Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 19
komið aftur í dag. Það er bezt að við lítum inn fyrir og gáum. Hann ók upp að húsinu og hringdi dyrabjöllunni. Eftir stundarkorn kom kínverskur strákur og opnaði dyrnar, og Charles heilsaði honum eins og hann væri gamall kunningi: Hann spurði, hvort herrann og frúin væru heima, en Kínverj- inn hristi bara höfuðið. Charles fannst skrýtið, að það skyldi vera ljós í setustofunni þegar eigendurnir voru ekki á staðnum. Kannske höfðu eigend- urnir lagt húsið undir sig með veizlu og látum. Hann ætlaði að fara inn og athuga það. Hann sagði: — Nú, en úr því að við erum komin, veit ég að frú Man- tesa hefði boðið okkur upp á drykk. Þar að auki langar mig til að sýna vinkonu minni, ung- frú Freeman, húsið. Kínverjinn kærði sig ekki um þetta og kom með ótal athuga- semdir um að húsið væri á öðr- um endanum, en Charles greip fram í fyxir honum: — Þvaður! Það skiptir okkur engu máli, þótt það séu lök yfir húsgögnun- um. Við viljum bara fá drykk. Svo gekk hann framhjá Kín- verjanum og ég á eftir. Hann virtist vera þarna öllum göngum kunnugur, því hann ýtti mér beint inn í setustofuna. Þar var allt í röð og reglu, nema að ein- hver hafði legið í sófanum og á borðinu við hliðina á honum lágu nokkur opin vikublöð. Þar lá einnig sígaretta, sem í hafði verið slökkt í flýti. Kínverjinn kom inn með glösin handa okk- ur og við sátum þarna og töluð- um saman stundarkorn. En ég hafði það á tilfinningunni að við værum ekki ein. Þessa sömu til- finningu hafði ég haft síðan við komum hingað í húsið. Það er eins og veggirnir hafi eyru. Skömmu seinna bað ég um að fá að fara á salerni, og Charles kallaði á Kínverjann og bað hann að vísa mér leið. Ég tók eftir því, að baðherbergið var með tveimur dyrum. Ég lét vatnið renna í vaskinn og það kom mér mjög á óvart, þegar ung stúlka stóð allt í einu í dyrunum. Dyr- unum, sem ég kom ekki inn um. Fyrst í stað hélt ég, að þetta væruð þér Fay, hún var svo lík yður. Ég fékk taugaáfall. Hún var mjög mögur og náföl. Það var eins og hún væri ölvuð. — Frú Farnsworth, eruð þér veik? stamaði ég. En um leið sá ég að þetta voruð ekki þér. — Ég er ekki frú Farnsworth. Ég er Eve systir hennar. Þekkið þér hana? Rödd hennar var lág og hræðsluleg. Ég kinkaði kolli. — Já, ég er að koma frá London og ég þekki manninn hennar ljómandi vel. Unga stúlkan sussaði á mig. — Uss — uss, hafið ekki hátt. Hún neri hend- ur sínar. — Þau mega alls ekki heyra, að við erum að tala sam- an. Ef þau heyra það... Hún þagnaði og hélt svo áfram svo lágt, að varla heyrðist. — Ef þér þekkið Fay og manninn hennar, verðið þér að vara þau við fyrir mig. Þau flugu út til plantekru Mantesa. En þau eru ekki örugg þar, þau eru í mik- illi hættu. Frú Mantesa fékk skeyti frá manni, sem heitir Charles Santers, ég var svo heppin að sjá það. Hann sagði henni, að Fay og maður hennar væru á leiðinni þangað, og að minnsta kosti maðurinn hennar hefði sérstaka ástæðu til þess að fara, og notaði fjölskyldutengsl Fay sem tylliástæðu til þess að heimsækja plantekruna. Mantesa fólkið flutti sig strax þaðan burt, og síðan ég kom hingað hef ég verið fyllt af eiturefnum. Ég veit að þau láta þau í matinn, sem þau gefa mér. En ég veit aldrei í hvaða mat eða hvenær, og ég neyðist til að borða eitt- hvað. Þér verðið endilega að vara Fay og mann hennar við og segja þeim, að þau séu í hættu, og að dagsetningin sé tuttugasti og fimmti. Kommún- istarnir ætla að reyna að leggja héraðið undir sig. Mantesafólk- ið ætlar að hjálpa þeim. Ó... Það heyrðist einhver hávaði hin- um megin við dyrnar. Hún greip andann á lofti og sneri sér við. Charles bankaði á dyrnar og kallaði: — Er eitthvað að, Made- line? — Nei, ég er að koma, hrópaði ég aftur. Hárið á mér var orðið svo hræðilegt, að ég varð að laga það. Madeline þagnaði. Hún leit af Alan og Fay, svo sagði hún: — Taktu um Fay, Alan. Mér sýnist, að það sé að líða yfir hana. Alan tók utan um hana, en Fay ýtti handleggnum frá sér. Það er allt í lagi með mig. Það hefur ekki liðið nema einu sinni yfir mig, og það var þegar ég var við fyrsta uppskurðinn. Það var afskaplega leiðinlegur at- btu-ður. Madeline hló. — Ég hélt að það myndi líða yfir mig í fyrsta skipti sem ég kom fram, en í staðinn leið yfir leiksviðsst j ór ann. Fay sagði í örvæntingu: — Alan, hugsaðu þér bara, ef þau vita, að Eve hefur talað við Madeline? Hvað gætu þau ekki látið sér detta í hug að gera við hana? — Ég held að enginn hafi heyrt til okkar. Við töluðum mjög lágt, og vatnið rann á með- an. Báðar dyrnar voru lokaðar. Fay varp öndinni léttar. Blóðið var byrjað að streyma um kinn- ar hennar á ný. — Charles og ég fórum tíl Plantation klúbbsins, því mig langaði að sjá hvernig hann liti út, áður en ég færi að skemmta þar. Ég er ekki sérlega snjöll í verunni, en ég reyndi að vera það. Ég hamaðist við að segja honum, að mig langaði til að sjá gúmmíplantekru og spurði hann út úr um Mantesafólkið. Hann sagði ekki mikið, en ég hafði á tilfinningunni, að hann væri hræddur, meira að segja mikið hræddur. Ég býst við, að hann sé alls ekki ánægður yfir því að vera kominn aftur til Malaya, en hann hafi neyðzt til þess. Ég fékk ekkert að gagni upp úr honum. En í flugvélinni í dag var hann hræðilega tauga- óstyrkur. Drottinn minn, hvað það var erfitt að fá hann til þess að taka mig með hingað. Ég held, að hann sé hræddur, ann- að hvort við frú Mantesa eða manninn hennar. Alan kinkaði kolli hægt. — Hvað var það, sem þú ætl- aðir að segja mér Fay? — Það var einnig um Charles. Við töluðum saman úti- á ver- öndinni, eftir að John Man- tesa og konan hans voru farin í rúmið. Ég held, að hann sé hræddur. Hann sagði hvað eftir annað, að hann myndi vilja hjálpa mér ef ég vildi hjálpa honum. — Gaf hann annars eitthvað fleira í skyn? Hún hristi höfuð- ið. — Hann var töluvert drukk- inn. Ég hugsa, að hinn muni jafnvel ekkert á morgun. Tunglið var komið hærra á himininn. Það kastaði hvítri birtu niður á stíginn til þeirra. — Það er víst bezt fyrir okk- iu- að hypja okkur inn, sagði Al- an. — Ég býst ekki við, að nokk- urt okkar langi til að fá malar- íu. Það fór hrollur um Made- line. — Ég get ekki ímyndað mér nokkurn stað, sem væri óheppi- legri til að vera veikur á en Happy Harmony plantekruna. Þau gengu öll heim að húsinu. Þegar þangað kom, sagði Alan: — Fay, þú ferð inn fyrst. Ef einhver spyr skaltu segja að þú hafir fengið þér göngutúr alein. Við Madeline komum rétt strax. Fay laumaðist eftir ganginum og inn á herbergi þeirra Alans. Hún gat ekki lengur haldið aftur af tárunum. Þau runnu niður um kinnar hennar, meðan hún hátt- aði. Hún var þakklát fyrir, að Alan var ekki hér og sá hana gráta. Hún reyndi að einbeita sér að því, sem Madeline hafði sagt henni um Eve, en þótt hún væri nærri utan við sig af á- hyggjum hennar vegna, gat hún ekki að sér gert að hugsa um Madeline og Alan eins ög hún hafði séð þau standa saman á stígnum. Hún sá stöðugt fyrir sér tárin renna niður eftir kinn- um Madeline. Hversvegna hafði hún grátið? Loks sofnaði hún og vaknaði í dögun við þrumur. Eldingarnar lýstu herbergið snöggt í gegn- um gluggatjöldin. Hún leit snöggt til hliðar við sig í rúm- inu; en þar var enginn. Svo gekk hún út að glugganum og renndi gluggatjöldunum upp. Það var byrjað að rigna. Hún stóð 'éitt andartak og horfði á óveðrið, svo fór hún í rúmið aftur. Þeg- ar hún vaknaði var orðið al- bjart. Alan sat á rúminu hjá henni og starði á hana. Það var eitthvað undarlegt við það, hvernig hann virti hana fyrir sér og ósjálfrátt rétti hún fram höndina og snerti hann. Hann var rennblautur. — Hefurðu verið úti í alla nótt, Alan? Hann kinkaði kolli. — Ég sendi Madeline í rúmið skömmu eftir að þú fórst. Ég þurfti að ganga frá dálitlu. Hlustaðu nú vel á, Fay. Skila- boð Eve eru alveg samhljóða því, sem við heyrðum þegar Jungman og Mantesa voru að tala saman. Við höfum ekki mik- inn tíma, og við verðum að vinna hratt. Hún settist upp í rúminu. — Hvað á ég að gera, Alan? Hann svaraði ekki alveg strax. .— Mér þykir ekki gaman að þurfa að biðja þig um það, Fay, en þú verður að einbeita þér að Charles. Komstu að því hvað hann ætlar að gera, og hvernig hann vill að þú hjálpir honum. Ef til vill er hann veiki hlekkur- inn í keðjunni. Þú verður að komast að því, hvort hugarfars- breyting hans er raunveruleg. — Hversvegna er svo nauð- synlegt að hugsa um hann? — Vegna þess að hann er flugmaður og flugvélin hans er hér. VIÐ VITUM EKKI OF MIKIÐ. Það rigndi allan daginn. Það var svo mikill hávaði af regn- inu, að þau heyrðu varla sjálf hvað þau sögðu. Regnið dundi á taugum þeirra. Taugar Fay máttu ekki við miklu, eftir sam- tal hennar við Alan um morg- uninn. Hún var örþreytt og hrædd og óróleg. Hún vissi, að hún átti að hugsa um það sem Alan hafði trúað henni fyrir, að komast að því hvað Charles meinti með því, að hann ætlaði að hjálpa henni ef hún hjálpaði honum. En hún gat ekki að sér gert að hugsa um Alan og Made- line. Það var ekki alltaf gaman að vera ástfanginn! Það varð heldur ekki betur séð, en að taugar Mantesafólksins væru ekki í sem beztu standi. Hvað hafði gerzt milli Charles og Shebu í nótt? Fay heyrði þegar hún sagði Charles, að hún hefði séð um John en hugsum okkur, að hann hefði vaknað. Það fór hrollur um hana. Hún þakkaði fsrrir að hún var ekki Sheba, því John var hvítglóandi af reiði. Og ef Charles hafði verið taugaóstyTkur kvöldið áður, var hann það ekki síður í dag. Mjótt, laglegt andlit hans var náfölt Framhald á bls. 44. 46. tbl. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.