Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 43

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 43
r Sterk og vöndud Vercí vicf allra hæfi GódTir greicfsIuskiImálar Litaval á plastáklsetíi og bortíplasti Veltitappar á stólfótum án aukakostnada r ALLT í ELDHÚSIÐ Á SAMA STAÐ röddina var auglýsingabragð, sem Gunter Arendt átti hugmyndina að, viðurkennir Nancy og verður lit- verp. Nú, þegar hún er að verða fjórföld plötumilljónadama, þarf hún ekki lengur á slíkum brögðum að halda. ☆ Heklaður skokkur Framhald af bls. 47. HekliÖ framstykkiö eins. Vasalok: Fitjiö upp 21 loftl., byrjiö í 8.1. frá nálinni og liekl. 19 l. umf. á enda. Hekl. þannig í allt 5 umf. Hekl. annaö vasalok eins. GangiÖ frá stykkjunum meö því, aö leggja þau á þyklct stykkn, næla form þeirra út meö títuprjónum, leggja raka klúta yfir og láta gegnþorna næturlangt. Saumiö saman thliöa- og axla- sauma meö þynntum garnþræöin- um og aftursting, eöa lykkiö þá saman frá réttu. Hekl 1 umf. meö fasthekli i hálsmáli oq handvegi. SaumiÖ rifsbandiö á röngu viö hálsmáliö og handvegi og strekkiö dál. um leiö svo jaörarnir liggi sléttir. Hekl. 1 umf. fasthekl. í kring um vasálokin og festiö þeim síöan um 19 umf. frá cuclasaumum. PressiÖ aö lokum mjög laust yf- ir álla saurna meö örlítiö rökum klút. Dey ríkur dey glaður Framhald af hls. 25. sagði hann .Armar Griersons vöfð- ust um hann og þjónninn varð bjargarlaus. — Hvað heitirðu? spurði Craig. — Nikki. — Ertu á móti sólarolíu, Nikki? — Eg hef ofnæmi, sagði þjónn- inn. — Fyrir þessari tegund? Það hafa allir, sagði Craig. — Hver lét þig hafa hana? — Ég sá hvaða áhrif það hafði á timbur, sagði Craig. — Fór beint í gegnum það. Hver lét þig hafa það? Nikki stundi upphátt .— Eins og þú vilt, sagði Craig og hallaði flöskunni. — Nei, æpti Nikki. — Nei. Það var frú Naxos. Hljómsveitin lauk laginu á þrem- ur snöggum nótum. — Þú lýgur, sagði Craig og hönd- in með flöskunni kom nær. Nikki opnaði munninn til að æpa og með lausu hendinni rétti Craig' honum snöggan löðrung. í stað þess að æpa greip hann and- ann á lofti. — Við höfum ekki mikinn tíma, sagði Grierson. — Nikki hefur alls engan, sagði Craig. — Ég ætla að spyrja þig einu sinni enn. — Hver lét þig hafa það? — Frú Naxos, sagði Nikki, rödd- in áköf. — Ég sver það. Hún sagði að það væri upp á grín. Það myndi gera þig bláan, sagði hún. — Hversvegna ertu þá svona hræddur? spurði Craig. — Ég reyndi það á pappír. — Hver útvegaði þér starfið, Nikki? spurði Craig. — Fyrir hvern vinnurðu? Höndin ,sem hélt flöskunni, var yfir höfði hans nú. Flaskan hall- aðist, hallaðist. — Ég veit ekki hvað hann heit- ir, sagði Nikki. — Ég sver ég veit það ekki, Englendingur. Stór. Stærri en Þeseus. — Og hvað sagði hann þér að gera? — Ég á að taka við skipunum frá frú Naxos. Gera allt sem hún seg- ir. Naxos á ekki að vita það. — Hvaða skipunum? — Ég get náð í hvita duftið fyrir hana, sagði Nikki. — Heroin . — Hve oft? — Ekki, ennþá, sagði Nikki. — En hún veit, að ég hef það, ef hana langar í það. Meðan hann talaði, byrjaði hljómsveitin aftur, og Craig hreyfði höndina, hellti sólarolíu á andlit Nikka. Þjónninn æpti og það leið yfir hann. Grierson formælti. — Það slett- ist á höndina á mér, sagði hann. Craig yppti öxlum. — Það er að- eins sólarolia. Hann leit á meðvitundarlausan þjóninn. — Við skulum taka jakk- ann hans og buxurnar, sagði hann. — Við gætum þurft að nota það. — Eigum við að binda hann? Craig leit á þjóninn;hávaxinn, vöðvalinan, tekinn að fitna. — Nei, sagði hann. — Hann er meinlaus. Grierson gretti sig bak við grím- una. Craig fór aldrei kringum efn- ið, og þannig hafði hann komizt af, en það eyðilagði stundum sjálfs- virðingu annarra. — Þar að auki, bætti Craig við, — þegar hann sér, að hann er ómarkaður, langar hann ekki að hlaupast á brott — ekki buxnalaus. Um miðnætti sáu Craig og Grier- son Naxos koma. A einum eða öðr- um stað hafði Pucci fundið handa honum viðhafnarbát, sex árar hvorum megin, tveir bátsstjórar með krosslagða bátshaka í skut, flagg Grikklands og feneyska Ijónið blaktandi í stafni og undir silki- tjaldi á fjórum koparsúlum, Aristides I, olíupasja, kona hans við 46. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.