Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 11
Það var Hallgrímur Péturs- son, prestur og Passíusálma- skáld í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd sem orti. En svo svalur sem hann getur orðið á Hval- fjarðarströnd, bítur haustkulið þó beittar á Hólsfjöllum. Það var að vonum að haustið yrði Kristjáni Fjallaskáldi að yrkis- efni; vetrarkoman hefur án efa kynnt undir svartsýni hans: Nú blæs of hauður bitrum norðan gjósti og báran glymur köld við unnarsteina; náttúran gervöll andláts- stunu eina frá heljar særðu heyrast lætur brjósti. á birkigreinum; húmar eins og haustar að í hjartans leynum. Haustið á sína stemmningu í mörgum myndum; ein þeirra er fyrsti snjórinn, önnur er göng- ur og réttir og sú þriðja er far- fuglarnir. Sumar viðkvæmar sál- ir komast ákaflega við af þessu öllu saman og þegar fuglarnir fljúga út í geiminn setur að þeim söknuð og Stefán frá Hvíta- dal talar um ólgandi þrá eftir suðlægum ströndum. Bólu- Hjálmar bar enga slíka þrá til ókunnra sólarstranda svo vitað væri, en klæðalitlum og fátæk- um manni var hugstæður kuldi komandi vetrar: hans á fegurð standa í sambandi við sjónarmið nytseminnar eins og jafnan áður fyrr á íslandi. Páll er gersamlega blindur fyrir fegurð haustsins; fyrir hann er það symból dauðans og engin von um bjartari tíma fyrr en vorar að nýju. í ljóði sem Páll yrkir um haustið, er þessi dálítið vafa- sama yfirlýsing: Dautt er skraut og blómin valla engin fegurð á sér stað... Vetrarkvíðinn í haustljóðinu stendur þó ekki einungis í sam- bandi við kalda daga. Myrkr- ið var ógnvaldur út af fyrir sig, þegar ljósmetið var af skornum yrkisefni en ætla mætti og kannski verður mönnum þetta allt hugstæðara burtfluttum, þeg- ar þeir sjá það fyrir sér í fjar- lægð: Kögur og Horn og Heljarvík huga minn seiða löngum; tætist hið salta sjávarbrim sundur á grýttum töngum. Hljóðabunga við Hrollaugs- borg herðir á stríðum söngum, meðan sinn ólma organleik ofviðrið heyr á Dröngum. ! Kannski verða menn að vera búsettir úti í Kaupmannahöfn eins og Jón Helgason til þess að þetta seiði huga þeirra löngum. Ég trúi því naumast að það sé ekki fallegt á Hólsfjöllum eins og annarsstaðar, þegar hausta tekur. En Kristján sér aðeins í haustinu andlátsstunu og dauðaróm: Fölna grös en blikna blóm af björkum laufin detta. Dauðalegum drynur róm dröfn við sjávarkletta. Þessa vísu þeklcja allir. Minna þekkt en ágæt þó er önnur vísa sem Kristján orti og bregður ljós á það haust, sem einnig verð- ur innra með honum sjálfum: Verður langi veturinn vana ganga feril sinn hann þó stangar huga minn hleypur á vanga nákuldinn. Páll Ólafsson horfði á eftir farfuglunum sem flugu upp af túninu hjá honum en í kveðskap hans blandast einnig tregi yfir þeim möguleika að ef til vill lifi hann það ekki að sjá þá aft- ur að vori: Þú ert á förum fuglinn minn, að flýja snjó og veturinn. Hver veit nema í hinzta sinn ég hlýði á þýða róminn þinn. Fölnar rós og bliknar blað Páll var bóndi og skoðanir skammti og mórar og skottur óðu uppi í löngum og dimmum göngum. Allt það hyski hörfaði undan fyrir birtu vorsins og sumarsins en með haustnóttum gerðust menn myrkfælnir að nýju: Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga. Eg hef heyrt í alla nátt andardrátt á glugga. En haustið á ekki aðeins heið- ríka daga með hvítu sólskini og hrími á morgnana. Það á einnig dimmar nætur og veðraham með brim og vindgný. Þessi storma- sömu átök í náttúrunni hafa ef til vill orðið skáldum minna Að vísu veit ég ekki, hvort Jón hefur haft haustið í huga þá er hann orti þetta, en mér finnst hausthljóð í þessu erindi. Það er segin saga, að borgarbúinn lítur öðrum augum á þau átök í náttúrunni, sem lýst er í kvæð- inu og það er ugglaust vegna þess, að hann upplifir þessi átök sem endurminningu og þarf ekki daglega að takast fangbrögðum við náttúruöflin. Steingrímiu1 Thorsteinsson var Reykvíkingur og það er óhætt að segja um hann, að hann unni haustinu fremur sannmælis en önnur samtímaskáld hans og gerði það að yrkisefni í ljóðum, sem hvert mannsbarn þekkir. í Framhald á bls. 31. 46 tbi. vnCAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.