Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 29
Lék í samkvæmi hjá Soffíu Ldren Framhald af bls. 14. Gunnar Jökull hefur sannarlega haft nóg að gera síðan hann gekk í lið með piltunum í „Syn". Hljóm- sveitin hefur víða farið undanfarna mánuði, m.a. haldið hljómleika f Frakklandi, Hollandi, Þýzkalandi, Spáni og í Sviþjóð. Þeir keyra um í splunkunýjum Taunus, sem þeir eiga auðvitað sjálfir. Þegar kvikmyndahátíðin í Cannes stóð sem hæst, léku piltarnir þar ( „Valbonne Club" — en mest þótti þeim til koma, er þeir léku ( sam- kvæmi hjá Soffíu Loren, en þar snjóaði inn mörgum frægum stjörn- um. Eins og fyrr segir er Gunnar að- eins 17 ára gamall. Hann byrjaði að leika opinberlega á trommur 13 ára gamall og lék þá með Tónum í Lídó, en með þeirri hljómsveit lék hann næstu þrjú árin. Hann inn- ritaðist í Verzlunarskólann, en þar sem trommurnar áttu hug hans all- an, hætti hann fljólega námi og sneri sér fyrir fullt og allt að trommuleiknum. Það er ekki loku fyrir það skot- ið, að Gunnar og félagar hans komi hingað til lands innan tiðar. En meðan Gunnar dvelst ( heims- borginni geta vinir hans og kunn- ingjar skrifað honum til 166 Salmon Street, Kingsbury, London N.W.9. Feluleikur Framhald af bls. 13. — Þú kynnist auðvitað fjölda manns, það hlýtur maður í þinni stöðu að gera, sérstaklega kvenfólki, sagði hún. — Þessi borg er auðvitað full af fögrum konum, það hljóta menn í þinni stöðu að verða varir við. Þetta er allt sjónhverfing, and- styggileg sjónhverfing, allt gert til að sýnast. Sviðsljós, farði og andlitsaðgerðir. Þetta er allt til að töfra og blekkja. En nú vil ég njóta þess að horfa á raun- verulega konu, ekki sýningar- stúlku, — nú vil ég bara horfa á þig. — Þetta er nú önnur elskuleg lygi. En þetta er nú samt skemmtilegt, miklu skemmti- legra en sannleikurinn, sagði hún og hló. — Sannleikurinn getur oft verið ósköp leiðinlegur. Hann pantaði aftur í glösin. — Ég ætti ekki að drekka meira. Ég meina það, sagði hún. — Það gæti verið leiðinlegt fyrir þig, ef þú þyrftir að bera mig sofandi út héðan. Hvað heldurðu að þjónarnir hugsuðu? Honum fannst hún óvenju að- laðandi. Hann óskaði þess inni- lega að hann hefði í raun og veru þekkt hana á æskuárunum. Hún brosti glettnislega. — Blessaður vertu ekki að segja mér það, ég veit vel hvað þú hugsar. Þú manst vel þegar ég leið útaf í miðjum stráka- hópnum forðum, — ég var ör- ugglega ekkert augnayndi þá. Viðurkenndu það bara, viður- kenndu að það var einmitt það sem 'þú varst að hugsa um. Hann hló. — Ég skal viðurkenna það. — Það var hræðilegt og sann- arlega var ég ekki kvenleg. Ég var svo aum daginn eftir, að mig langaði ekki til að lifa. Ég hafði mestan hug á að fela mig, og það gerði ég líka. Ég svaraði ekki einu sinni í síma næstu daga. Mér fannst verst að þú skildir vera áhorfandi að þessari niður- læingu minni. — Mér fannst þú dásamleg. Ég var reglulega snortinn. Aldrei hefi ég séð slíkt gert með slíkum yndisþokka, það hefði sómt sér vel á hvað leiksviði sem er. — Nú ertu að skrökva, og það svo um munar! — Ég endurtek það, sagði hann. — Þú lást þarna eins og sofandi kóngsdóttir. Þú varst auðvitað dálítið fölleit, náföl, en samt sem áður fallegri en nokkru sinni áður. — Föl? Ég var auðvitað græn í framan. Ég hlýt að hafa verið eins og dauðinn uppmálaður. Það var ég næsta morgun og ég var eiginlega blágrá í nokkra daga. Svo var það smánin, að all- ir skyldu vita þetta. En verst fannst mér að þú skyldir sjá mig svona. — Þakka þér fyrir, minn er heiðurinn. En mér þykir fyrir því að hafa valdið þér þessum á- hyggjum. Hann lagði hönd sína yfir hennar; það var aðeins snerting, eins og til áherzlu. — Hvað segirðu um drykk núna, áður en við snúum okkur að fastara fæði. — Nei, þakka þér fyrir, göf- ugi herra. Ég skal nefnilega trúa þér fyrir því að það er ekki laust við að ég hafi fengið svolítinn fyrirboða áðan. Hann pantaði matinn. — Ef við tölum um sannleik- ann, þá er hann auðvitað sá að þú tókst alls ekkert eftir mér, þú varst svo upptekinn af þessari stelpu. Ég er alls ekki frá því að það hafi verið þessvegna sem ég drakk svona mikið þetta kvöld. — Þetta er ósanngjarnt, sagði hann, — og þessutan er það langt frá sannleikanum. Hann er nefnilega sá, að ég kom einn í þetta samkvæmi, í þeirri von að þú tækir eftir mér. — Ó, nei! sagði hún. — Það þýðir ekkert fyrir þig að segja mér að þú hafir ekki verið með þessari stelpu, þú varst alltaf með henni. — Þú varst bara í vondu skapi þetta kvöld. Ég var auðvitað töluvert með henni um þetta leyti. Hvað átti ég að gera, þú leizt aldrei í áttina til mín, þú horfðir í gegnum mig. Það er al- veg satt að ég kom þetta kvöld í þeirri von að það mætti takast að vekja áhuga þinn. En þú leiðst útaf í fanginu á mér. Hún virtist nú verulega undr- andi. — Hvað segirðu, leið ég útaf í fangið á þér? — Já, það var ég sem greip þig, sagði hann. — En þú varst í hinum enda stofunnar, sagði hún. — Já, en ég hafði augun á þér, sleppti þér aldrei úr augsýn. — Hvenær var það? — Þú mannst auðvitað ekki eftir öllu sem við töluðum sam- an það kvöld, en það er gott, því að ég viðurkenni að það var nokkuð ruglingslegt samtal. — Ég man ekkert eftir því. Augu hennar ljómuðu af kát- ínu. — Mannstu ekki eftir neinu? Honum fannst bros hennar eitt- hvað dularfullt. — Nei, ég man ekki til að við töluðum neitt saman. — Ég er eiginlega feginn því. En ég bjóst við að heyra frá þér alla vikuna. Svo hittumst við ekki raunverulega eftir þetta. Aðeins á götu, ef svo mætti segja, og þá beið ég eftir brosi eða einhverju merki um það að þú vildir hitta mig, en það skeði aldrei. Þessvegna er ég feginn að þú manst ekki eftir því sem við töluðum saman kvöldið sæla. Ég hefi alltaf haldið að þú hafir óskað eftir að muna það ekki, þessvegna er ég feginn að þú gleymdir því í raun og veru. Ég hélt þá og ég hefi alltaf haldið það síðan, að þú hafir látizt gleyma. — Þú verður að trúa mér sagði hún innilega. — Ég segi það alveg satt að ég man ekkert eftir því sem skeði. Ég man bara að allt hvarf mér í þoku og mér fannst gólfið lyftast. Svo var ég ofsalega hrædd um að verða veik frammi fyrir öllu þessu fólki. Mér finnst það furðulegt að þú skyldir vera við hliðina á mér all- an tímann .... -—- Já, og ég hélt i höndina á þér. — Hvað töluðum við um? — Það var víst ekki mikið af viti. Það var aðallega tilfinning- in og tónlistin. iVið vorum svo ung og kjánaleg. Mannstu nokk- uð eftir því að þú fórst að gráta. — Það hefur verið vegna á- hrifanna af víninu. Vin triste, þú veizt. Hann horfði á hana. Hún féll svo algerlega inn í hlutverkið að það var ekki á nokkurn hátt hægt að merkja það á henni að þetta væri leikur. Hann setti upp raunasvip og svaraði: — Það var það sem ég var hræddur um, að þetta væru áhrif frá víninu. , — Nei, alls ekki, sagði hún. — Að minnsta kosti ekki eingöngu þessvegna. — Ég trúi þér, mig langar reglulega mikið til að trúa því. Hún spurði, feimnislega: ■— Hvers virði eru líka nokkur orð? — Þú getur sagt þér það sjálf, aðallega viðkvæmnislegar spurn- ingar. — Já, sagði hún, — ég gat svo sem ímyndað mér það. En hvers- vegna hringdir þú ekki til mín? Hversvegna gerðirðu enga til- raun til að hitta mig aftur? — Settu sjálfa þig í mín spor. Ég hélt að þú værir fegin að gleyma þessu öllu. — Ó, drottinn minn! sagði hún. — Ef þú hefðir bara... Æ, hvað þýðir annars að vera að tala um UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? I»að er alltaf saml lelkurinn S hennl Ynd- isfríð okkar. Hún hefur faUS örklna hans Nóa elnhvets staðar i blaðinu og helttr góðum verðlaonum handa þeixn. sem #etur fundið Örktna. Vtrðlaunln «n stór'kon- fektkassi, fultur af besta konfvkti, og framleiðandinn er auðvltað SselgnHegerð- ln Nól. Síðast er dregið var hlaut verðlaunln: Ásta Þorláksdóttir, Barónsstíg 39, Rvík. Vinninganna má vitja 1 skrifstofu Vikunnar. 46. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.