Vikan


Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 13.10.1966, Blaðsíða 20
Dev píkur des dIiöup það og varð hugsað til þess hve fáránlegt, jafnvel syndsamlegt það var, að unna manni, sem hafði þann eina hæfileika að drepa. Sjötti kafli. Þetta kvöld fór Craig til fundar við frænda Serafins, Elías, sem var lágvaxinn, kringlóttur og harður, svipaður Stavrosi frænda sínum. Hann hlustaði á erindi Craigs og samþykkti undir eins. — Stavros vill áreiðanlega koma líka, sagði hann. — Þetta er hans blóðhefnd, jafnt sem þín. — Auðvitað, svaraði Craig. — Þessvegna megum við ekki segja honum það. Stavros er læknir. Við getum ekki beðið hann að hætta á þetta. Elías leit á hann, hikaði og sam- þykkti að lokum. — Allt í lagi, sagði hann. — Þú ert eldri, þegar allt kemur til alls. Craig brosti til þakklætis, dáðist að kurteisi og vingiarnleik hins. Hann sagði Elíasi, hvað hann lang- aði að gera, og Elías formælti kröftuglega. Hans hlutverk var ekki nógu stórt. En hann lét und- an að lokum. Mennirnir á Andraki deildu aldrei lengi við Craig, þeg- ar skipulagning orrustu var annars vegar. Elías og sonur hans fluttu Craig yfir til Menos undir seglum. Hann sat í myrkrinu og hlustaði á enda- laust giálfur siávarins við kinn- unginn og óskaði þess eins að stóri maðurinn, Dyton-Blease, væri þar enn. Þegar báturinn létti förinni, skammt frá höfðanum, starði hann fram í myrkrið og greindi hvar myrkrið þéttist utan um klettinn og kastalann, síðan háttaði hann, setti fötin sín í uppblásinn gúmmífleka og lét sig síga ofan í sjóinn. Hann muldraði kveðjur til Grikkjanna og síðan synti hann rólegur af stað í kyrrum, volgum sjónum og synti í áttina að syjunni, ýtti flekanum á undan sér, gaf sér nógan tíma, gætti þess að þreyta sig ekki, þar til hann að lokum bar upp í mal- arfjöruna, stóð upp og dró flek- ann á þurrt. Craig tók handklæði úr flekan- um, þurrkaði sér og klæddi, síðan tók hann hníf Bauers og hleypti loftinu úr flekanum og fikraði sig upp undir klettinn. Varlega tók hann upp vasaljós með Ijósskyggni og faldi flekann undir klettinum, síðan leit hann upp eftir klettinum og leitaði þolinmóður þar til hann fann viðvörunarvírinn, sem hann vissi að þar var. Hann klifraði yfir hann, án þess að koma við hann, og hélt áfram, hægt og varlega upp eftir klettinum, nam staðar, þegar hann var nærri kominn upp, til að leita að, og finna, annan viðvörunarvír. Frammi fyrir honum stóð kast- alinn, svartur og þykkur í nætur- myrkrinu. Craig svipaðist um eft- ir hundum eða varðmönnum. Þar voru engir. Hann gekk yfir grjót- harðan jarðveginn að kastalamúrn- um, fikraði sig að hliðinu og mjórri Ijóssúlunni. Varðdyrnar við múrhlið- ið voru í hálfa gátt og maður með riffil hallaðist upp að veggnum, sofandi. Hægt, og af mestu gætni, fikraði Craig sig innfyrir. Síðan sjó hann varðmanninn fast á háls- inn með hnefanum. Hrotunum linnti og Craig greip varðmanninn um leið og hann féll, og lagði hann upp að veggnum með riffilinn. Hann virtist fremur drukkinn en sofandi, en það kæmi út á eitt ef einhver sæi hann. Craig þreifaði í vasa mannsins og fann flösku af áfengi. Hann hellti slatta af því yfir föt hans og skildi flöskuna eft- ir við hliðina á honum, síðan gekk hann innyfir hlaðið, í áttina að kastalanum sjálfum. Innra hliðið var ólæst og hann renndi sér inn eins og köttur, hljóður, varfærinn og ógnandi. Kastalanum hafði verið skipt í þrjár hæðir og á hverri hæð voru mörg herbergi. Craig byrjaði efst. Efsta hæðin var hæð Dyton-Blease. Þar var gríðarstórt svefnherbergi með fyrirferðamiklu ferskjuviðar- rúmi, búningsherbergi, troðfullt af allskonar fatnaði, öllum handgerð- um, meira að segja skónum — að minnsta kosti tvö þúsund sterlings- punda virði, og skrifstofa með borði, sem hafði ekkert í skúffun- um nema fullkomið safn af kortum yfir Mið-Austurlönd og rándýr bréfsefni sem á var letrað, Menos, Grikkland. Þar var líka stór leik- fimisalur útbúinn með allskonar aflrauna- og leikfimitækjum, fyrir gífurlega sterkan mann. Þar var dójó-æfingadýna fyrir júdó. Craig nam aðeins staðar þar, síðan fór hann niður á næstu hæð f.yrir neð- an. Hvert herbergi var glæsilegt, hreinlegt og fallegt. Og samt, ein- hvernveginn, var hvert herbergi öðruvísi en það átti að vera. Craig sá tvo vasa, annan með mjög fal- legri blómaröðun, hinn með mis- heppnaðri stælingu á þeim fyrri. Hann sá borðstofu þar sem lagt var á kvöldverðarborð fyrir átta, en að- eins tveir höfðu snætt, spilaborð með leifum af brids, annað spila- settið var illskulega rifið sundur [ miðju, og útstillingarbrúðu í bún- ingsklefa, sem var mest klædda út- stillingarbrúða, sem hann hafði nokkru sinni séð. Heimskulegur hrokasvipur hennar breyttist ekki hót, þótt Craig fletti upp um hana pilsunum til að komast að raun um, að hún var í undirbuxum með sokkabelti og brjóstahaldara undir kjólnum. Craig datt í hug, að Dyton- Blease hefði verið að kenna Selinu hvernig auðugar, evrópskar konur lifa og klæða sig og eyða degin- um. Honum var hugsað til rifnu spilanna og glotti. Honum leiddist brids líka. Á neðri hæðinni sváfu tveir menn, mennirnir tveir, sem höfðu komið um borð í bátinn og farið með Selinu burtu. Herbergi þess þögla var fóðrað með striplinga- myndum, veggirnir, loftið og jafn- vel gólfið. Hann lá á bakinu og hraut, blés frá sér munnvatnsbólum um leið og hann andaði frá sér. Craig sló hann eins og hann hafði slegið varðmanninn. Hroturnar hættu. Þegar hann leitaði í her- berginu fann hann aðeins Steyr vélbyssu, skotfæri, hníf, kylfu og sett af Ijósmyndum, þar sem tveir eða fleiri mannlegir líkamar voru notaðir til að sýna hvernig stafirnir í stafrófinu gátu komið fram, jafn- vel í leyndustu einkasamskiptum tveggja vera. Myndirnar voru prent- aðar í Kairó. Craig leit tvívegis á Q, glotti og fór með vopnasafnið inn í svefnherbergi þess málgefna. Þetta herbergi var virðulegt, samt ekki laust við glæsibrag. Hús- gögnin voru gömul og dökk og hvítmálaðir veggirnir báru aðeins eina mynd; helgimynd. Craig skoð- aði herbergið, fann fleiri vopn, setti þau til hliðar, gekk yfir að sof- andi manninum og velti því fyrir sér, hvernig bezt væri að vekja hann. Maður sem er skyndilega vakinn af djúpum svefni, er auð- særanlegur og hræddur og honum hættir til að segja það sem hann veit. Craig dró af honum ábreiðuna. Hann var nakinn, því berskjaldað- ur. Craig sló hann fast á munninn og maðurinn settist upp með rykk og Craig sló hann aftur, handar- bakshögg, sem rak hann aftur nið- ur á höfðagaflinn. Maðurinn lá kyrr eitt andartak, síðan velti hann sér á hliðina og stökk á Craig, hendurnar fálmuðu eftir hálsi hans. Craig tók í hárið á manninum, lét fallast aftur á bak og kastaði hon- um án þess að sleppa hárinu. Mað- urinn öskraði, og öskraði aftur, þegar Craig dró hann á fætur á hárinu og sló hann á nefið, tvisvar. Maðurinn ætlaði að láta sig fall- ast á gólfið, en höndin í hárinu hélt honum uppréttum svo hann tyllti aðeins niður tánum. Hendur hans féllu niður með síðunum, Ifk- aminn varð máttvana og Craig lét hann detta. Craig spurði: — Hvað heitirðu? Hann talaði á grísku. Maðurinn á gólfinu skalf og sagði ekkert. Craig beygði sig niður og dró hann aftur upp á hárinu. Maðurinn æpti um leið: — Spiro. Georgias Spiro. Craig þrýsti hon- um uppað veggnum og horfði á hann. — Þú átt að segja mér eitt og annað, sagði hann. — Fyrr eða síð- ar segirðu það. Þú getur valið. Spiro réðist að honum aftur, og aftur kastaði Craig honum, dró hann á fætur og sló hann á nefið. Að þessu sinni féll Spiro og lá kyrr. Craig fann vatnskrús og skvetti vatninu yfir hann og dró hann yfir að spegli, þegar hann rankaði við sér. — Líttu á þig, sagði hann. — Þú verður ekki fallegur mikið lengur. Næsta skipti, sem ég slæ þig á nefið, brýt ég það, og enginn mun elska þig þá. Spiro horfði þegjandi á spegil- mynd sína og sneri sér undan. Craig greip undir höku hans og neyddi hann til að horfa ( hörð augu sín, að horfa á höndina, sem varð að hnefa, reiddum til höggs. — Eg get ekkert sagt þér, sagði Spiro. — Þetta er allavega byrjun, sagði Craig. — Hvað ert þú að gera hér? — Eg lít eftir staðnum fyrir Dyton- Blease. - Með .32? — Dyton-Blease á marga óvini. — Mig, til dæmis, sagði Craig. — Hvað gerir hann? — Hann gerir ekkert, sagði Spiro. — Hann er bara ríkur. Craig sveiflaði sér nær og drap létt á nefið á Spiro með einum fingri. Þetta var mjög rautt og upp- blásið nef. —■ Segðu mér frá stúlkunni, sagði hann. Spiro hafði ákveðnar hugmynd- ir um kvenfólk. Hann lét þær f Ijós. Hún hafði gagntekið Dyton- Blease. Hann eyddi öllum degin- um og öllum dögum með henni, kenndi henni að ganga, sitja, borða: Litla villidýrið var ekki ánægt nema það fengi að éta með fingrunum, og Dyton-Blease hafði verið svo þolinmóður, svo blfður. Hann hafði jafnvel neytt Spiro til að kenna henni að raða blómum — eins og svona skepna gæti gert nokkuð listrænt; drottinn vissi að hann hafði gert sitt bezta.... — Hversvegna? spurði Craig. — Hún verður að vera hefðar- kona, sagði Spiro. — Hversvegna? spurði Craig aft- ur. — Vegna þess að Dyton-Blease sagði það. — Langar þig að ég brjóti á þér nefið? spurði Craig. — Eg sver við guð að þetta er allt, sem ég veit, sagði Spiro. — Ef hann vissi, að ég hefði sagt þér svona mikið, myndi hann drepa mig. — Hann drap næstum föður minn, sagði Craig. — Hann gerði hann að fávita. Spiro varð grafkyrr. — Þú hefur töluvert álit á Dyton-Blease? spurði Craig. — Hann borgar vel, svaraði Framhald á bls. 41. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.