Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 13
Hann las bréfið aftur, í þetta sinn hæg-
ar, nam staðar á stöku stað eins og til
að leita einhvers sem gæti hrist upp
í endurminningum hans, en þótt hann
einbeitti sér að megni, gat hann ekki
komið bréfritara fyrir sig. Þó var
andi bréfsins hlýlegur og kunnug-
legur, benti til náinna kynna, nálg-
aðist jafnvel samsæristón og það hefði
átt að kalla eitthvað fram í huga hans.
Tuttugu ár, það var nokkuð langur
tími, þó virtist hún algerlega ósnortin
af því, hún virtist ekki skeyta neytt
um aldur og ár. Hann hugsaði með sér
að hún væri ein af þeim konum, sem
lifðu í rósrauðum æskudraumum og
trúðu á þá, neitaði brosandi að viður-
kenna tímans tönn. Honum fannst að
hún hefði verið sniðug og greind skóla-
stúlka og síðar tekið lítið tillit til óska
eiginmannsins og komizt létt yfir amst-
ur vegna barnanna og uppeldi þeirra.
Það var augljóst á þessu bréfi að hún
hafði ekki látið neitt trufla sinn eig-
inn persónuleika. En hann gat ekki
komið henni fyrir sig, það var af og
frá.
Þetta bréf hafði komið fyrir viku
síðan, til að undirbúa jarðveginn undir
komu hennar. Þótt það væri nokkuð
furðulegt, var hann ekki alveg óvanur
slíkum atvikum. Sem þekktur skap-
gerðarleikari var hann ekki óvanur
því að ókunnugt fólk, eða fólk sem
hann þekkti lauslega, kæmi til hans
í veizlum og á slíkum stöðum, til að
rifja upp gömul kynni. Hann hafði
líka fengið hamingjuóskabréf frá
gömlum kennurum og æskuvinum,
svo ekki sé talað um öll þau bréf,
sem hann fékk frá ungum stúlkum
og aðdáendum. Margar vildu stúlkurn-
ar fá hann til að hjálpa sér til frama
á ieiklistarbrautinni.
Hann las bréfið einu sinni ennþá.
Hún talaði um fólk, sem hann þekkti
ekki haus eða sporð á. Hún spurði
hversvegna hann hefði ekki komið á
bekkjarballið, það hefðu allir saknað
hans. Hafði hann gleymt gömlum fé-
lögum, vegna frægðarinnar? Þó var
þarna eitt nafn sem hann kannaðist
við. Það var nafn manns sem hann
hafði þekkt lengi og alltaf skipzt á
bréfum við um jólaleytið. Þeir áttu
margt sameiginlegt, t.d. fæddust dætur
þeirra um sama leyti og samtímis
höfðu þeir skilið við eiginkonur sín-
ar. Þeir hentu alltaf gaman að þessu
í jólabréfum sínum.
Hún hafði hitt þennan sameigin-
lega kunningja þeirra og sagði að það
yrði sér mikið ánægjuefni að geta
sagt honum fréttir af honum. En hún
var leið yfir að hjónaband hans hefði
haft svo skjótan endi. Henni fannst
að hann hefði getað skrifað sér og
sagt sér þessar fréttir, en hún sagðist
vita að hann væri svo önnum kafinn,
og að hún yrði að skilja að hans fyrra
líf væri eins og fjarlægur draumur.
Han reyndi að muna eftir henni, en
allt sem hann mundi frá æsku sinni
voru mismunandi skýr andlit. Hann
mundi eftir stúlkuandlitum, svo ótrú-
lega tærum, skærum augum og ljóm-
andi hári. En þó mundi hann enn þá
betur eftir klæðnaði stúlknanna, peys-
um og víðum pilsum, sem sveifluðust
í dansi. Hún hlaut að hafa
verið ein þeirra.
Bréfritarinn sagðist vona
að hún gæti komið til
New York bráðlega og
eftir bréfinu átti hún að
vera komin núna. Honum
fannst það eflaust ekkert
spennandi að fara slíka
ferð, sagði hún í bréfinu,
en þetta var nú samt það
sem hana hafði lengi
dreymt um; að yfirgefa
einfaldlega hversdagsleik-
ann, gleyma daglegum
skyldum, fara í leikhús og
búðir, eyða peningum, já
jafnvel eyða meiri pen-
ingum en hún hefði ráð á.
Það yrði dýrðlegt að
sjá hann aftur, eftir öll
þessi ár. Hún vonaðist
líka til að hitta gamla
kunningja, sem sagt, ætl-
aði hún að reyna að gera
sem mest og njóta lífsins.
Hún vissi vel að hann var
mjög upptekinn, en var nú
samt ekki veik von um
það að hún gæti séð hann?
Hann leit í minnisbók
sína, og sá að hann var í
raun og veru mjög upp-
tekinn um þetta leyti, en
Þau voru alger-
lega ókunnug,
alls ekkl gamlír
vinir, en ævln-
týralegt kvöld
beið þeirra.
hann hlaut að geta stolið
smátíma milli stefnumóta
og æfinga. í versta falli
gátu það orðið mikil von-
brigði að hitta hana, en
tæplega verra en svo
margt annað, það gat líka
orðið skemmtilegt ævin-
týri. Ef hana langaði til
að upplifa ævintýri, gat
það verið að hann gæti
hjálpað henni til þess.
Hann hringdi á hótelið
sem hún bjó á. Þetta var
rándýrt hótel rétt hjá
Cenral Park. Rödd henn-
ar var syfjuleg þegar hún
svaraði, en breyttist strax
þegar hún heyrði hver
þetta var.
— Bobbý, hrópaði hún,
— en hve það er gaman
að heyra í þér. Mikið er ég
glöð yfir að þú skildir
hringja!
— Ég vona að ég hafi
ekki vakið þig. Ferðin
hlýtur að hafa verið erfið.
— Ja, ég viðurkenni að
ég fékk mér blund. Ég er
þreyttust af spenningnum.
Þvílík borg! Þetta er
hreint kraftaverk!
—■ Ég skal hringja seinna, þegar þú ert búin að hvíla þig. Mér
þykir fyrir því að ég truflaði þig.
—- Vitleysa bjálfinn þinn, sagði hún. — Ég kom ekki hingað til að
sofa, það get ég gert heima hjá mér. Svo er ég ekkert víss um að
þú hringir aftur. Nú, þegar ég er búin að ná sambandi við þig
sleppi ég þér ekki strax. Finnst þér ég vera hræðileg að segja þetta?
Jæja, mér er alveg sama hvað öðrum finnst, en hvað finnst þér?
Þau ákváðu að borða saman kvöldverð.
Þegar hún kom niður í andyri hótelsins, vissi hann strax að þetta
var hún, svo nákvæmlega uppfyllti útlit hennar vonir hans. Hún
gekk á móti honum, hröðum skrefum, með yndisþokka ungrar
stúlku, fögur, brosandi og fullkomlega eðlileg. Síðustu skrefin
hljóp hún, eins og til að hlaupa upp um hálsinn á honum, en hætti
við, studdi fingrunum á axlir hans og rétti honum kinnina, til að
taka við kossi. Hreyfingar hennar og framkoma voru svo eðlilegar,
að honum datt í hug að hún hefði verið búin að æfa sig.
Þegar hann hafði heilsað henni og kysst hana á kinnina, gekk
hún nokkur skref aftur á bak og virti hann fyrir sér. Svo horfði
hún hlæjandi á hann. — Þú hefur ekkert breytzt, þú ert alveg ná-
kvæmlega eins og í gamla daga, hrópaði hún glaðlega. — Auðvitað
ertu nokkuð grennri, en það er bara eðlilegt.
Hann gat ekki munað eftir því að hafa nokkru sinni séð hana áður.
f leigubílnum talaði hún stöðugt um það hve þessi borg væri dá-
samleg. Hún benti á fræga verzlun og frægan veitingastað og hróp-
aði upp. — Þetta er þarna í raunveruleikanum. Hún hafði dásamlega
hljómfagra rödd.
— Já, sagði hann, — og verðlagið á þessum stöðum er einna lík-
ast martröð.
Ó, sagði hún, — það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir þig að hlusta
á masið í mér, ég er svo sveitaleg.
Hann fullvissaði hana um að það væri öðru nær.
— Ég bjó hér, einu sinni. Vissirðu það? En það var nú bara eitt
sumar og það var rétt svo að maður dró fram lífið. Það var áður en
þú komst hingað, áður en ég giftist. Ég var trúlofuð og var ekki
alveg viss um hug minn. Það er gamla sagan. En í þá daga voru
ungar stúlkur sendar að heiman, bæði til að mannast og til að skoða
hug sinn. Hún hló. — Ég bjó í leiguhúsi fyrir ungar stúlkur og
reyndi af alefli að skoða hug minn og hjarta. Mig langaði til að
verða leikkona og mig dreymdi glæsilega drauma. Þú þekkir það.
Ég borðaði samloku í hádeginu og miðdegisverð á einhverju ódýru
veitingahúsi. Þegar Sumarið var á enda, langaði mig aðeins til að
fara heim aftur, þótt þú trúir því kannski ekki. Hún hló aftur. —
Mér fannst gamli bærinn vera paradís, og ég var gift, áður en ég
var búin að taka upp úr töskunum.
Bíllinn nam staðar fyrir utan veitingahúsið sem þau ætluðu að
borða á og var alltof dýrt fyrir kaupmátt hans. Þegar þau voru setzt
að borðinu og hann var búinn að panta drykk handa þeim, sagði
hún: — Ég skal segja þér nokkuð, ég bjóst alls ekki við að þú hringd-
ir til mín. Ég hélt að það væri afgreiðsluborðið. En ég þekkti rödd
þína undir eins, hugsaðu þér það að ég skildi þekkja rödd þína eftir
öll þessi ár.
— Þú hlýtur að hafa búizt við hringingu minni.
— Nei, þú mátt ekki halda það. En ég óskaði þess svo innilega, að
ég held að það hafi haft áhrif.
— Ég þekkti rödd þína, en þá verðum við að taka það með í
reikninginn að ég stóð betur að vígi, það var ég sem hringdi. En
þrátt fyrir það, held ég að ég hefði þekkt rödd þína.
— Það er auðvitað skemmtileg lygi, sagði hún brosandi, — en
það er ósköp fallegt af þér að segja þetta, vinur minn.
— Ég meina það, sagði hann. — Það er undravert, hve lítið þú
hefur breytzt. Ég mundi segja að það væri þá til hins betra. Hann
horfði á hár hennar, augun, hálsinn og varirnar, og aftur í augu henn-
ar. — Það getur verið að rödd þín sé dýpri, ja, ég myndi segja fyllri.
Annað er það ekki.
— Fólk segir þetta. Er það ekki skrítið, hve lítið við breytumst?
f öll þessi ár, úff. . . . Það var eins og hún væri með hroll, en samt
hló hún glaðlega. — Svo, allt í einu er allt búið. Allt farið, allt
breytt.... Drottinn minn!
— Ekki alltaf, örugglega ekki alltaf, sagði hann. — Konur, sem
hafa fegurðina að atvinnu.... Þær breytast, það hefi ég svo oft
séð og það er ömurlegt. En það er öðruvísi með margar aðrar konur,
þær halda ferskleika æskunnar miklu lengur. Auðvitað breytast
allar konur, en það er oft til hins betra. Þú getur verið viss um að
ég hefi oft séð slíkar óhjákvæmilegar breytingar, og ég hefi aldrei
séð það eins greinilega og nú. Það er ekkert dásamlegra til.
Hún roðnaði og augu hennar ljómuðu. Honum fannst hún dásam-
leg, en honum var Ijóst að hann varð að fara varlega, frekari aðgerðir
frá hans hálfu gátu eyðilagt þetta skemmtilega andrúmsloft sem
umvafði þau.
Framhald á bls. 29.
46. tbl. VIKAN 13