Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 34
SILKIMJÚKT OG SEIÐMAGNAÐ ILMANDI TALCUM FRÁ AVON Hin frægu fegrunar talcum . . . m|úk og fín . . . til hressingar eftir baðið — áður en þér klæðist. Veljið yðar uppáhalds ilm úr Somewhere, Topaze, Wishing, Here's my Hearf, Persian Wood, To a Wild Rose eða Jasmin og Lily of the Valley. _ >}<í A\ t)l) COSmETICS LTD G',''D NEW YORK • LONDON • PARIS eska friðar, hliðið inn í Keisara- borgina. Hann varð þannig fyrst- ur til að brjóta lög lögreglu- stjórans í Peking, að enginn chi-cho (olíuvagn) mætti ferðast um götur borgarinnar, nema þá dreginn af múldýrum — hæst tveimur. En hann var ekki einn um það, de Dionarnir komu fljótlega á eftir, þegar búið var að skrufa undir þá hjólin, en Contalinn var allur í stykkjum og varð að bíða betri tíma. Og næsta dag, meðan Pons og Foucault settu sitt farartæki saman, Dion-Bouton mennirnir grandskoðuðu de Dionana stykki fyrir stykki og Ettore Guizzardi horfði áægður á gírkassann í Itölunni, sem hann hafði tekið þrisvar sundur og sett saman, síðan hann kom til Peking, bara til gamans og öryggis, tók Godard alla sem hann náði til og fór með þá í skemmtiferðir fram og aft- ur um Pekingborg á Spijkernum. En þegar ferðin varð loks ekki umflúin, lét Cormier það verða sitt fyrsta verk að reka vélvirkj- ann, Lelouvier. Hann skilaði sér til Peking með fréttir af leiðinni, sem stóðu heima við þær óhag- stæðu upplýsingar, sem hvaðan- æva bárust af ástandi veganna. Það var svo sem engin ástæða gefin fyrir brottvikningu Lelouv- iers, það út af fyrir sig var nóg, að Cormier þoldi hann ekki, því það var Cormier, sem hefði orðið að umbera hann alla þessa leið. Áður en Cormier tók ákvörðun sína, gaf hann sig á tal við hinn fámælta Bizac, og spurði hann, hvort hann treysti sér til að þjóna báðum bílunum til Irkutsk, ef hann léti senda þangað annan vélvirkja? Bizac hugsaði sig um nokkra hríð, og sagði svo: Ég get sinnt tveimur bílum. Það er ó- þarfi að senda skeyti til Parísary Ef ég get það hluta af leiðinni, sé ég ekki hvers vegna ég get það ekki alla leið. Svo þagnaði hann, uppgefinn eftir þessa löngu ræðu. Þá var laust sæti í bíl Cormiers. Longoni var farlaus. Hann átti að vera í Fíat Gropellos greifa, sem mætti ekki til leiks. Cormier sagði Longoni, að hann gæti fengið að vera með honum, ef hann kæmist af eigin rammleik til Kalgan. Þangað hafði Cormier farþega, Goubault, sem franski herinn lánaði leiðangrinum fyrir túlk. Longoni var hæst ánægður og tók þegar í stað að leita sér að góðum, mongólskum smá- hesti, því það myndi taka bílana átta daga að ná til Kalgan, en á hesti yrði hann ekki nema fjóra. Því fyrsti áfanginn var al- verstur, yfir Nankowfjallgarðinn. Þar voru að vísu gil og gljúfur nógu breið fyrir bílana, en brekkurnar voru svo brattar, að þeir kæmust alls ekki upp þær og sjálfsmorð að fara niður. Það varð að fá dráttarlið — menn en ekki dýr, því að þau gætu ekki fótað sig í brattanum. Það var Borghese, sem fyrstur réði sér dráttarlið og samdi við það, 3000 franka fyrir bílinn. En til þess varð hann að létta hann um 500 kíló, niður í 1500 kg. annars vildi enginn vinnuflokkur líta við verkinu. Hann tók af honum allt boddýið, aukabensíngeym- ana og verkfærakassann og sendi það af stað á undan sér, til að setja það aftur á síðar. Og þegar Borghese hafði samið um 3000 franka, var ómögulegt fyrir hina að prútta meira. Og þeir áttu enga 3000 franka til að borga fyrir dráttinn. Rússnesk-kínverski bankinn lánaði þeim, sem taldir voru áreiðanlegastir. De Dion mönn- unum og du Taillis. Collignon lánaði Pons, sem enn hafði ekki fengið sendingu að heiman, og du Taillis hjálpaði Godard, sumpart vegna þess, að þessi kostnaðarlið- ur kom jafnvel forsjálustu skipu- leggjurum á óvart, en sumpart vegna þess, að hann var orðinn svo hrifinn af Spijkernum, sem honum leizt mun betur á í svað- ilfarir heldur en þessa veik- byggðu de Diona. Hann hafði þegar sent til Le Matin afar hag- stæðar lýsingar á Spijkerbílnum og möguleikum hans, og þær gerðu mikið til að létta skap Jacobusar Spijkers gagnvart Godard og endurreisa með hon- um trúna á þennan samherja hans í bjartsýninni. Og í sam- ræmi við trú sína á bílnum — kannski um leið til að hafa auga með fjárfestingu sinni — tryggði hann sér far með Godard. Það eina, sem du Taillis gat í sam- bandi við bílakstur var að snúa gangsveifinni, og þegar kom að því að gera við eitthvað var Godard jafn hjálparvana, svo möguleikar þeirra voru afar bág- bornir, ef eitthvað kæmi fyrir, nema samþykkt þátttakendanna um að hjálpast að yrði haldin út í æsar. Og nú, þegar komið var að brottför, var þátttakendalist- inn þannig: 1. 40 ha fjögra strokka Itala, ökumaður Borghese prins, Ettore Guizzardi véla- maður og Luigi Barzini far- þegi. Þyngd hlaðinn án áhafn- ar tvö tonn. 2. 15 ha fjögra strokka Spijker, ökumaður Godard, du Taillis farþegi. Þyngd 1400 kg- 3. 10 ha tveggja strokka de Dion-Bouton, ökum. Cormier, Longoni farþegi. Þyngd 1400 kg. 4. Samskonar de Dion-Bou- ton, ökumaður Collingnon, vélamaður Bizac. 5. 6 ha eins strokks tvígeng- 34 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.