Vikan


Vikan - 13.10.1966, Qupperneq 45

Vikan - 13.10.1966, Qupperneq 45
3TALH USG'O'GN Sterk og vöndud Verd vici allra haefi Gódir greidsluskilmálar Litaval a plastáklædi og bordplasti Veltitappar á stólfótum án aukako s tnada r ALLT Í ELDHÚSIÐ Á SAMA STAÐ vid Ódinstorg sími 10322 var eyðslusemi, en Eve hafði skrifað henni, að Mantesa fólkið væri mikið samkvæmisfólk. Annar kjóllinn var í daufgráum litbrigðum, hinn hvítur, þeir fóru henni mjög vel. Þegar öllum innkaupunum var lokið, og hún var komin heim með pinklana sína, var hún svo af sér gengin, að það gat aðeins verið ein- göngu þreyta. Hún var í ömur- legu skapi, og fannst hún vera mjög einmana. Taugaspennan, sem hafði kvalið hana allan dag- inn, var liðin hjá. Hvað var það, sem hún hafði leiðzt út í? Hún fékk sér kvöldmat í mat- salnum á neðstu hæð, og fór svo upp á herbergið sitt til þess að setja niður í töskurnar. Þá mundi hún allt í einu eftir vél- rituðu fyrirmælunum. Hún tók þau upp úr tösku sinni og fór að lesa. Yfirskriftin var þessi: Það, sem þarf að muna. „Ég hitti Farnsworth liðsfor- ingja hjá Meredith dómara í Stoney Court í Heartstone Vill- age. Hr. Meredith, sem var í hreppsnefndinni, hafði boðið mér í te, til þess að fræðast um ýmislegt varðandi héraðshjúkr- unarkonustarfið. Farnsworth liðsforingi var gestur í húsi dómarans og varð undir eins ástfanginn af mér. Hann lét strax til skarar skríða og gat lokkað mig til að giftast sér. Við giftumst með sérlegu leyfi á skrifstofu borgardómara í West-End. Þar sem brúðkaupið bar mjög brátt að, gafst mér ekki tími til að láta systur mína vita um það. Eiginmaður minn, sem nýlega hefur erft nokkra fjárhæð eftir látinn ættingja í Kenya, langar mjög til að kaupa litla gúmmíplantekru á Malaya. Þar sem systir mín á heima á þeim slóðum, urðum við sam- mála um að slá tvær flugur í einu höggi, fara brúðkaupsferð og verzlunarferð. Flugfélagið gat ekki selt okkur miða fyrst um sinn, nema pantaðir farseðl- ar yrðu ekki sóttir á síðasta andartaki, þannig að okkur gafst ekki tími til að hafa samband við systur mína, áður en við fórum. Daginn eftir að við gift- um okkur losnuðu tvö sæti. Við tókum þau og rétt gafst tími til að senda skeyti, áður en við stigum inn í vélina. Við Það var barið að dyrum. — Eruð þér þarna, hjúkrunar- kona? Forstöðukonan bað mig að segja, að það væri beðið eftir yður í setustofunni. — Takk fyrir, ég kem strax. Hún stakk pappírsörkinni nið- ur í töskuna til þess að lesa hana betur seinna. Hún púðraði sig og fór niður. f setustofunni voru ekki aðrir en ungur ljóshærður maður, sem reis á fætur og kom á móti henni. — Ó, herra Santers....! — Charles, leiðrétti hann hana °g brosti — og prísaður sé guð að ég fann þig. Á leiðinni hingað frá Norður-Englandi kom ég við í Heartstone Village en frétti þar, að þú værir farin. Ég bið þig að fyrirgefa, að ég kem svona seint, en ég var að koma til borgarinn- ar. Jæja, er ég velkominn eða ekki? — Auðvitað ertu velkominn, sagði hún fljótmælt, en stíft og óeðlilega. — Jæja, ég vonaði það. Ég hef ekki hugsað um annað en þig þessa viku, sem liðið hefur. Hvers vegna starirðu svona á mig? Það er eins og þú sjáir afturgöngu. Hann greip hana skyndilega í arma sína lyfti henni upp og kyssti hana á munninn. Hvíta handtaskan hennar féll á gólfið og opnaðist. Púðurdósin og nokkrir smápen- ingar ultu út úr henni og undir sófann. Hún losaði sig úr faðm- laginu og beygði sig niður til þess að tína saman hlutina sína, en þegar hún reis á fætur aftur, stóð hann með pappírsörkina og opna töskuna í höndunum. — Heyrðu, hvað þýðir þetta? spurði hann. Hún þreif örkina úr höndunum á honum. — Þú hefur ekki rétt til þess að lesa einkabréf. — Ég las það heldur ekki, að minnsta kosti ekki of mikið af því, sagði hann. — Aðeins það, að þú hefðir hitt einhvern heima hjá einhverjum dómara. En hvaða náungi er þetta og hvers vegna þarf að skrifa um þetta eins og — eins og opinbert skjal? Nú varð hún að vera fljót að hugsa. — Ég skrifaði þetta til þess að ég gæti útskýrt það betur fyrir systur minni. — Útskýrt hvað? Og af hverju er þessi náungi svo þýð- ingarmikill, að þú verður endi- lega að útskýra hann fyrir systur þinni? Hún dró djúpt andann og sagði fastmælt: — Ég giftist honum fyrir há- degi í dag. Það var löng þögn. — Giftir þú þig í dag? end- urtók hann undrandi. — Ertu gengin af vitinu, Fay? Hvernig getur þú hafa gifzt einhverj- um í dag? Frú Hadsley sagði, VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.