Vikan


Vikan - 13.10.1966, Síða 28

Vikan - 13.10.1966, Síða 28
1000 VIIINGM / nýrri verðlaunagetraun í næsta blaði hefst ný verðlaunagetraun, sem standa mun í sex næstu blöðum Vik- unnar. Þetta er leikfangagetraun með svip- uðu sniði og í fyrra og hvorki meira né minna en 1000 leikföng í verðlaun. Dregið verður í þessari getraun snemma í desem- ber og miðað við, að hægt verði að senda út alla vinningana, hvert á land sem er, fyr- Njósnir Framhald af bls. 15. af þessum hlerunartækjum í sendiráðinu að allar meiriháttar samræður urðu að fara fram í „leyndarhúsi", en í þeim sem þá voru til komust ekki fyrir nema þrír. Harwood varð alltaf að fylgjast með frakkahnöppum forsætisráðherrans, því að Rúss- ar gátu átt það til að skipta um hnapp, og í nýja hnappnum var hljóðnemi, sem sendi allt að 12 kílómetra. Macmillan varð að gera svo vel að þiggja rússneska bíla, sem honum voru fengnir til umráða, og auðvitað var þá ekki talað um annað en veðrið, þegar hann fór í bílferðir með samverkamönnum sínum. Ekki þarf að fara í neinar graf- götur um það, að hvenær sem nokkrir meiriháttar gestir að vestan koma austur fyrir tjald, þá eru hlustunartæki í hverju hótelherbergi. Á þvílíkum hó- telum ættu- menn ekki að láta bursta fyrir sig skóna. Þegar þeir koma aftur geta verið komin hlerunartæki í hælana, og þaðan af heyrist hvert orð, sem maðurinn á skónum segir. Njósnakerfið í austri hefur til umráða afarsmágerð tæki. Hol- lenzkur verzlunarmaður, sem nýlega var staðinn að njósnum fyrir þá í austri, reyndist hafa í fórum sínum um tuttugu arm- bandsúr og sjálfblekunga með margvíslegum hljóðnemaútbún- aði. Sonotone heitir nýtt tæki, sem 28 VIKAN fundið var upp í Ameríku og hefur komið heyrnardaufu fólki að miklum notum. Hljóðneman- um er komið fyrir í einhverju sem maðurinn ber á höfði sér, nælu, spennu eða því um líku, og stendur í sambandi við magn- ara, sem er við eyrað. f magn- aranum eru glóðarstraumsraf- hlaða, 1,2 volta, anóðurafhlaða, og „viðtökutæki", og allt þetta vegur aðeins 127 grömm. Með þessu tæki getur maður með fulla heyrn — og þá auðvitað njósnarar — heyrt samtal manna í talsverðri fjarlægð. Það sem áður þótti vera örugg fjarlægð, milli borða á veitingahúsi eða á bekk í skemmtigarði, nægir nú alls ekki. Samtal sem „upptöku- maðurinn“ nær, getur hann sent frá sér til hins þriðja eða að það er tekið upp á allt öðr- um stað. Einn af þeim helztu í litaiðn- aðinum vesturþýzka bauð út með sér nýjum 'kunningja, lag- legri stúlku sem hann hafði rek- izt á, á eitt dýrasta veitingahús- ið i Berlín. Maðurinn skemmti sér óvenju vel og þegar hann kom auga á ungan mann sem hann kannaðist við og vel hefur komizt áfram á sama sviði, bauð hann honum að setjast hjá sér, bæði til að sýna honum kven- hylli sína og til að veiða upp úr honum iðnaðarnýjungar. Samtalið var þannig, að venju- legur dauðlegur maður hefði orðið einskis vísari, en í raun- inni voru þarna til umræðu stór- mikilvægar fréttir um ný sprengiefni. En í 200 metra fjarlægð frá veitingahúsinu var njósnari með útbúnað sinn og hleraði allt, sem sagt var, jafnframt því sem hann tók það á segulband. Hann var auðvitað með í ráðum með ung- frúnni, enda hafði hún komið fyrir í sokkabandabelti sínu bæði hljóðnema og senditæki. Rafhlöðurnar höfðu átta klukku- stunda endingu. Og í neðra fald- inum á innri kjólnum hennar hringaðist sex metra langt loft- net! Kassi James Bonds, sem hann faldi í bílnum Gullfingurs, og „spornemi" Johns Drake, eru löngu orðnir að veruleika. Þess- háttar kassar, litlu stærri en venjulegir eldspýtustokkar, eru meira að segja seldir á opnum markaði í Bandaríkjunum nú- orðið. Kassanum má koma fyrir í bíl, svo að hann sendir sífellt skeyti til annars bíls, sem er að elta. í kassanum er líka vísir, sem gefur strax merki, ef ein- hver breyting verður á hraða og stefnu bílsins. Hinn svokallaði hljóðkíkir hef- ur nú þegar að baki sér nokkurra ára reynslu. Með honum geta þeir hlerað samtöl í 150 metra fjarlægð. Líklega hafa ýmsar þær fréttir af einkalífi leikara, sem birtar eru í hneykslisblað- inu Confidental, náðst með hljóðkíki. En auðvitað hafa þeir ekki látið sitja við sama á þessu sviði hetdur en öðrum. Nú er til „hljóðsafnari" sem er eins og regnhlíf, og þegar hún er þan- in, þá nær hún hljóðum á mun lengra færi en gömlu tækin. í Englandi er hægt að fá þessa litlu hlióðnema fyrir einar 17.000 kr, sem hafðir eru í njósnaregnhlífinni. Það er hægt að láta þá hvar sem er og svo er hægt að hlusta í nokkur hundruð metra fjarlægð á venjulegt útvarpstæki. „Stóri Bróðir“ getur þá heyrt hvað sem er — hvenær sem hann kærir sig um! Óskemmtilegt er til þess að hugsa, að hann er nú einnig farinn að geta séð ná- lega hvað sem er. Ljósmynda- tækninni hefur fleygt svo fram, að það eru varla nokkur tak- mörk fyrir því hvað hægt er að mynda. Gervihnettirnir sveima umhverfis jörðina og úr hundr- að kílómetra hæð geta þeir myndað svo glöggt, að hlutir á stærð við golfkúlu sjást vel. Njósnahnettir, flugvélar eða eld- flaugar eru sendar inn yfir til- tekin svæði og koma aftur með myndir. Með infrarauðum geisi- um er hægt að ná myndum, þótt myrkur sé. Með myndavélum, sem hafa aðdráttarlinsur, er hægt að ná myndum af skjölum, sem liggja á skrifborði við glugga. Ennfrem- ur má nota aðdráttarlinsur til þess að kvikmynda menn, sem eru að tala saman í mikilli fjar- lægð. Varahreyfingasérfræðing- ar, sem kunna að lesa orð af vörum manna — taka síðan við kvikmyndunum til rannsóknar. Það er langt síðan farið var að nota ljósmyndatæknina til að auðvelda flutning fundinna gagna. Og það er ekkert lát á því, að njósnarar beiti þessari aðferð, því að hún er með af- brigðum örugg. Það er þó nokk- uð langt síðan menn fóru að geta smækkað heilar blaðsíður niður í svo sem ekki neitt, punktstærð (.). Ögninni er síðan komið fyrir undir frímerki á bréfi, sem síðan er sent í pósti eins og gerist. En jafnvel að þessu leyti hefur tæknin kom- izt lengra. Með aðferð, sem Ko- dakfélagið hefur komið sér upp, kemst ein og hálf milljón stafa fyrir í fermillimetra, eða 24000 arkasíður á filmu, sem er 6 sinnum 6 fersentimetrar! Það eru líka notaðar filmur, sem ekki er hægt að framkalla nema á sérstakan hátt, eins og voru filmur Wennerströms hins sænska, þær sem fundust á loft- inu hjá honum. Eitt vandasamasta verkefni njósnarans er að „hafa samband heim“. Það er alltof áhættusamt að senda skeyti, því það er hægt að hlera bæði símsendingar og útvarpssendingar. Nú orðið fást á frjálsum markaði fyrirferðar- lítil segulbönd, sem hægt er að koma fyrir á hvaða símtóli sem er, þau eru mjög létt í vöfum. Símasamtöl má auðveldlega taka upp, án þess að sá sem talað er við hafi hugmynd um það. Það eru líka til lítil tæki til að hlera á símþræðinum. Það eru líka til tækniaðferð- ir til að gera snuðraranum erfitt fyrir. Þær aðferðir nota bæði njósnarar sem eru að senda ó- lögleg skeyti, og hinir, sem eru að reyna að verjast njósnurum og „eftirlitsmönnum" þeirra. Langt skeyti er hægt að gera svo smátt eftir sömu aðferðum, sem hafðar eru við smásæjaljósmynd- un - að það verður ekki annað en örstutt merki, sem er eins og lítið blistur (,,bíp“) að heyra en sé blístrið tekið á segulband og síðan afspilað á hæfilegum hraða getur löng ræða komið í ljós. Það eru iíka til tæki til að trufla á löngu færi og að aflaga tal milli manna og er það af ýmsum stærðum og gerðum. Ef njósnarinn skyldi samt reyn'a að notast við útvarpssend- ingar, þá reynir hann oftast að skipta ört um tíðni eftir ákveð inni reglu. Senditæki hans er oftast með víðu bylgjusviði. Fyrir nokkrum árum voru njósnarar enn í talsverðum vandræðum með pappírinn, sem þeir skrifuðu á. Nú er til ný tegund, sem er japönsk, og er eins að sjá og þreifa á og venju- legur pappír. Ef kveikt er í honum, þá brennur hann án þess að skilja eftir nokkra ösku. Það er iíka auðvelt að gleypa

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.