Vikan


Vikan - 13.10.1966, Síða 49

Vikan - 13.10.1966, Síða 49
— En hvers vegna í ósköpunum hafið þið valið Singapore? Það var undarlegur tónn í rödd hans. Hún minntist fyrirmælanna • á vélrituðu örkinni: „Alan hefur nýlega eignazt svolítinn slatta af peningum og langar til að eignast gúmmí- plantekru, þar að auki er Eve þar suður frá. Mig langar til að heimsækja hana og kynna Alan fyrir henni.“ Eftir nokkrar mínútur sagði hann: — Æthð þið að dvelja hjá Mantesa? — Það gerum við — ef þau bjóða okkur. Eve sagði mér, að þau væru mjög gestrisin. — Nú, en hafa þau ekki þeg- ar boðið ykkur? — Nei, þau vita ekki ennþá, að við erum að koma. Það var ekki fyr en fyrir um það bil klukkutíma, sem okkur tóíkst að fá tvo miða með flugvél til Singapore. — Einmitt sagði hann og sagði ekki fleira, þangað til þau óku upp að gamla herrasetrinu, sem hafði verið breytt í klúbbíbúðir. Hún rétti fram höndina og sagði: — Vertu sæll, Charles. Það var fallega gert af þér að aka mér hingað. — Þú losnar ekki svona auð- veldlega við mig, Fay, sagði hann ákveðinn. — Mig langar að sjá manninn þinn. Þar að auki verður einhver að bera far- angurinn þinn upp. íbúð Alans var á annarri hæð. Þegar hún hringdi dyrabjöll- unni, var hún veik af skelfingu. Hvað myndi Charles ekki í- mynda sér ef Alan væri ekki hér til að taka á móti brúði sinni? í sama bili heyrðist fótatak og dyrnar opnuðust. Stór líkami Alans fyllti út í dyrnar. Hann var í buxum og slopp, sem þó þakti ekki nakta bringu hans. Hún gat ekki að sér gert, að taka eftir þessari sterklegu bringu, með brúsk af rauðu hári. Hræðslutilfinning hennar jókst. Mimdi Alan undrast það, að hún kom svona skyndilega, og ef hann gerði það, myndi hann þá ekki vekja tortryggni Charles? En Alan brosti eðlilega til henn- ar, hlýju og undirgefnu brosi. — Halló ástin, sagði hann. — Ég var að koma. Ég ætlaði að fara að hringja á hjúkrunar- kvennaheimilið til að vita, hvort þú værir farin af stað. Hann leit spyrjandi á Charles. — Þú verður víst að kynna okkur, elskan. — Ég verð að viðurkenna, að mér hefði aldrei dottið í hug, að þú myndir koma með vin þinn með þér á brúð- kaupskvöldið! Hann hló glað- lega. Honum kom bersýnilega ekkert á óvart. — Þetta er einn vina minna, Alan .Hann heitir Charles Sant- ers. Hann heimsótti mig á hjúkr- unarkvennaheimilið, og var svo vænn að aka mér hingað. Hún reyndi að tala létt og eðlilega eins og Alan, en hún vissi, að rödd hennai' var framandi. — Það er ánægjulegt -að hitta yður, Santers, sagði Alan, rétti fram stóran hramminn og þrýsti hönd Charles. — Það var fal- lega gert af yður að aka kon- imni minni hingað. Hún hefur á- reiðanlega sagt yður, að við erum bæði önnum kafin við að setja niður fyrir ferðina á morg- im. — Já, Fay sagði mér það. Mér þykir gott að hafa getað gert henni greiða, en nú verð ég að fara, sagði Charles þurrlega. — Hvaða vitleysa, Santers, þér verðið að koma inn fyrir og fá yður einn lítinn. Meðan Alan talaði, tók hann við tösk- unum úr höndum Charles og vísaði honum og Fay í gegnum litla forstofu, inn í setustofuna. — Ég set farangurinn þinn inn í svefnherbergið, ástin mín, sagði hann við Fay. — Svo skal ég blanda okkur í glös. Fay og Charles, stóðu og horfðu á. — Er þetta íbúð mannsins þíns? spurði hann. En hún hristi höfuðið og svaraði: — Nei, hann fékk hana lánaða hjá vin sínum, meðan hann er í Englandi. — Nú, á hann ekki heima í Englandi? Það var merkilegt, því að um leið og ég sá hanri, fannst mér ég hafa séð hann áður. Ég þori að leggja eið út á það. Alan kom aftur og tók viský og sóda út úr hornskáp, hann rétti Charles drykk og stakk öðru glasi í höndina á Fay. Áð- ur en hún gat mótmælt, sagði hann: — Mundu, hvað ég sagði þér í kvöld. Svo hélt hann uppi fjörugum samræðum, með því að tala um fyrirhugaða ferð þeirra til Singa- pore, þegar hann frétti að Char- les væri nýkominn frá Malaya, var hann mjög ákafur að heyra álit hans á möguleikunum fyxir því að komast yfir Jitla plant- ekru þar. — Það vildi svo heppi- lega til að Fay á systir þar suð- ur frá, og hún gætir barns fyrir fjölskyldu, sem á plantekru. Ég vona að fólkið geti hjálpað mér, sagði Alan. — Charles þekkir Mantesa fólkið og hitti Eve nýlega, skaut Fay inn í. — Einmitt? Alan talaði hratt, og Fay, sem virti hann vand- lega fyrir sér tók eftir breyting- unni á honum. Augu hans urðu minni, og henni fannst hver vöðvi í stórum líkama hans, væri spenntur. Hann minnti hana á villidýr í frumskógi, sem beið eftir því, spennt til hins ýtrasta, að stökkva á bráðina. En hann hélt áfram brosandi: — Já, ég skil. Þér eruð sem sagt gamall vinur fjölskyldu konu minnar. Það er stutt síðan við Fay kynntumst, og við vildum flýta okkur að giftast, svo okkur hefur ekki gefizt tæki- færi til þess að hitta vini henn- ar. — Það er nú varla hægt að kalla mig gamlan fjölskylduvin, sagði Charles, hæðnislega. — Ég hiti Fay í fyrsta skipti fyrir einni viku, þegar ég lét hana fá bók frá systur hennar. Svo hringdi ég til hjúkrunarkvenna- heimilisins í kvöld, til þess að endurnýja kunningsskap okkar, en ég verð að segja, að það kom mér mjög á óvart að heyra, að hún hefði hitt og gifzt yður á þessum stutta tíma sem liðinn er, síðan ég hitti hana. — Er það ekki dásamlegt, hvað ástin getur gert? Finnst þér það ekki, ástin mín? Alan brosti til hennar, yfir sig ást- fanginn. — Það kom mér einnig mjög á óvart að finna Fay á hjúkrunar— kvennaheimilinu eina og yfir- gefna, og að komast að því, að hún ætlaði að fara hingað á eig- in vegum. Hann talaði reiði- lega, og athugasemdin hefði auð- veldlega valdið óþægilegum orðaskiptum. En Alan langaði auðsýnilega ekkert í orðaskak. - Ég sé að þér eruð séntil- maður fram í fingurgóma, sagði hann og brosti. — Við Fay höf- um ákveðnar og frjálsar hug- myndir um hjónabandið. Við vorum sammála um jafnrétti — við getum verið vinnufélagar — ef svo vill til, og við ætlum að forðast alla yfirdrifna róman- tík. — Ég hefði ekki kallað það yfirdrifna rómantík, þótt þér hefðuð sótt Fay í kvöld, ég hefði kallað það almenna kurteisi. Charles reis á fætur meðan hann talaði. — Ég er hræddur um, að ég hafi truflað hveitibrauðsdag ykkar nógu lengi. Eftir að hann var farinn, sagði Alan: — Ég get mér þess til, að þú hafir verið í klípu í kvöld. Það var gott, að þú skyldir koma hingað. — Ég veit ekki, hvað ég hefði getað gert annað. Honum fannst það svo undarlegt, að ég skyldi ennþá vera á hjúkrunarkvenna- heimilinu, muldraði hún. — Þú heldur, sem sagt, að hann gruni, að hjónaband okk- ar sé aðeins leikur? Hún hikaði: — Já, og þar sem hann er vinur Mantesa fólksins, fannst mér rétt að reyna að ryðja öllum grun úr vegi. Hann kinkaði kolli: — Sé það rétt, sem ég hef ekki ástæðu til að rengja, að náunginn hafi að- eins séð þig einu sinni, virtist hann hafa ótrúlega mikinn á- huga fyrir þér. Hafið þið ein- hvern tíma verið ástfangin hvort af öðru? Reiðiroðinn litaði kinnar henn- ar: — Er það nokkuð, sem þér kemur við? — Já, ætli það ekki. Ég er að reyna að komast að því, hvort hann hefur áhuga á þér sem konu, eða hvort það er vegna þess, að þú hefur samband við Mantesafólkið í gegnum systur þína. Getur það kannske hafa verið vegna bókarinnar, sem hann færði þér? Heldur þú, að hann hafi fengið grun um, að bókin hafi flutt einhver sérstök skilaboð? — Hann minntist alls ekki á bókina. En hann sagði mér, strax og hann lét mig hafa hana, að hann myndi heimsækja mig þegar hann kæmi frá Norður- Englandi. Ég held — hún hikaði aðeins — að honum hafi litizt á mig. Að minnsta kosti svo- lítið. — Þú heldur kannske, að hann sé ástfanginn af þér? Hún svaraði ekki. —• Nú? Ýtti hann undir svar- ið. — Ég sé ekki ennþá, að þér komi það við, sagði hún. — Einmitt. Þú heldur að hann sá það, sagði hann. — Kannske heldur hann líka, að þú sért ást- fangin af honum, og þessvegna skilur hann ekki, hvers vegna við höfum gift okkur svona í grænum hvelli. — Ég get víst ekki gert að því, hvað hann heldur, eða hvað? Ég gerði allt, sem ég gat til þess að koma í veg fyrir grunsemd- ir hans, með því að taka hann með mér hingað. Hvað gat ég gert fleira? Og ef þú hringdir nú á bíl fyrir mig, þá fer ég aftur á hjúkrunarkvennaheim- ilið. Ég er dauðþreytt. Han hristi höfuðið. — Þú ferð ekki aftur heim á hjúkrunar- kvennaheimilið í kvöld. Þú verð- ur hér. Hún fölnaði: — En það — það get ég ekki. Það er svo margt, sem ég á eftir að gera. Þar að auki.. . . — Það er ekkert þar að auki, greip hann fram í fyrir henni. Þú veizt það fullvel, að við eigum á hættu að hann skrifi Mantesa fólkinu og segi því grun sinn. Hann gæti líka látið sér detta í hug að hringja á hjúkr- unarkvennaheimilið snemma í fyrramálið, til að spyrjast fyrir um það, hvort þú sért þar eða ekki. Þú getur sofið í svefnher- berginu, en ég sef hér á ottóman- inum. Þegar hún stóð enn og hik- aði, bætti hann við og brosti glettnislega: — Þú átt áreiðanlega eftir að venjast því að sofa nálægt mér. Þú ert heppin, að það skuli vera dyr á milli okkar í nótt. Án þess að ræða þetta frekar, snerist hún á hæl og gekk inn í svefnherbergið. Hún vissi, að hann hafði rétt fyrir sér. Ef Charles væri tortrygginn og hún sneri aftur til hjúkrunarkvenna- heimilisins, myndi hann reyna að setja sig í samband við hana VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.