Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 5
hlyti að vera það úr því hún hélf
til hérna úti, yrði hún of önn-
umkafinn við að hella ofan í hann
kaffi til að mótmæla. Það voru tvær
konur að bíða eftir Nono, tvær
hóvaxnar, kuldalegar blondínur (
þröngum síðbuxum og þykkum
silkiblússum. Þær sótu hvor and-
spænis annarri í ískaldri þögn, eins
og systur eftir deilu, og hvað sem
þær óttu von á að sjá koma í
gegnum dyrnar, var þáð áreiðan-
lega ekki grímuklæddur spjátrung-
ur í rauðum klæðum með bjúg-
sverð sér við hlið og Djöfulinn (
fanginu. Þær þutu upp úr sætum
sínum og Grierson lagði Nono var-
lega á dívan og sneri sér að kon-
unum tveimur, sem voru teknar að
æpa.Grierson dró andann djúpt.
— Þegið þiðl þrumaði hann og
rödd hans yfirgiæfði hrópin eitt
andartak, en ópin héldu áfram.
Grierson dró andann aftur djúpt að
sér og ópin þögnuðu. Konurnar
horfðu á hann, spenntar eins og
kettir á hundasýningu, en þorðu
ekki að æpa af ótta við að hann
öskraði aftur.
— Nono Kður ekki sem bezt,
sagði Grierson.
— Fullur, sagði önnur blondínan.
— Aftur, sagði hin.
— Hann bað mig að skutla sér
heim. Miðað við kringumstæður
áleit ég rétt að gera það.
— Hver ert þú? spurðu blondín-
urnar saman.
— Ég heiti Philip Grierson,
sagði hann. — Við Nono vorum (
skóla saman.
— Hverjar eruð þið?
— Ég er Angelina Visconti, sagði
önnur blondfnan.
— Og ég, sagði hin, er di Tra-
verse greifafrú. Nú þegar við höf-
um kynnt okkur, finnst yður þá
ekki að þér ættuð að taka ofan
grímuna?
— Jú, að sjálfsögðu, sagði Grier-
son og gerði það.
— Og sverðið, sagði Angelina.
Hann hlýddi aftur.
— Þetta var nefnilega grímuball,
sagði Griedson.
— Ég veit, sagði Angelina. —
Hann var búinn að lofa að taka
mig með sér.
— Og mig, sagði greifafrúin.
— Ég held að hann hafi komið
einn, sagði Grierson og vonaði fyr-
ir Nonos skuld, að það væri rétt.
— Væri þér sama, þótt þú héldir
á honum inn í svefnherbergi?
spurði Angelina. — Mig langar
engin ósköp til að horfa á hann.
— Við verðum að tala saman,
sagði greifafrúin.
— Nono getur ekki talað næstu
dagana, sagði Angelina. — Þú ætt-
ir ekki að leyfa honum að drekka.
— Ætti ég ekki . . .
— Þegar allt kemur til alls, ert
þú konan hans. Hún sneri sér við
til að líta á Grierson, sem skyndi-
lega var orðið hrollkalt. — Jæja!
sagði hún.
— Ég skal með ánægju hátta
hann, sagði Grierson. Greifafrúin
yggldi sig.
— Gerðu það þá, sagði hún. —
Það er bara þetta — hvernig kemst
ég aftur til meginlandsins? sþurði
Grierson.
— í bátnum auðvitað, sagðí
greifafrúin. — Nono stal honum.
Ég á hann.
— Hann er mjög góður, sagði
Grierson.
— Hver keypti hann handa þér
elskan? spurði Angelina.
Grierson lyfti Nono aftur og fór
með hann inn í svefnherbergið.
Nono lá kyrr þar sem Grierson
lagði hann frá sér, en augu hans
opnuðust: — Gamli vinur, hvíslaði
hann. Grierson hallaði sér yfir hann.
— Var konan mín hér líka? Grier-
son kinkaði kolli. — Guð minn al-
máttugur, sagði Nono.
— Ég sagði, að þú hefðir drukk-
ið þig dauðan, sagði Grierson. —
Þú ættir að vera dauður áfram,
meðan ég fer burt með konuna
þína.
— Það er afskaplega hugulsamt
af þér, sagði Nono. — Get ég
nokkuð gert? ....
— Mig langar að hafa fataskipti, t
sagði Grierson og benti á fata-
skápinn.
Fötin í honum voru mátuleg á
Grierson og jakkinn sem hann valdi
sér var mátulega víður til að hylja
fyrirferð Smith og Wesson byssunn-
ar. Þarna voru sígarettur líka (
svefnherberginu og skoti. Grierson
fékk sér sopa og sneri sér síðan
aftur til Nono, sem lézt sofa og
leit ofan á náfölt andlitið.
— Það sem þú sagðir mér um
Swyven og Dyton-Blease — var það
satt? spurði hann.
— Guðspjallasannleikur, gamli
vinur, hvert orð, sagði Nono.
— Fyrir guðs skuld, talaðu ekki
hátt. En þeir héldu því öllu leyndu,
var það ekki, hvíslaði Grierson.
Nono kinkaði kolli, mjög dauft.
— Af hverju sögðu þeir þér það
þá?
— Þeir vildu fá mig með. Ég
átti að fara í utanríkisþjónustuna,
en það eina sem ég hef dugað
við, er kvenfólk. Ég get ekki drukk-
ið.
— Svona rétt fyrir forvitni: Með
hverri fórstu á ballið?
— Hún var sænsk, gamli vinur,
heitir Helga. Gallinn var bara sá,
að eiginmaður hennar birtist þar.
Nono teygði út höndina eftir glasi
Griersons, dreypti á skotanum. —
Hún er næstum eins há og ég. Svo
Ijós, að hárið á henni er hvftt.
— Þú virðist hrifin af hávöxnum
blondínum, sagði Grierson.
Nono drakk í botn.
— Hver er það ekki? sagði hann
hátt og svo dó hann.
Grierson hellti sér aftur ( glas
og fór svo aftur fram til kvenn-
anna.
— Ég heyrði Nono tala, sagði
Angelina.
— Hann rankaði við sér andar-
tak. Sagði ég gæti fengið lánuð
þessi föt, sagði Grierson.
— Enginn vafi, sagði Angelína.
— Maðurinn minn á þau. Hún hik-
aði. — Þú gerðir mér greiða — að
færa mér Nono aftur. Haltu þeim.
— Þakka þér fyrir, sagði Grier-
son.
— Hann færði okkur Nono aftur,
sagði greifafrúin.
— Vesalings Nono, sagði Ange-
lína. — Ég skal koma með hann (
heimsókn heim til þ(n, þegar hann
hefur náð sér, elskan.
— Jæja, þá það, sagði greifa-
frúin. — Við verðum líklega að
láta sjá okkur saman einhvern
tíma. Hún reis á fætur. — Nú verð-
um við að fara, Philip.
Grierson hafði llka risið á fætur,
gekk til dyra, horfði á konurnar
kyssast, fór útfyrir og tók negluna
úr hraðbáti Nonos. Það var glæp-
ur, hugsaði hann, við svona fall-
egan bát, en hann gat ekki átt á
hættu að honum yrði veitt eftirför,
og vonandi hafði Nono tryggt
hann. Hann fór um borð í hinn,
setti hann ( gang og beið þar til
greifafrúin kom.
— Því miður, sagði hann. — Þinn
er bensínlaus.
Greifafrúin brosti. — Sama er
mér. — Þessi er miklu betri. Rat-
arðu til Lido di Jesolo?
— Það held ég, sagði Grierson
og hjálpaði henni um borð. Svo tók
hann af stað. Vélarorkan var ofsa-
fengin.
Greifafrúin blaðaði ( kor.tum og
Grierson leit á stjörnurnar, fann
norðaustur og hélt stefnunni.
— Eiginmaður Angelínu keypti
þennan bát, sagði greifafrúin. —
Hann keypti líka minn. Báturinn
fór út af stefnunni, en Grierson rétti
hann aftur af. — Mér Kzt vel á þig
Grierson, sagði konan. — Ég held
þú sért simpatico. Svo sneri hún
yfir ( (tölsku og Grierson sagði
henni hversu fögur hún væri, þv(
hvað annað er hægt að segja á
ítölsku?
Svo fór greifafrúin undir þiljur
og Grierson stýrði áfram eftir stjörn-
unum. Hálfri klukkustund seinna
kom höfuð hennar ( Ijós og hún
sagði: — Það er bezt að þú komir
niður. Það er akkeri þarna einhvers-
staðar. Grierson lagði bátnum fyr-
ir festar og fór undir þiljur. Næsta
morgun varpaði hann akkerum við
Lido di Jesolo og yfirgaf greifa-
frúna sofandi. Hann leit út fyrir
að vera veikur, slæptur og (talskur.
Hann hringdi til Rómar úr veitinga-
húsi á síkisbakkanum, og maður-
inn, sem svaraði, var afar óánægð-
ur. Samt sagðist hann skyldi reyna.
Sjö klukkustundum s(ðar var Grier-
son ( London.
Fjórtandi kafli.
Þegar Craig rankaði við sér, var
háls hans og hægri öxlin logandi
þjáning, áköf, ólgandi, endalaus.
Hann skynjaði hana jafnalgjörlega
og kynferðisnautn; meðan hún
varði komst ekkert annað að. Hann
lá á grúfu og það leið ef til vill
mínúta áður en hann heyrði stun-
urnar og að minnsta kosti önnur (
viðbót, áður en hann skynjaði að
þær voru hans eigin. Þegar hann
víssi það tók hann að berjast, fyrst
við að kæfa hljóðin, síðan af al-
'efli að komast að því hvar harvn
væri, hvað væri hægt að gera.
Hann byrjaði á fingrunum. Hann
lá á grúfu og sá allt í móðu. Bezt
að komasf að því, hvað fíngurnir
gætu sagt honum. Þeir snertu eitt-
hvað mjúkt og lint. Þegar hann
þrýsti á, lét þetta undan. Hann
þrýsti fastar og stundi aftur, þegar
tók í axlarvöðvana. Hann kæfði
niður stunurnar og hélt áfram að
þrýsta, þar til hann gat setzt upp.
Hann lá ( rúmi. Það kom honum
kunnuglega fyrir. Þreyttur heilinn
sagði honum, að það væri rúmið
í klefa hans ( snekkju Naxosar.
Hann Iitaðist um, hægt, vandlega,
og sársaukinn f hálsinum tifaði og
sló eins og klukka. Pia Bousoni sat
í stól við snyrtiborðið. Hún var enn
í gervinu frá kvöldinu áður og ótt-
inn læddist slóttugur og áleitinn
yfir andlit hennar.
— Ég þarf að fá eitthvað að
drekka, sagði Craig. — Er nokkuð
að drekka? Hún hreyfði sig ekki.
— Skota, sagði Craig. Þú verður að
sækja hann. Ég get það ekki....
Hendurnar runnu til og hann var
næstum dottin, svo rétti hann úr
sér aftur. Stúlkan gekk hræðslu-
lega yfir herbergið, hellti í glas
og stakk þv( í hönd hans. Craig
dreypti á og sfðan aftur. Viskíið
brenndi sig inn ( vitund hans.
— Samkvæmi Naxosar, sagði
hann. — Ég var uppi á þaki. Þú
ætlaðir að fara að æpa.
Pia hristi höfuðið.
—Víst, sagði Craig. — Ég sá þig.
Drápu þeir hann? Hún svaraði ekki.
— Pia, í guðs nafni, það er mikil-
vægt.
— Nei. Hann er lifandi. Þeir
fluttu þig aftur hingað.
— Jæja, agði Craig. — Ég hafði
þá heppnina með mér einu sinni.
Einhvern veginn tókst honum að
standa og hann reikaði yfir að
dyrunum. Þegar hann tók í hurð-
arhúninn spurði hann: — Hver sló
mig? Hvernig kom Naxos mér
undan?
— Hann gerði það ekki. Dyrnar
voru læstar. — Þú ert fangi, Craig.
— Þú líka? Hún kinkaði kolli.
— Hversvegna? Óttinn kom aftur.
— Af því að þú æptir?
— Ég gerði það ekki, sagði Pia.
— Ég var ekki þar.
— En ég sá þig.
— Nei, sagði hú;n. Aðra stúlku.
Ég fór aldrei af skipinu.
— Enginn fæðingarblettur, sagði
Craig. — Nú man ég. Hún hafði
engan fæðingarblett á öxlinni.
— Stúlkan fór í staðinn fyrir
mig — hún þurfti að hitta Naxos
— ræða við hann um viðskipti. Hún
og Naxos hittust — og komu sér
saman um hvað það nú var. Svo
kom hún aftur um borð — og hafði
mann með sér. Stóran mann klædd-
an eins og böðul.
— Var það hann, sem sló mig?
— Ég held það. Craig — hvað
verður um mig? Hvað gera þeir?
Framhald á bls. 24.
48. tbi. VIKAN 5