Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 18
Feimni Gianmaria stafaði af æsku hans og hinu draumórafulla og frjóa ímyndunarafli, sem hann var gæddur. Sökum þess hve djúp- ar rætur hún átti, hafði hún oft í för með sér einskonar ósvífni, sem bæði var óhyggi- leg og gagnslaus, hegðun, sem öðru fremur var sprottin af þeirri áköfu viðleitni að sýn- ast eðlilegur og frjálslegur í framkomu. Hin fráleita hræðsla hans við feimnina gat stund- um fengið hann til að gera ýmislegt í blindni, sem hefði þurft vandlegrar og skipulegrar íhugunar við, og sérhver maður, sem gædd- ur var minnstu sjálfsvirðingu, hefði Játið ó- gert. Þetta skeði á vistheimili í Róm, skömmu eftir að hann kom þangað frá fæðingarborg sinni. Eftir að hafa dvalið þarna í heila viku, einmana, vinarlaus og einangraður, ákvað hann loks að binda endi á þetta ástand, hvað sem það kostaði. Hann ætlaði að gefa sig á tal við einhvern af gestum visthússins. En hvern? Við nánari íhugun virtist honum að æskilegast myndi að ávarpa stúlku eina, Santinu að nafni, sem hann sá á hverjum GIANMAilA YFIRVINNUR FEIMNINA Saga efftlr Alberfto MOravia FYRRI HLUTI v__________________, degi við máltíðirnar í matstofunni. Eins og sakir stóðu gat hann ekki gert sér ljóst, hvort honum geðjaðist raunverulega að þessari stúlku eða ekki, aðalatriðið var að lækna sig af feimninni með því að tala við hana, síðan, er hann hafði kynnzt henni, myndi hann að sjálfsögðu gera hosur sínar grænar fyrir henni, því ekki gat það minna verið, ef hann ætti ekki að bregðast skyldu sinni sem karlmaður. En þrír eða fjórir dagar liðu án þess að honum gæfist tækifæri til að framkvæma áætlun sína, og þar sem hann hafði stöðugar gætur á stúlkunni, fór hann brátt að hugsa meira um hana sem einstakl- ing en tæki til að yfirvinna feimni sína á. Hann komst að raun um, að honum geðjað- ist mjög vel að henni. Að lokum varð þetta margframlengda hik að nokkurskonar ótta, og hann gat ekki hugsað um annað en þá brýnu nauðsyn að gefa sig á tal við hana. Hann gat ekki sofið. Hvert skipti sem hann mætti henni fölnaði hann upp og greip and- ann á lofti. Hann gerði sér nú ljóst, að það var ekki lengur aðeins löngunin að tala við hana, sem þjáði hann, heldur til að tæla hana, og enda þótt kjarkleysi hans héldist óbreytt, varð löngun hans djarfari og djarf- ari. Nokkrir dagar liðu í viðbót, og Gianmaria kynntist þessari brennandi þrá, sem aðlað- andi konur vekja hjá ungum mönnum, og loks var hann farinn að þjást eins og mis- skilinn elskhugi. Svo var það kvöld nokkurt, að hann tók eina af þessum skyndilegu og fyrirhyggjulausu ákvörðunum, sem voru svo einkennandi fyrir hann; hvað sem fyrir kæmi skyldi hann nú ávarpa Santinu við kvöld- verðinn eða eftir hann, alla vega fyrir mið- nætti. Nú, er hann var svo gagntekinn af ákvörð- un sinni, var hann miklu nákvæmari með útlit sitt en ella. Hann eyddi seinni hluta dagsins liggjandi á hörðum legubekknum og var að kynna sér alþjóðalög og keðjureykti. Þegar hann heyrði djúpan málmhljóm bjöll- unnar á ganginum, henti hann skruddunni frá sér, en hann stóð ekki strax upp af legu- bekknum, því hann borðaði hratt, og hann vildi koma síðastur í matstofuna til þess að þurfa ekki að fara fyrstur úr henni. En hann gat ekki setið kyrr í meira en eina mínútu. Þá stóð hann skyndilega á fætur og fór að speglinum. Hann byrjaði á því að virða fyrir sér and- Jitið. Enda þótt það væri reglulegt og galla- laust að sjá, var hann sannfærður um, að hann væri ófríður vegna óþroskaðra og barnalegra andlitsdráttanna. Nei, hann var ekki laglegur, hugsaði hann með sér, með- an hann athugaði sjálfan sig gaumgæfilega. Samt sem áður, hann vissi ekki hversvegna, hreifst hann af sínu eigin andliti, hvort sem það var nú laglegt eða Ijótt. Hvað var hul- ið bakvið hinn dularfulla glampa augnanna? Hvar hafði hann náð sér í þessa allt að því bitru bogalínu við annað munnvikið? Mátti ekki sjá merki um höfðinglegt stolt í hvelfd- um, þykkum augabrúnunum? Eitthvað á þessa leið voru þær spurningar, sem hann velti fyrir sér meðan hann skoðaði spegil- mynd sína. Hann gaf því einnig gaum, að vegna sérstaks velvilja forsjónarinnar virt- ust bólurnar með minna móti áberandi í dag, aðeins ein undir kinnbeininu, og hún virtist á byrjunarstigi, og þótt hún væri aum við- komu, myndi hún ekki sjást í kvöld. Þegar hann hafði loks lokið nákvæmri athugun sinni, byrjaði hann að klæða sig. Hann átti aðeins tvenn föt, grá hversdagsföt og blá spariföt. Hann tók hin síðarnefndu úr daun- illum fataskápnum og lagði þau varlega á rauðu rúmábreiðuna. Síðan tók hann svarta skó úr skápnum og einu silkisokkana, sem hann átti, úr einni skúffunni í geysistórri kommóðu. Svo var það hvít skyrtan, sem hann hafði að vísu þegar verið í, en var samt hrein ennþá. Hann fór í skyrtuna, sokkana og buxurn- ar, og þegar hann smeygði sér í það síðast- nefnda, fann hann til þeirrar strákslegu gleði, sem hafði komið upp í honum, þegar hann fór í þær í fyrsta sinn. Síðan þvoði hann andlitið og hendurnar úr köldu vatni og eyddi nokkrum tíma í að leita að sápunni, sem hafði runnið á blautum marmaranum í rykið og kongulóarvefina á gólfinu. Hann dýfði höfðinu í vatnið, setti briljantín í hár- ið á sér og byrjaði að greiða það vandlega. En hárið var of blautt og fitugt og stóð út í loftið, svo skein í hvítan hárssvörðinn. Hann byrjaði aftur að greiða sér, en í þetta skipti var rakinn farinn og hárið loddi ekki leng- ur saman. Hann varð að dýfa höfðinu í þvottaskálina á nýjan leik. Nú notaði hann hvorki bursta né greiðu heldur slétti hárið með briljantíni og vafði síðan handklæði um það eins og vefjarhetti. Þannig gekk hann með umvafið höfuðið fram og til baka í her- berginu og svalaði reiði sinni við og við með því að reyna að festa stífan flibbann. Þegar hann var búinn að krumpa hann allan, fleygði hann honum og tók annan, þann eina sem hann átti eftir, og tókst klakklaust að festa hann. Hann var að binda á sig slifsið, þegar ónotalegur, gjallandi hávaðinn í bjöll- unni glumdi enn þá einu sinni í ganginum. Það var kvöldverðartími. Skyndilega og óvænt var hann undirlagð- ur af þessum ákafa og óþolandi óróleika, sem hann þekkti svo vel — feimninni. Hjartað byrjaði að slá æðislega og hann greip and- ann á lofti, og svo æstur varð hann, að hann opnaði dyrnar og æddi út á ganginn með handklæðið vafið um hausinn. Sem betur fór sneri hann sér við í dyrunum eins og venja hans var til að skoða sig í speglinum á fata- skápnum, og þar kom hann auga á virðu- Iegan Indverja með dökkt, tortryggnislega útlítandi andlit undir hvítum vefjarhetti, og r------------------------------------------N f hvert skipti sem hann mætti henni, fölnaði hann og greip andann á lofti. Hann ákvað að ávarpa hana við kvöldverðarborðið hvað sem það kostaði. í einu stökki var hann kominn aftur inní her- bergið. Þarna hafði hurð skollið nærri hæl- um. Ef hann hefði nú gengið um allt vist- húsið með handklæði vafið um hausinn. f geðshræringunni gleymdi hann jafnvel Sant- inu um stund, og þegar hann loks yfirgaf herbergið, þá fann hann sér til mikils léttis, að óhappið hafði róað hann dálítið. Humbolt-vistheimilið hafði einu sinni ver- ið í eigu roskinnar enskrar konu, sem hafði orðið hrifin að Róm. En nú stjórnaði því, fyrir hönd erfingja hennar, ung ekkja að nafni Nina Lepri. Það var á fjórðu hæð í stórri og drungalegri byggingu og var ná- kvæmlega eins og öll önnur venjuleg vist- heimili, með sömu, gömlu, leiðinlegu hús- gögnunum, sama vafasama hreinlætinu, sömu matarlyktinni, sömu djúpu þögninni, og sama dularfulla umgangi milli herbergja. Enn á einn sérstakan hátt var það þó öllum öðrum visthúsum fremra, sem sé hvað snerti fjölda og lengd ganganna. Þeir voru lágir, langir, þröngir, dimmir og drungalegir, og svo ruglingslegir voru þeir, að jafnvel viku 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.