Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 6
Tveggja manna svefnsófi og samstæöir stólar LÍKAMSHLUTADÁLÆTI. Póstur sæll. Leyfist mér að spyrja, vegna klausunnar sem þið settuð til út- skýringar á forsíðumynd 38. tölu- blaðs, hvaða líkamshluti heldur þú að sé í mestum metum hjá þessu fólki, sem endilega vill fá fleiri Angel ique-sögur ? Ef Vikan heldur sig áfram við sama heygarðshorn, verður hún líklega sæmd heiðurstitlinum: Fyrsti formælandi kynþáttamis- réttis á íslandi. Svo þurfið þið endilega að koma tillögunni um Nóbelsverð- laun til handa höfundum Ange- lique á framfæri við rétta aðila. Kveðja U. P.S. Ferðagreinar Dags Þor- leifssonar þótti mér skínandi skemmtilegar. Ég er handviss um, að þú þorir ekki að birta þetta bréf. Því miður hefur ekki verið hægt að ráða það af bréfum Ange- lique-unnenda, sem okkur hafa borizt, hvaða líkamshlutum þeir og þær hafa mest uppáhald á, en kannski það sé ósk þín að þeir upplýsi það hér í Póstinum? Og ómögulegt «r okkur að sjá, hvemig athugasemdir við dálæti manna á hinum og þessum pört- um líkamans geti staðið i sam- bajidi við b^ráttu fyrir ,3cyn- þáttamisrétti," eins og þér virðist hafa dottið í hug í sambandi við forsíðuna, sem þú minnist á. HVERSVEGNA ER ÉG SVONA EINMANNA. Kæra Vika. Ég er sextán ára stelpa og ér er voðalega einmana. Ég þekki að vísu aðra krakka, en ég hitti þá voða sjaldan. Mig langar mik- ið til að eignast raunverulegan vin, en ég hefi ekki hugmynd um hvernig ég á að fara að því. Ég geri allt sem ég get, en þó vilja engir vera með mér. Ég græt á hverjum degi og er stundum svo nervös að ég þori varla í skólann. Heima líður mér heldur ekki vel, því mamma talar aldrei við mig. Ég hef einu sinni orðið hrifinn að strák. En þá tók enginn mig alvarlega. Ein í örvæntingu. Það fer ekki vel með fólk að lifa í einangrun frá öðrum mann- eskjum. Það er því ekkert furðu- legt að þú sért leið og taugu- óstyrk, sérstaklega þegar það er haft í huga að mamma þín talar aldrei við þig. Það er ekki undar- legt að gangi illa að nálgast fé- laga þína í skólanum, fyrst sama og ekkert samband er á milli þín og móður þinnar. Hvemig stend- ur á því? Er hún þögul og inni- lokuð gagnvart öllum, sem hún umgengst, eiða stafar þeltta af einhverri misklíð milli ykkar tveggja? Vonandi finnið þið eitt- hvað ráð til gagnkvæms skiln- ings. Ef samskipti ykkar yrðu eðlilegri, væri ekki ólíklegt að þú losnaðir við þessa einangr- unarkennd, sem hrjáir þig, og ættir þá auðveldlara með að eign- ast vini. Þá kæmi að því að þú yrðir tekin alvarlega, en einmitt það höfum við mikla þörf fyrir. AÐ L/ERA AÐ LÆRA. Kæra Vika. Ég er í gagnfræðaskóla og er víst meðal þelrra, sem eiga erfitt með að læra, þ. e. ég verð að leggja mikið á mig til þess að koma þessum fræðum i hausinn á mér. Þó er það ekki vegna þess að ég vilji ekki læra. Ég vildi svo gjama kunna þetta allt og veit vel, að það mundi koma sér vel síðar meir. En hvernig er það, er ekki hægt að læra að læra ef svo mætti segja. Það er hlutur sem ég mundi vilja læra fyrst af öllu. Beztu þakkir fyrir blaðið. Sveinn S. Allir þeir, sem langt nám eiga að baki, hafa reynslu af því, hvernig þeir, sjálfir „lærðu að læra“, hver á sinn hátt. Þetta er vitaskuld undirstöðuatriði, en ekki vitum við til þess, að yfir- höfuð sé minnzt á það í skólun- um, hvað þá að það sé kennt. Þú þarft ekki að búast við því að ná árangri við námið fyrr en þú hefur lært að læra, en eins og sakir standa, verður þú að kenna þér það sjálfur. VANTAR VEGGPLÁSS. Vikan Reykjavík. Ég hef fylgzt með af athygli öllu því, sem skrifað hefur verið i Vikuna um hús og húsbúnað og óska eftir því, að eitthvað komi af því efni í hverju blaði. Þannig er mál með vexti, að við hjónin erum nýlega búin að Þyggja og fengum við arkitekt til að teikna og vorum mjög ánægð með íbúðina til að byrja með. Síðan eru fimm ár liðin og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.