbað. Það er ákaflega einfalt að forðast sól- bruna; öruggasta ráðið er að fara ekki í sólbað. En það virðist vera ákaflega mikið kappsmál, nú til dags, að verða sólbrenndur eða sólbrúnn. Það er jafnvel hægt að kaupa litarefni, sem hægt er að bera á húðina, svo hún fái fallega sólbrúnan lit, því að það er alls ekki í tízku nú, að vera ljós á hörund. En svo óheppilega getur tekizt til að sumt fólk, sem notar þessi litarefni, getur oft litið út eins og það sé með gulusótt, en ekki sólbrúnt. Þeldökkt fólk þarf ekki að hafa þessar áhyggjur. Sólbruni, ellileg húð og húðkrabbi, sem orsakast af útfjólubláu ljósi, virðist ekki hafa áhrif á það. Hin eðlilega brúnka á hörundi þeirra virðist vernda þá frá hættu þessara tvíeggjuðu geisla. Hvernig getum við öðlazt hraustlegt og sólbrúnt útlit, án þess að verða fyrir of miklum óþægindum? Auðvitað er sumt fólk svo lánsamt, að það getur legið í sól dag- inn út og daginn inn, án þess að verða fyrir nokkrum óþægindum. En svo eru aðrir, sem verða að taka þetta i smáskömmtum; t.d. kortér, fyrsta daginn, hálftima þann næsta o. s. frv. Efni til varnar sólbruna, hvort sem það eru olíur krem eða vökvar, sem mikið eru auglýst og alltaf eru á verzlunarmarkaðnum, eru ákaflega mismunandi að gæðum. Ef þau eru réttilega prófuð, standast þau oft ekki auglýsingaskrumið. En hver og einn getur prófað sig áfram, með því að bera þessi efni aðeins á aðra hlið líkamans, en ekkert á hina, og sjá svo til. Að herða húðina með hjálp ljóslampa, áður en farið er fyrir alvöru að stunda sólböð, er ekki viturlegt, nema með ráð- leggingum sérfræðinga. Það er algengt að fá mjög slæman sólbruna, ef legið er of lengi undir ljóslampa. Sumir þessara lampa eru mjög sterkir, og framleiðendur gera sér far um að fá fólk til að fara eftir settum reglum um notkun þeirra. En við spurningunni um það, hvernig hægt sé að fyrirbyggja bruna af völdum sólar- innar, verðum við að gefa svar, sem sól- dýrkendum finnst ábyggilega ekkert snið- ugt, nefnilega: „Farið ekki úr fötunum!" VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.