Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 33
Peking - París Framhald af bls. 17. Collingon studdi félaga sinn. Hann sagði, að án fullgildra vegabréfa væri ferðin dauða- dæmd, og því ófarandi. En God- ard mótmælti. Hvort sem ég hef vegabréf eða ekki, hvort sem ég fer einn eða með fleirum, ætla ég að aka Spijkernum út úr Peking 10. júní. Og Pons tók í sama streng: Við Foucault kom- um hingað til að sanna, að vél- vagninn sé farartæki framtíðar- innar, og ekkert geti stöðvað þá þróun. Við myndum gera okkur að athlægi, ef við færum aftur sömu leið og við komum. En du Taillis vissi, að bæði Godard og Pons voru of illa staddir fjár- hagslega, til að geta nokkurn- tíma komist neitt verulega frá Peking, ef ekki kæmu fleiri til. Og aftur var það Borghese, sem í fáum, vel völdum orðum kom í veg fyrir, að ævintýrið rynni út í sandinn: Herrar mínir, hvaða niðurstöðu, sem þið komizt að, hef ég tekið ákvörðun, sem ekki verður breytt. Ég legg af stað á mánudaginn. Og þá var ekki meira að segja. Það rumdi eitthvað í de Dion ökumönnunum, en ef Borghese prins færi, gætu þeir ekki með óskertan heiður hætt við. 31. maí höfðu bílarnir komið með Admiral von Tirpitz: De Dionarnir tveir, Contalinn og Spijkerinn. Snemma dags fóru viðkomandi leiðangursmenn til Tientsin, en skipið var ekki kom- ið. Þeir fengu höfðinglegar mót- tökur og veizlu í enska klúbbn- um á staðnum, og voru að ganga til hvílu um kvöldið, þegar Kín- verji með fléttu kom hlaupandi og tilkynnti komu skipsins Mennirnir hröðuðu sér niður á hafnarbakkann. Hve fljótt var hægt að fá bílana í land. Godard var ær af eftirvænt- ingu. Hann hafði með sér nokkra nýunna aðdáendur og espaði þá líka með því að lýsa fyrir þeim kraftaverkunum og þeirri tæknilegu fullkomnun, sem þeir myndu innan skamms augum líta. En foringjarnir á Tilpitz voru ekki eins bjartsýn- ir. Því miður voru bílarnir neðst í lestinni, og það væru að minnsta kosti 48 klukkustundir, þar til að þeim yrði komið. Því miður. Hnípinn hópur hélt aftur til hótelsins, og þessa nótt kom du Taillis, sem deildi herbergi með Godard — og borgaði að sjálfsögðu fyrir báða — ekki dúr á auga fyrir hrotunum í hon- um. En nóttin var þeim ekki ýkja löng, Godard var kominn niður á hafnarbakka klukkan fimm um morguninn og hvarf þegar ofan í lest. Ráðamenn skipsins fengu ekki rönd við reist, Godard fór eins og felli- bylur um lestina og stjórnaði verkamönnum og bómustjórum: Krækja þarna, binda hérna, stafla þessu þangað .... klukkan sjö um morguninn stóð kassinn með Spijkernum á hafnarbakk- anum. Og Godard talaði og talaði og útmálaði fyrir hollenzka kon- súlnum í Tientsin, hvílíkt tækni- legt undur þessi hollenzki bíll væri, og konsúllinn hreifst. Ann- ars var hann ekki hingað kom- inn svona í býtið til að dást að framleiðslu landa sinna, heldur af því að skipafélagið hafði kall- að hann á staðinn út af ógreiddri skuld að upphæð 3000 frankar fyrir flutning frá Marseilles á hollenzkri bifreið af gerðinni Spijker. Godard harmað i það mjög, að konsúllinn hefði verið ónáðaður í nætursvefni út af þessu lítilræði, en það stæði bara þannig á, að hann hefði ekki fengið senda peninga sína frá Frakklandi, árans póstþjón- ustan í Rússlandi og Síberíu væri öll í molum. Það kæmi sér bíöv- anlega, ef lagt yrði hald á bílinn núna, þegar aðeins vika væri til stefnu — myndi kannski Mon- sieur le consul....já, áuðvitað, hvílíkur skilningur og hvílíkur heiður — trygging, það var ein- mitt það sem þurfti! Þá myndi rætast úr þessu öllu! Og konsúll- inn lagði af stað til skrifstofu skipafélagsins til að leggja fram trygginguna, en Godard fylgdi honum á leið — væri hugsan- legt, undir þessum einkar óþægi- legum kringumstæðum, að setja einnig tryggingu fyrir þessu lítil-r ræði, sem kostaði að flytja bíl- inn með lest til Peking. Eftir smá mistök á lestinni ■— flutningavagninn sem flutti Con- talinn og de Dion Cormiers týndist á leiðinni — voru loks allir bílarnir komnir til Peking. Godard réðist með offorsi á kass- ann og tætti spýturnar utan af Spijkernum; í Marseilles hafði hann aðeins ekið honum upp á fleka og slegið í kringum hann, svo hann var tilbúinn til aksturs. Hann notaði eina hliðina úr kass- anum fyrir brú til að láta bílinn renna ofan af brautarvagninum, og andlit hans ljómaði eins og hann væri knúinn sólarorku. Og með sínu venjulega fasi, sem leiddi til þess að du Taillis gaf honum aukanefnið Gortarinn frá Góbíf Tartarin du Gobi), til- kynnti hann: Bara að kippa í sveifina og keyra af stað! Einn kipp .... æ, bensín! Collingnon gat ekki fengið af sér að spilla gleði hans og rétti honum einn brúsa af birgðum de Dion. God- ard hellti því á geyminn, og kippti svo einu sinni í, eins og hann hafði áður sagt. Spijker- inn tók undir eins við sér. God- ard stökk upp í og brenndi af stað, án þess að vita hvert hann var að fara, þar til hann var stöðvaður við Hlið hins himmn- VitiO bér... Að þér getið fengið þær B E Z T U fóanlegu snyrtivörur nú, fyrir minna verð en nokkrar aðrar í sama gæðaflokki. JPIERRE ROBERT (S J nstitutde Beauté Pierre Robert,36,Ruedu F.uibourgSaint H(nioré,Paris. býflur yflur bafl. og miklu meira, með þeirra þekktu og frægu vörum t.d. Ldb Bronze........... Andlits maska Hreinsunarkrem ...... Silk hárlakk Skin Tonic .......... Silk Shampoo Make up.............. Augnabrúnalit Púður ............... Varalitapensla Varaliti (líka sanseraða) . . Ilmvötn Svitakrem ........... Eye liner (í öllum litum) og fl. ÞÉR GETIÐ VERIÐ VISSAR, EF ÞAÐ ER PIERRE ROBERT SNYRTIVÖRUR licykjavík: Oculus, Akurcyri: Apótek Akureyrar, Mirra' Akranes; Snyrtivöruverzlunin Gjafa- og snyrtivöru- Drangey, búðinni. { .... „ Tr , . . , Gyðjan Isafjorður: Verzlunm Isól, Snyrtivöruverzlunin, Keflavík: Snyrtivöruverzlunin Laugaveg 76, Asa, Mæðrabúðin Domus Siglu- Medica v/Egilsgötu, fjörður: Kf. Siglufjarðar, Snyrtihúsið, Austur- Vcstmanna- stræti 9, eyjar; Silfurbúðin. ISLENZK-AMERISKA Verzlunarfélagið H/F • Aðalstræti 9, Simi-17011 46. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.