Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 39

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 39
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ölíkt útlit TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagmngunm. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. lék á möndli og stýrishjólin hreyfðust með því. Þeir Contal- félagar voru í langsamlega mest- um vandræðum með farangur- inn, og það var hinn góðhjartaði Godard, sem hljóp undir bagga og flutti fyrir þá persónulega muni þeirra, teppin og matvælin. Þeir Contalmenn höfðu ekkert með sér af skóflum eða öðrum slíkum verkfærum, né heldur út- búnað til að komast upp úr aur eða sandbleytu; að vísu var far- artækið ekki þungt, þegar allur farangur hafði verið tekinn af því, en þó seig það í þegar til lengdar lét. Spijkerinn var lang glæsileg- asta farartækið. Godard hafði hresst upp á málninguna og sett myndarlegt hvolftjald fyrir far- angurinn aftan á. Það var mikil viðhöfn, þegar leiðangurinn var tilbúinn til brottfarar, ræðuhöld og flugeldar, hljómsveit lék og fulltrúar viðkomandi þjóða gáfu sínum mönnum flögg á bílana. Svo gaf eiginkona fyrsta sendi- ráðsritara Frakka rásmerkið, og fylkingin sé af stað. Fyrst kom hljómsveitin, síðan fulltrúi Le Martin í Spijkernum, og saman við heiðursskothríð fallbyss- anna, springa flugeldar og belj- andi hljómsveit í fararbroddi gjammið i Pékine — litlu tíkinni hans Godards. Að lokum náði fylkingin norðurhliðum borgar- innar, og ökumennirnir hertu förina. Léttur regnúðinn safnað- ist um þá og vegirnir voru orðn- ir leðjustrik með hvössum stein- um, sem skóku bilana óvægilega. Hér varð að fara hægt og nota lægstu gírana. En hvað um það, sögulegasti þolraunaakstur ald- arinnar var hafinn, Peking að baki; framundan var París eftir ótrúlega og ófyrirsjáanlega erf- iðleika. Og Pékine gjammaði. Bílaprófun Vikunnar Framhald af bls. 9. sambandi við það, að hægt er að opna allt framrúðustykkið í einu lagi. Að aftan er hægt að opna bfl- inn upp á gótt. Hurðinni er skipt í tvennt þversum, og opnast efri helmingurinn upp en hinn niður. Þannig útbúinn gleypir blllinn ein- hver ósköp, og aftursætinu má kippa út í snarheitum, ef flytja þarf mikið. Bilið, sem annars verður frá aftursæti aftur að hurð, er eina farangursrúmið f bílnum, þegar hann er fullsetinn, og sannarlega ekki of mikið. Enda hafa margir sett á þá toppgrindur til að geta haft eitthvað með sér. Vélin er sex strokka, 105 ha, og virSist úrvals gripur. Ég minnist þess ekki, aS nokkur vél sem ég hef kynnzt, fari eins vel í gang. Rétt a3 koma við lykilinn, og Fordinn malar eins og giaður köttur. Og þegar komiS er í land, sem er erfitt yf- irferSar, þá er verulega gaman aS Bronkónum. Eini verulegi gallinn þá er aS mínu viti sá, aS ekki er hægt aS láta bflinn fara nógu hægt, svo maSur hef- ur tilhneigingu til aS syndga upp á kúplinguna og þaS er ekki nógu gott. Þetta á við úm þann meS lægra drifinu, hvaS þá þann meS því hærra, en hægt er aS velja um tvö drif í bílinn. Skifting milli drifa f bílnum er gerð með stöng, sem er á sama stað og venjuleg gírskiptistöng á bílum, sem hafa gólfskiptingu. Ég bjóst við, að maður myndi meira fálma eftir henni en raunin varð á, kannski er ég bara orðinn vanur stýrisskiptingunni .Drifskiptistöng- in hreyfist fram og aftur, val um fjórar stillingar, og skilin milli þeirra ekki alveg nógu glögg. Oþarfi á að vera að nema staðar til að skipta milli drifa, og þetta er rétt, hvað snertir endastöður stangarinnar, en til þess að finna fyrir víst millistiilingarnar verður maður að nema staðar og prófa sig áfram . Ekki varð ég gripinn Broncóæði, þótt ég settist um stund undir stýri tveggja Bronkóa. Hins vegar var ég sáttari við þá eftir að prófa þann seinni og skildi við þá með það á tilfinningunni, að gangverkið — vélin, gírkassarnir og drifin — væru góð vara og örugg, og eftir sem áður þykir mér bíllinn heldur fallegur. S. H. Ég get gert betur en pabbi Framhald af bls. 21. an stað gegnum farangursgeymsl- una. En eiginkona Billys stóð eftir á vellinum og var hrint um koll af æstum skrflnum. Maðurinn, sem hefur haft mest áhrif á söngferil Nancy fram til þessa, er aðalumboðsmaður henn- ar Lee Hazlewood, sá sem raunveru- 46. tw. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.