Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 15
Rúnar Gunnarsson og Jón Pétur Jonsson. Hilmar Kristjánsson og Stefán Jóliannsson. (Myndir: Magnús Magnússon) Nv hliúmplata væntaiileo mefl Dátum Dátar, sem nú hafa leikið saman í eitt og — Já, við lékum fjölbreytilégri músik, hálft ár, eru enn í fullu fjöri, og að því er Rúnar Gunnarsson sagði okkur fyrir skömmu er nýrrar hljómplötu að vænta frá þeim inn- an tíðar. Þetta verður fjögurra laga plata — eins og fyrri plata þeirra -— og öll lögin eftir þá sjálfa. Rúnar hefur sjálfur samið tvö lög, en einnig munu þeir Hilmar og Jón Pétur eiga eitthvað í pokahorninu. Textar verða eftir Þorstein Eggertsson. Fyrsta plata piltanna seldist mjög vel og lagið Leyndar- mál eftir Þóri Baldursson var um langt skeið í efsta sæti vinsældalistans hér. Nú verður gaman að sjá, hvernig til tekst, og eflaust munu hinir fjölmörgu aðdáendur Dáta bíða með eftirvæntingu eftir hinni nýju hljóm- plötu. Við spurðum Rúnar, hvort þeir félagar hefðu breytt um stíl frá því þeir hófu fyrst að leika saman. þegar við byrjuðum — músik fyrir unga og gamla. Nú spilum við einkum beat-músik, því að við rákum okkur fljótt á það, að sú músik hæfir bezt hljóðfæraskipan okkar. Okkur finnst líka skemmtilegast að spila þannig músik. Voru þið ánægðir með fyrstu hljómplöt- una? — Ég held að árangurinn hafi orðið von- um framar. Að vísu var lagið Cadillac alveg hörmulegt. Það gekk illa að taka lagið upp —- og við erum mjög óánægðir með að það skyldi fljóta með á plötunni. Eina lagið, sem við vorum fullkomnlega ánægðir með, var Leyndarmál. — Hvað finnst þér um lögin hans Gunnars Þórðarsonar? — Mér finnst þau fyllilega sambærileg við þau erlend lög, sem við heyrum. Beztu lög Hljóma finnst mér Memory og Once. Sflrengir Hér birtum við mynd af hljómsveitinni Strengir. Þessi hljómsveit hefur leikið við miklar vinsældir í Búðinni að undanförnu — og þeir ætla að halda hópinn í vetur jafn- hliða skólanámi. Hljómsveitin. eins og hún er nú skipuð, er eins árs gömul, en nafnið er þó öllu eldra. Það var upphaflega fast við skólahljómsveit í Gagnfræðaskóla verk- náms, en þegar sú hljómsveit leystist upp, keyptu núverandi meðlimir nafnið. Því mið- ur er okkur ekki kunnugt um kaupverðið! Fyrst í stað kölluðu Strengir sig Mola, en þeim fannst nafnið ekki nógu gott, einkum þegar þeir fengu að heyra í spaugi, að mús- ikin væri öll í molum hjá þeim! Strengir hafa mestar mætur á svokallaðri Rhythm og Blues músik, sem enn virðist vinsæl hér á landi. Þeir spila einnig af og til eigin tón- smíðar, en lagasmiðurinn i hópnum heitir Guðmundur Emilsson. (Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson) „Þeii* eru að koma að sækja mig“ Hljómplata Napóleons fjórtánda „Tliey are coming to take me away, ha, haaa', náði talsverðum vinsældum hér á landi og má það raunar furðulegt lieita, þar sem liér er ekki um lag aö ræða í venju- legum skilningi — heldur heimskulegt og innantómt orðagjálfur. Hljómplatan hefur selzt í milljónum eintaka víða um heim, þrátt fyrir að fjölmargar útvarpsstöðvar á meginlandinu og vest- an liafs liafa bannað að leika hana, þar á meðal vinsælustu útvarpsstöðvar í Bretlandi. Napóleon, sem heitir réttu nafni Jerry Samuels, er bandariskur hljóðupptökumaður, og hann hefur sungið inn á nokkrar plötur áður, en þær plötur hafa aldrei komizt í nám- unda við vinsældalistann. Nú hefur Napóleon sungið inn á hæg- genga hljómplötu, og virðist hún ætla að seljast vel. Þess má að lokum geta, að á plötunni „They are coming to take me awayí* er sama „lagið á bak- síðunni — spilað afturábak! Nýr söngvari hjá Manfred Mann Hinn vinsæli söngvari Paul Jones hætti sl. sumar að syngja með hljómsveit Manfreds Manns og sneri sér að kvikmyndaleik. Paul hefur öðrum fremur átt mestan þátt í þeim vinsældum, sem hljóm- sveitin hefur átt að fagna undanfarin ár. í stað Paul er nú kominn Michael d‘Abo, sem áður söng með hljómsveitinni ,,The Band of Angels“. Hann er 22 ára gamall og þykir líkjast Paul mjög í útliti. Síðustu fregnir af Paul Jones herma þó, að hann hafi ekki alveg sagt skilið við sönginn, því að hann hefur að undanförnu verið á hljómleikaferðalagi um Bretland — með The Hollies. Á myndinni sjáum við Michael d‘Abo, Manfred Mann og Paul Jones. 46. tw. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.