Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 25
komi fyrir Naxos. Vertu ófullur.
Loomis.
— Er þetta allt? spurði Craig.
— Ég býst við, að þú fóir meiri
fréttir síðar, sagði Andrews. Hann
sneri sér að dyrunum og bætti þó
við: — Jó ,meðal annarra orða, Sir,
ég verð líka í glaumnum í kvöld.
Craig sagði varfærnislega: —
Ég held, að ég reyni hvort sem er
ekki að nó í umboðsmann minn í
kvöld.
— Sígarettu, Sir? spurði Andrews.
— Nei, sagði Craig. Reynið þér
eina af þessum. Hann dró Smith
og Wessonbyssuna upp úr lindan-
um.
Andrews fór og Craig hélt til
fundar við Naxos.
Hann var klæddur sem tyrk-
neskur pasja og hann leit út eins
og froskur með vefiarhött, froskur,
sem gengur fyrir þrýstilofti. Við
hlið hans var drottning kvennabúrs-
ins, svarthærð fegurðardís með
olivuhúð í gagnsæjum buxum með
þrælahringi ó úlnliðum og öxlum,
flauelsiakka, brjóstahöld úr gulli,
gullhálsmen og flauelshettu, gull-
brydda. Blæja huldi líkamann en
ekki andlitið. Craig litaðist um eft-
ir Philippu og yngismærin hló.
— Ég er hér enn, sagði Philippa
og tók af sér blæjuna. Þegar eig-
inmanninum finnst hann vera Tyrki,
er það skársta, sem maður getur
gert, að finnast maður vera kvenna-
búr. Hún smellti með fingrunum,
lyfti höndunum upp fyrir höfuðið,
líkaminn tók að iða.
— Flip, í drottins nafni, sagði
Harry. Röddin var eins og druna
úr þokulúðri.
Philippa lét hendur falla niður
með síðum og missti blæjuna.
— Fyrirgefðu, John, sagði hún.
— Mér líður fjandalega í kvöld.
— Láttu samkvæmið þá eiga sig,
sagði Craig.
— Ég get það ekki. Það hefur
verið séð fyrir öllu, ég verð að
fara.
— Þú hefur gott af því elskan,
sagði Naxos. — Hvað getum við
gert fyrir þig, John?
Craig leit á kvenmanninn, hend-
ur hennar fitluðu eirðarlausar við
blæjuna, taug á hálsinum kipptist
hvað eftir annað við, og andlitið
var aldrei kyrrt. Hún þarfnaðist eit-
urlyfsins. Þarfnaðist þess ofsalega.
— Ég hef ekki fengið boðskort,
sagði Craig.
— Fáðu þér það sjálfur, sagði
Naxos og benti á hrúgu af stórum,
stífum spjöldum.
— Takk, sagði Craig og sneri
sér að Philippu. — Hálsmenið þitt
er að losna, sagði hann. — Á ég
að laga það fyrir þig?
— Ég skal gera það, sagði Naxos
og stór líkami hans myndaði vegg
bak við konuna.
Craig tók tvö boðskort.
— Ég er þá farinn, sagði hann.
— Sé ykkur á ballinu.
Grierson beið. Hann var klædd-
ur í rautt flauel, með flauelsgrímu,
feneyskur spjátrungur með bjúg-
sverð við hlið. Menirnir tveir gengu
niður með síkisbakkanum, þar til
þeir voru gegnt höllinni, og horfðu
á bátinn frá skipinu flytja þjóna og
sjómenn frá skipinu til hússins.
— Mér lízt vél á búninginn þinn,
sagði Craig.
— Þetta er hræðilega mikið ég,
sagði Grierson.
Craig rétti honum boðskortið.
Lítill hópur horfði lotningarfullur
á þá. Her af gondólaræðurum þyrpt-
ist að þeim eins og svölur.
— Þetta kostaði jarðarverð, sagði
Grierson. — Allar verzlanir í Fen-
eyjum voru umsetnar. Sem betur
fer fæ ég reikninginn greiddan.
Hann gaf hofmannlega bendingu
og gondólaræðarinn, sem varð fyr-
ir valinu, þaut fram. Craig og
Grierson stigu í land. Ákafur kurr
fór um mannfjöldann á hallarþrep-
unum, fyrstu gestirnir voru komnir
og tjaldið myndi áður en langt um
liði lyftast. Þeseus kom í Ijós, tók við
boðskortunum og hneigði sig. Hóp-
urinn andvarpaði aftur.
— Maður kemst ekki hjá þv( að
hafa einhverja tildurkennd, sagði
Grierson.
Þeir fóru inn á eftir sjómanni,
sem Þeseus hafði gefið fyrirmæli
um að vísa þeim veginn. Stóri sal-
urinn á neðri hæðinni var upplýst-
ur með Ijósastikum, heitt glamp-
andi kertaljósið yljaði svalan glæsi-
leik blárra veggjanna, blátt og hvítt
gipsmyndaloftsins. Á veggjunum
voru myndir og Grierson nam stað-
ar frammi fyrir einni.
— Þetta er bezta stæling á Titian,
sem ég hef nokkru sinni séð, sagði
hann. — Það væri fróðlegt að vita,
hver gerði hana.
— Titian, svaraði Craig.
— Titian, Verones, Tiepolo,
Longhi, Carpaccio — það er um
það bil milljónarfjórðungs virði
hér, sagði Grierson. — Það er stór-
kostlegt. En það var meira en pen-
ingar. Það var vald. Sömuleiðis
viðkvæmur punktur. Við annan
enda salarins var hljómsveitin frá
Róm að stilla hljóðfærin, ( hinum
endanum þjónar að fága glös, bak
við barborð blómum prýtt. Fyrir
aftan barinn var gosbrunnur. Það
var kampavín. Grierson bað um
glas, smakkaði og skók sig.
— Það er ítalskt, sagði hann.
— Franska kampavínið er í hinum
gosbrunninum, Sir. sagði barþjónn-
inn. — Hann verður ekki settur (
gang fyrr en Naxos kemur.
Þeir fóru upp stóra miðstigann,
þykkan, stórkostlegan, upp á aðra
hæð, þar sem völundarhúsherberg-
in opnuðust hvert inn ( annað, þau
sem snéru út að aðalskurðinum með
hlera fyrir gluggum, öll glitrandi
eins og perlur í kertaljósinu, sem
mýkti og undirstrikaði mildan lit-
inn á grænu brókaðinu, gulan og
bleikan Ijóma marmarans. Þeir sáu
herbergi, sem ætluð voru til eins
og annars. Bardagahanar galandi
í körfum. Herbergi með spilum og
öll spilin voru úr fílabeini, herbergi
til að dansa, til að heyja einvtgi,
til að elskast, og eitt langt, þröngt
herbergi, þar sem kertin voru Ijós-
eyjar á svörtu sundi og sandur bor-
inn á trégólfið. Craig snéri sér að
Grierson.
— Einvígisherbergi? spurði Grier-
son.
— Hvað annað? spurði rödd.
Grierson sneri sér að dyrunum.
Feitur maður stóð rétt innan við þær,
feitur maður með titianrautt hár og
engilsandlit eftir Tiepolo. Hann var
klæddur sem kardínáli og hélt á
purpurarauðri grímu á fílabeins-
haldi.
— Þú hlýtur að vera Pucci, sagði
Craig og gekk til hans.
— Yfirteiknari regisseur, fram-
kvæmdastjóri og gjaldkeri hússins,
sagði feiti maðurinn. — Pucci. Hann
hneigði sig.
Craig hélt áfram til hans. Stíg-
vélaklæddir fæturnir næstum hljóð-
lausir á sandbornu gólfinu og stutt
sverðið dróst á eftir honum. Eins og
köttur, hugsaði Pucci. Banvænn
þokki, glæsileg grimmd. Nákvæm-
ur og rándýrslegur og hræðilegur.
Þegar hann drepur, hreyfir hann
sig eins og dansari. En samt er sá
dauður, sem hann slær.
— Ég er Craig — sé um öryggið.
Þetta er Grierson, hann hjálpar mér.
— Ljómandi, sagði Pucci. — Ég
verð að útskýra fyrir yður skemmti-
atriðin. Meðan hann talaði, jókst
sjálfsálit hans á ný. Feneyjar myndu
ekki sjá neitt Kkt þessu, aldrei aft-
ur. í stóra salnum niðri dansinn,
þar sem fyrrverandi konungar,
fiimstjörnur, aðalsrrienn, nautaban-
ar, kappaksturshetjur, óperusöngv-
arar, þvottaefnisframleiðendur,
hnefaleikarar, þúsund dollara
vændiskonur, skíðakappar, brugg-
arar, meðlimir sjö rtkisstjórna, fimm
herja og níu olíufélaga myndu
dansa twist, shout, cha-cha, loco-
motive og glide. Og uppi myndu
skemmtiatriðin fara fram. Lifandi
málverk með leikurum, sem tóku
að sér hlutverk úr málverkum Titi-
ans, atriði úr sögu Feneyja, og
harpsikord leikari, sem lék það
sem honum var sagt, spilað, daðr-
að og einvígi háð.
— Hvað? spurði Grierson.
— Einvígi, sagði Pucci. — Tveir
skylmingameistarar — það er allt
í efnisskránni. Hafið þið ekki efn-
isskrá?
— Nei, sagði Craig. — Naxos
gleymdi að láta mig hafa hana.
— Mér finnst það skrýtið, sagði
Pucci.
— Mér líka, sagði Craig. — Mér
líka.
— Getur fólkið gengið um báð-
ar hæðirnar? spurði Grierson.
— Og þakið, sagði Pucci.
- Þakið?
— Þar er garður. Þar er hægt
að fá sér að borða og hlusta á
gondólasöngva. Það verður stór-
kostlegt.
Mennirnir tveir yfirgáfu hann,
og honum flaug aftur í hug, hve
stórkostlegt það yrði, eftir dauða
Craigs. Erfiður maður að drepa.
Þakið var l(ka völundarhús, tré
f stórum kerjum, hulduljós, stólar
og borð, barir og skápar og blóma-
bekkir. Craig horfði örvæntingar-
fullur yfir þetta. Fyrir neðan hann
glitraði aðalskurðurinn eins og olía,
og bakkinn hinum megin kvikaði af
Ijósum.
— Við getum alveg eins drukkið
okkur fulla, sagði Grierson. — Ef
einhver ætlar að ná í vin þinn, höf-
um við enga möguleika.
— Víst, sagði Craig. — Aðeins
einn — þjóninn.
Hann gekk á undan aftur nið-
ur í danssalinn, ofan í eldhúsið, þar
sem þjónarnir, kokkarnir og að-
stoðarmennirnir unnu eins og djöfl-
ar að því að undirbúa móttöku f
Hilton hóteli í helvíti. Þeseus hafði
sagt hverjir þeir voru og enginn
skeytti um þá. Allir voru of önn-
um kafnir. Þeir fóru aftur inn (
danssalinn og biðu þar til þjónn-
inn kom. Craig beið eftir að hann
legði frá sér bakkann með glösun-
um, og talaði svo lágt á grísku. —
Farðu út í hinn endann á salnum,
sagði hann. — Eða ég drep þig.
Þjónnin snéri sér snöggt við og
Craig dró grímuna niður af and-
litinu. Tjáningarlaust andlit, ekki
grimmt, ekki með hefndarlöngun,
ekki með miskunn. Þjónninn fór. Of-
an úr einvígisherberginu glamraði
í stáli og Pucci hrópaði af ánægju,
leikararnir voru komnir. Craig gekk
á undan, fram ( herbergið, sem
hafði verið gefið honum til að-
seturs. Þar greip hann í þjóninn og
hrinti honum. Þjónnin skall á veggn-
um, stundi en sagði ekkert.
— Æptu, sagði Craig. — Það er
það sem heiðarlegt fólk gerir. Æp-
ir á lögregluna.
— Þú myndir drepa mig, hvísl-
aði þjónninn.
— Kannske ,sagði Craig.
Þjónninn sneri sér að Grierson
og reyndi að grilla bak við grím-
una merki um miskunn og með-
aumkun.
— Ég hef ekkert gert, Sir, bablaði
hann. — Ég veit ekkert. Ef herra-
mennirnir álíta mig hafa gert eitt-
hvað rangt ........
Orðin runnu út ( samhengislaust
hræðsluþvaður. Hendur Craigs voru
krepptar frammi fyrir andliti hans.
í annarri var flaska af sólarolíu.
Hljómsveitin tók að leika samba.
— Sólin hefur farið illa með þig,
sagði Craig. — Þú ert allur rauður.
Notaðu þetta. Svona. Notaðu það!
— Ég þarf þess ekki, sagði þjónn-
inn!
— Notaðu það samt, sagði Craig.
— Hérna.
— Hversvegna?
— Það kostar tvö þúsund lírur
flaskan. Ég skal gefa þér tfu þús-
und, ef þú notar það. Tuttugu þús-
und. Ég er hinsegin. Ég er brjálað-
ur í náunga, sem nota sólarolíu.
Þjónninn stundi og huldi andlit-
ið í höndum sér.
Craig greip f hár hans og kippti
upp höfðinu.
— Sjáðu, sagði hann. Hann skrúf-
aði lokið mjög varlega af og snéri
sér að Grierson. — Haltu honum,
Framhald á bls. 43.
46. tbi. VIKAN 25