Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 48
LILUU
LILJU BINDI
ERU BETRI
Fást í næstu búð
48 VIIÍAN 46-tbl-
sem hann hefur tekið Madeline
með sér hingað. Til þess að nota
hana sem skjöld. En þú veizt
þetta sjálfsagt allt saman, þegar
þú ert búin að tala við hann.
FISKUR MEÐ HNÍF.
Við morgunverðarborðið fór
Madeline að tala um, að hún
vildi gjarnan komast burt. Hún
leit ekki lengur eins vel út og áð-
ur. Hún var föl og þreytuleg,
eins og hún hef ði ekkert sofið um
nóttina.
— En kæra barn, þér ætlið
þó ekki fara strax? Þér eruð ný-
komin, og gestir okkar eru vanir
að vera hér í margar vikur, þegar
þeir eru loksins komnir.
— Ég þarf að fara til Ástralíu,
svo ég neyðist til að fara.
— Já, en kæra vina, Charles
segir, að þér hafið átt að
skemmta í Plantation klúbbnum
í þrjár vikur. Það væri okkur
sönn ánægja, ef þér vilduð dvelja
hjá okkur þennan tíma. Hún lit-
aðist um, og það kom æði í
augnaráð hennar. Grannar hend-
urnar gripu um borðbrúnina og
rödd hennar varð skerandi.
— Já, þetta er — þetta er mjög
vingjarnlegt — en ég vil ekki
vera hérna lengur! Fyrirgefið að
ég segi það, — þér og frú Mant-
esa hafið verið mjög gestrisin —
en þessi staður fer í taugarnar á
mér! Ég vil komast héðan! Rödd
hennar brast. Hún reyndi að ná
valdi á sér og sagði næstum
hvíslandi: — Ég hef hagað mér
asnalega. Fyrirgefið. John Mant-
esa hallaði sér samúðarfullur að
henni:
— Það er þessi bölvuð rigning.
Maður heldur að maður verði
glaður yfir rigningunni, þegar
hún er ekki, en vætan gerir að-
eins illt verra. Vonandi fáum við
glampandi sól á morgun og þá
förum við í skemmtiferð. Það er
yndisleg baðströnd ekki langt
héðan í burtu. Þar getum við
baðað okkur. Við getum synt út í
kórlarifin, og það er nokkuð, sem
þér megið ekki fara á mis við.
Takið nú lífinu með ró, ungfrú
Freeman, og njótið þess.
— Njóta þess? Haldið þér að
ég geti notið nokkurs hér? æpti
Madeline. — Þér verið að fyrir-
gefa mér, en ég er ekki með
sjálfri mér. Hpn reis á fætur og
fór frá borðinu. Það leið nokkur
stund áður en þögnin rofnaði.
— Það er víst ekki bara veðr-
ið, sagði Sheba og glotti kulda-
lega.
— Æ, vertu ekki að þessu
Sheba. Þú veizt fullvel, að verðr-
ið getur gert mann vitlausan,
sagði maður hennar.
— Það er ekki rétt að saka
veðrið um allt. Ég held fremtir,
að þetta sé hjartasorg. Hún leit
á Alan með köldum, bláum aug-
unum, og brosti til hans. —
Kannske fer það einnig í taug-
arnar á henni, að hún getur ekki
bdtnað í því hversvegna þér og
konan yðar komu hingað? Og í
sannleika sagt er það okkur öll-
um jafnmikil ráðgáta. Alan hló,
en hláturinn var allt annað en
ekta.
— Ó, við erum nú búin að
segja ykkur það allt saman,
Sheba. Og það er svo sem ekki
mikið að segja. Eins og þér vitið
erum við að svipast um eftir
plantekru og ...
— Já, en það finnst okkur ein-
mitt það merkilegasta, Alan. Þér
hljótið að hafa vitað það áður en
þér komuð hingað, að þetta er
hættulegasti staðurinn á öllum
skaganum. Við, sem áttum
þessar plantekrur áður en öll
lætin byrjuðu, áttum ekki ann-
arra kosta völ en að ‘bíta okk^r
föst hér eða missa allt. Allt jé
mitt og Johns er i þessari plant-
ekru. En það er hreinasta brjál-
æði að leggja fé í slíka eign á
þessum tímum. Ég trúi því raun-
verulega ekki, að þér séuð svo
mikill bjáni, Alan....
— Kannski er ég ekki bein-
línis bjápi, en ég get! verið þver
og þrár, þegar það dettur í mig.
Þeim mun meira sem fólk var-
aði mig við að koma hingað út-
eftir, þeim mun ákvéðnari varð
ég. Og á meðan lætin standa, get
ég keypt mér ágætan stað fyrir
lítið fé. Finnst ykkur það svo
asnalegt?
— Nei það finnst mér ekki,
sagði John. — Ég hef oft sagt, að
það sé hægt að gera góð kaup í
nágrenninu um þessar mundir.
Sheba leit reiðilega á hann.
— Þú getur svo sem leyft að
segja svona lagað. Þú þekkir allt
héraðið eins og þinn eigin buxna-
vasa, og þú þekkir þá innfæddu.
Þeir vinna fyrir þig .og þú getur
reitt þig á þá. Það sama gildir
ekki fyrir hvern sem er. Hann
veit ekki hvem hann getur feitt-
sig á. Hann á á hættu að komm-
únistarnir drepi bæði hann ogtfr"?
fjölskyldu hans. Svo bætti hún
hægt við:
— Og ég held einnig að Alan
viti þetta. Ég héld að hann hafi
vitað það, áður en hann kom
hingað, en hann kom samt og
það er það sem ég er hissa á . .:.
Fay greip fram í fyrir henni.
— Þér vitið, að okkur Alan
langaði líka til að heimsækja
Eve systur mína.
— Ójá, Eve. Ég get svosem^
imyndað mér, að þér vilduð hitta •
systur yðar. En Alan? Ég hef ■’
aldrei heyrt um mág, sem að
byrjar hjónabandið á því að leita
að mágkonu sinni. Hún reis upp
frá borðinu og sagði: — Vi$
skulum fá kaffið út á verönd-
ina.
— Fay hugsaði um Madeljne.
Hún var ánægð, þegar John
minntist á ferðina til strandarj„
innar.
— Það væri gaman, ef gel
okkar litist líka vel á þá hug-
mynd, sagði Sheba,
— Ég er alveg til í þetta, sagði
Alan. — Hvað um þig Fay?
— Ég held einnig að það gæti
SÚTAÐAR
GÆRUR '
TRIPPASKINN v:
KÁLFSKINN
* .• ;
Mikið
úrval
Hagkvæmt
verð
i
Sútunarverksmiðja
SLÁTURFÉLAGS
■ SUÐURLANDS
- srGrénsásvegi 14
íjSími 31250
Eínnig
LaugaVegur 45
Sími 13061