Vikan


Vikan - 13.10.1966, Qupperneq 33

Vikan - 13.10.1966, Qupperneq 33
Betra akurlendi finnst ekki milli Miinchen og Innsbruck, og við eigum jörðina sjálf. Afi minn keypti hana eftir stríðið 1870. Og við höfum bíl og útvarp og síma.“ Annette sneri sér að föður sínum. „Sá þykir mér vera háttvís, þessi maður þarna,“ sagði hún háðslega. Hún virti hann fyrir sér hátt og lágt. „Það væri víst ekki neitt neyðarbrauð fyrir mig, ó- kunnuga stúlku frá sigruðu landi og með óskilgetið barn í eftir- dragi. Líklega væsti ekki um mig úr því. Hvílík upphefð!" Périer, sem annars var fá- máll, lét nú loks álit sitt í ljós. „Nei, ég get ekki neitað því að þetta er göfugmannlega boðið. Ég hef sjálfur verið í stríði, og enginn af okkur er saklaus af ýmislegu, sem við hefðum aldrei getað látið okkur detta í hug á friðartímum. Fólkið er nú svona. En nú er sonur okkar fallinn frá og við eigum ekkert eftir nema Annette. Við getum ekki séð af henni.“ „Þessu bjóst ég við,“ sagði Hans. „Þá sting ég upp á öðru. Ég fæ að vera hérna.“ Annette leit snöggt á hann. „Hvað eigið þér við?“ spurði frú Périer. „Ég á bróður. Hann getur ver- ið kyrr heima og hjálpað föður mínum. Ég kann vel við mig hérna. Með dugnaði og framsýni er hægt að gera þessa jörð að ágætu býli. Þegar stríðið er unn- ið koma hingað margir Þjóð- verjar til að setjast að. Það vita allir hér í landi eru of fáir til að vinna sveitastörf. Ég hlust- aði á fyrirlestur um það i Sois- son. Fyrirlesarinn sagði, að fjórðungur akurlendis hé'r í landi væri í órækt, vegna þess að enginn fæst til að annast þetta.“ Périer og kona hans litu hvort á annað, og Annette sá að það voru farnar að renna á þau tvær grímur. Þetta var einmitt það sem þau hafði dreymt um, eftir að sonur þeirra dó, að eignast tengdason, sem væri fær um að taka við jörðinni og vildi gera það, eftir að þau væru uppgefin bæði. „Þá er öðru máli að gegna,“ sagði frú Périer. ,,Þá held ég að við verðum að athuga málið.“ „Þegið þið,“ sagði Annette hvasst. Hún hallaðist fram á við og hvessti logandi augun á Þjóð- verjann. „Ég er trúlofuð kenn- ara, sem kenndi hérna við ungl- ingaskólann, þar sem ég kenndi, og við ætluðum að giftast þegar stríðið væri úti. Hann er ekki stór og sterkur eins og þér eruð, og ekki fríður heldur. Hann er lítill vexti og kraftlítill. En hann er svo vel gefinn og vel að sér að það vegur allt annað upp, hann hefur það sem yður vantar: sál og anda. Hann er ekki villi- maður, heldur siðmenntaður, hann hefur fengið margra alda siðfágun í arf. Ég elska hann af öllu hjarta.“ Hans varð ógn móðgaður á svip. Aldrei hafði hinum dott- ið í hug að Annette þætti vænt um annan mann. „Hvar er hann núna?“ „Hvar nema í Þýzkalandi, þar sem hann er fangi, og hann svelt- ur. Meðan þið étið allt frá okkur, sveltur hann. Þarf ég að segja yður það oftar að ég hata ykk- ur. Þér viljið að ég fyrirgefi yð- ur. Það skal ég aldrei gera. Fífl!“ Hún rykkti til höfðinu, og svip- urinn lýsti hræðilegum harmi. „Þeir hafa gengið svo frá honum að hann nær sér aldrei. Ég veit að hann tekur mig í sátt. Hann er góður maður. En það kvelur mig mest, að mig grunar að hann haldi að ég hafi gefizt yður af fúsum vilja — fyrir smjör og silkisokka. Það hafa margar gert. Og hvernig yrði það hjónaband, ef hann ætti að hafa fyrir aug- um daglega barn annars manns, og það þýzks manns í ofanálag, stórt og ljóshært og bláeygt eins og þér eruð. Guð hjálpi mér, því þurfti þetta að koma fyrir?“ Hún stóð upp og fór út úr eldhúsinu. Hin sátu eftir þegj- andi. Hans leit ólundarlega á kampavínsflöskuna. Svo and- varpaði hann og stóð upp. Frú Périer fylgdi honum á leið. „Var yður alvara þegar þér sögðuð að þér vilduð giftast henni?“ sagði hún lágt. „Já, mér var fullkomin alvara. Ég elska hana.“ „Og þér ætlið ekki að fara burt með hana? Þér ætlið að vera kyrr hérna og taka við bú- inu?“ „Svo sannarlega." „Gamli maðurinn þarf að fara að hætta. En heima hjá yður verðið þér að hafa helminga- skipti við bróður yðar. Hér verð- ið þér einir um hituna." „Ekki spillir það.“ „Við vorum ekkert hrifin af því að Annette færi að giftast þessum kennara, en sonur okk- ar var þá á lífi, og hann sagði að hún ætti að fá að ráða þessu. Annette var vitlaus eftir honum. En nú er sonur okkar blessaður, dáinn, svo nú er öðru máli að gegna. Ekki getur Annette búið hér ein síns liðs.“ „Það væri neyðarúrræði að selja jörðina. Ætli ég þurfi annað en að líta í eigin barm.“ Þau skildu við vegamótin. Hún tók þéttingsfast í hönd honum. „Komið bráðum aftur.“ Hans fann að hún var á hans bandi. Það fannst honum hugg- unarríkt að vita. En illt var það að Annette skyldi engan vilja nema þennan kennara sinn. Sem betur fór var hann fangi, og barnið mundi fæðast löngu áð- ur en hann slyppi. Hver vissi nema henni snerist þá hugur. SAMANLAGÐfR STÓLAR með bólstraðri setu kr. 280.00. SKRIFSTOFU- OG VINNUSTÓLAR með færanlegu baki og setu aðeins kr. 945.00. BORGARFELL H.F. r SANAMAT nuddtækin frá Sanamat- verksm. Frankfurt/Main sam- eina alla beztu kosti slíkra tækja í samræmi við nýjustu tækni. Stiilanlegur vibrations- styrkleiki og 7 fylgihlutir auð- velda margskonar notkun — auka vellíðan, eyða þreytu, mýkja og styrkja. Örugg gæði. — Mjög hag- stætt verð. — Ábyrgð á hverju tæki. — 3 gerðir fyrirliggj- andi. EINKAUMBOÐ: Verzlunln LAMPINN Laugavegi 68 — Sími 18066. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.