Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 5

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 5
hlyti að vera það úr því hún hélf til hérna úti, yrði hún of önn- umkafinn við að hella ofan í hann kaffi til að mótmæla. Það voru tvær konur að bíða eftir Nono, tvær hóvaxnar, kuldalegar blondínur ( þröngum síðbuxum og þykkum silkiblússum. Þær sótu hvor and- spænis annarri í ískaldri þögn, eins og systur eftir deilu, og hvað sem þær óttu von á að sjá koma í gegnum dyrnar, var þáð áreiðan- lega ekki grímuklæddur spjátrung- ur í rauðum klæðum með bjúg- sverð sér við hlið og Djöfulinn ( fanginu. Þær þutu upp úr sætum sínum og Grierson lagði Nono var- lega á dívan og sneri sér að kon- unum tveimur, sem voru teknar að æpa.Grierson dró andann djúpt. — Þegið þiðl þrumaði hann og rödd hans yfirgiæfði hrópin eitt andartak, en ópin héldu áfram. Grierson dró andann aftur djúpt að sér og ópin þögnuðu. Konurnar horfðu á hann, spenntar eins og kettir á hundasýningu, en þorðu ekki að æpa af ótta við að hann öskraði aftur. — Nono Kður ekki sem bezt, sagði Grierson. — Fullur, sagði önnur blondínan. — Aftur, sagði hin. — Hann bað mig að skutla sér heim. Miðað við kringumstæður áleit ég rétt að gera það. — Hver ert þú? spurðu blondín- urnar saman. — Ég heiti Philip Grierson, sagði hann. — Við Nono vorum ( skóla saman. — Hverjar eruð þið? — Ég er Angelina Visconti, sagði önnur blondfnan. — Og ég, sagði hin, er di Tra- verse greifafrú. Nú þegar við höf- um kynnt okkur, finnst yður þá ekki að þér ættuð að taka ofan grímuna? — Jú, að sjálfsögðu, sagði Grier- son og gerði það. — Og sverðið, sagði Angelina. Hann hlýddi aftur. — Þetta var nefnilega grímuball, sagði Griedson. — Ég veit, sagði Angelina. — Hann var búinn að lofa að taka mig með sér. — Og mig, sagði greifafrúin. — Ég held að hann hafi komið einn, sagði Grierson og vonaði fyr- ir Nonos skuld, að það væri rétt. — Væri þér sama, þótt þú héldir á honum inn í svefnherbergi? spurði Angelina. — Mig langar engin ósköp til að horfa á hann. — Við verðum að tala saman, sagði greifafrúin. — Nono getur ekki talað næstu dagana, sagði Angelina. — Þú ætt- ir ekki að leyfa honum að drekka. — Ætti ég ekki . . . — Þegar allt kemur til alls, ert þú konan hans. Hún sneri sér við til að líta á Grierson, sem skyndi- lega var orðið hrollkalt. — Jæja! sagði hún. — Ég skal með ánægju hátta hann, sagði Grierson. Greifafrúin yggldi sig. — Gerðu það þá, sagði hún. — Það er bara þetta — hvernig kemst ég aftur til meginlandsins? sþurði Grierson. — í bátnum auðvitað, sagðí greifafrúin. — Nono stal honum. Ég á hann. — Hann er mjög góður, sagði Grierson. — Hver keypti hann handa þér elskan? spurði Angelina. Grierson lyfti Nono aftur og fór með hann inn í svefnherbergið. Nono lá kyrr þar sem Grierson lagði hann frá sér, en augu hans opnuðust: — Gamli vinur, hvíslaði hann. Grierson hallaði sér yfir hann. — Var konan mín hér líka? Grier- son kinkaði kolli. — Guð minn al- máttugur, sagði Nono. — Ég sagði, að þú hefðir drukk- ið þig dauðan, sagði Grierson. — Þú ættir að vera dauður áfram, meðan ég fer burt með konuna þína. — Það er afskaplega hugulsamt af þér, sagði Nono. — Get ég nokkuð gert? .... — Mig langar að hafa fataskipti, t sagði Grierson og benti á fata- skápinn. Fötin í honum voru mátuleg á Grierson og jakkinn sem hann valdi sér var mátulega víður til að hylja fyrirferð Smith og Wesson byssunn- ar. Þarna voru sígarettur líka ( svefnherberginu og skoti. Grierson fékk sér sopa og sneri sér síðan aftur til Nono, sem lézt sofa og leit ofan á náfölt andlitið. — Það sem þú sagðir mér um Swyven og Dyton-Blease — var það satt? spurði hann. — Guðspjallasannleikur, gamli vinur, hvert orð, sagði Nono. — Fyrir guðs skuld, talaðu ekki hátt. En þeir héldu því öllu leyndu, var það ekki, hvíslaði Grierson. Nono kinkaði kolli, mjög dauft. — Af hverju sögðu þeir þér það þá? — Þeir vildu fá mig með. Ég átti að fara í utanríkisþjónustuna, en það eina sem ég hef dugað við, er kvenfólk. Ég get ekki drukk- ið. — Svona rétt fyrir forvitni: Með hverri fórstu á ballið? — Hún var sænsk, gamli vinur, heitir Helga. Gallinn var bara sá, að eiginmaður hennar birtist þar. Nono teygði út höndina eftir glasi Griersons, dreypti á skotanum. — Hún er næstum eins há og ég. Svo Ijós, að hárið á henni er hvftt. — Þú virðist hrifin af hávöxnum blondínum, sagði Grierson. Nono drakk í botn. — Hver er það ekki? sagði hann hátt og svo dó hann. Grierson hellti sér aftur ( glas og fór svo aftur fram til kvenn- anna. — Ég heyrði Nono tala, sagði Angelina. — Hann rankaði við sér andar- tak. Sagði ég gæti fengið lánuð þessi föt, sagði Grierson. — Enginn vafi, sagði Angelína. — Maðurinn minn á þau. Hún hik- aði. — Þú gerðir mér greiða — að færa mér Nono aftur. Haltu þeim. — Þakka þér fyrir, sagði Grier- son. — Hann færði okkur Nono aftur, sagði greifafrúin. — Vesalings Nono, sagði Ange- lína. — Ég skal koma með hann ( heimsókn heim til þ(n, þegar hann hefur náð sér, elskan. — Jæja, þá það, sagði greifa- frúin. — Við verðum líklega að láta sjá okkur saman einhvern tíma. Hún reis á fætur. — Nú verð- um við að fara, Philip. Grierson hafði llka risið á fætur, gekk til dyra, horfði á konurnar kyssast, fór útfyrir og tók negluna úr hraðbáti Nonos. Það var glæp- ur, hugsaði hann, við svona fall- egan bát, en hann gat ekki átt á hættu að honum yrði veitt eftirför, og vonandi hafði Nono tryggt hann. Hann fór um borð í hinn, setti hann ( gang og beið þar til greifafrúin kom. — Því miður, sagði hann. — Þinn er bensínlaus. Greifafrúin brosti. — Sama er mér. — Þessi er miklu betri. Rat- arðu til Lido di Jesolo? — Það held ég, sagði Grierson og hjálpaði henni um borð. Svo tók hann af stað. Vélarorkan var ofsa- fengin. Greifafrúin blaðaði ( kor.tum og Grierson leit á stjörnurnar, fann norðaustur og hélt stefnunni. — Eiginmaður Angelínu keypti þennan bát, sagði greifafrúin. — Hann keypti líka minn. Báturinn fór út af stefnunni, en Grierson rétti hann aftur af. — Mér Kzt vel á þig Grierson, sagði konan. — Ég held þú sért simpatico. Svo sneri hún yfir ( (tölsku og Grierson sagði henni hversu fögur hún væri, þv( hvað annað er hægt að segja á ítölsku? Svo fór greifafrúin undir þiljur og Grierson stýrði áfram eftir stjörn- unum. Hálfri klukkustund seinna kom höfuð hennar ( Ijós og hún sagði: — Það er bezt að þú komir niður. Það er akkeri þarna einhvers- staðar. Grierson lagði bátnum fyr- ir festar og fór undir þiljur. Næsta morgun varpaði hann akkerum við Lido di Jesolo og yfirgaf greifa- frúna sofandi. Hann leit út fyrir að vera veikur, slæptur og (talskur. Hann hringdi til Rómar úr veitinga- húsi á síkisbakkanum, og maður- inn, sem svaraði, var afar óánægð- ur. Samt sagðist hann skyldi reyna. Sjö klukkustundum s(ðar var Grier- son ( London. Fjórtandi kafli. Þegar Craig rankaði við sér, var háls hans og hægri öxlin logandi þjáning, áköf, ólgandi, endalaus. Hann skynjaði hana jafnalgjörlega og kynferðisnautn; meðan hún varði komst ekkert annað að. Hann lá á grúfu og það leið ef til vill mínúta áður en hann heyrði stun- urnar og að minnsta kosti önnur ( viðbót, áður en hann skynjaði að þær voru hans eigin. Þegar hann víssi það tók hann að berjast, fyrst við að kæfa hljóðin, síðan af al- 'efli að komast að því hvar harvn væri, hvað væri hægt að gera. Hann byrjaði á fingrunum. Hann lá á grúfu og sá allt í móðu. Bezt að komasf að því, hvað fíngurnir gætu sagt honum. Þeir snertu eitt- hvað mjúkt og lint. Þegar hann þrýsti á, lét þetta undan. Hann þrýsti fastar og stundi aftur, þegar tók í axlarvöðvana. Hann kæfði niður stunurnar og hélt áfram að þrýsta, þar til hann gat setzt upp. Hann lá ( rúmi. Það kom honum kunnuglega fyrir. Þreyttur heilinn sagði honum, að það væri rúmið í klefa hans ( snekkju Naxosar. Hann Iitaðist um, hægt, vandlega, og sársaukinn f hálsinum tifaði og sló eins og klukka. Pia Bousoni sat í stól við snyrtiborðið. Hún var enn í gervinu frá kvöldinu áður og ótt- inn læddist slóttugur og áleitinn yfir andlit hennar. — Ég þarf að fá eitthvað að drekka, sagði Craig. — Er nokkuð að drekka? Hún hreyfði sig ekki. — Skota, sagði Craig. Þú verður að sækja hann. Ég get það ekki.... Hendurnar runnu til og hann var næstum dottin, svo rétti hann úr sér aftur. Stúlkan gekk hræðslu- lega yfir herbergið, hellti í glas og stakk þv( í hönd hans. Craig dreypti á og sfðan aftur. Viskíið brenndi sig inn ( vitund hans. — Samkvæmi Naxosar, sagði hann. — Ég var uppi á þaki. Þú ætlaðir að fara að æpa. Pia hristi höfuðið. —Víst, sagði Craig. — Ég sá þig. Drápu þeir hann? Hún svaraði ekki. — Pia, í guðs nafni, það er mikil- vægt. — Nei. Hann er lifandi. Þeir fluttu þig aftur hingað. — Jæja, agði Craig. — Ég hafði þá heppnina með mér einu sinni. Einhvern veginn tókst honum að standa og hann reikaði yfir að dyrunum. Þegar hann tók í hurð- arhúninn spurði hann: — Hver sló mig? Hvernig kom Naxos mér undan? — Hann gerði það ekki. Dyrnar voru læstar. — Þú ert fangi, Craig. — Þú líka? Hún kinkaði kolli. — Hversvegna? Óttinn kom aftur. — Af því að þú æptir? — Ég gerði það ekki, sagði Pia. — Ég var ekki þar. — En ég sá þig. — Nei, sagði hú;n. Aðra stúlku. Ég fór aldrei af skipinu. — Enginn fæðingarblettur, sagði Craig. — Nú man ég. Hún hafði engan fæðingarblett á öxlinni. — Stúlkan fór í staðinn fyrir mig — hún þurfti að hitta Naxos — ræða við hann um viðskipti. Hún og Naxos hittust — og komu sér saman um hvað það nú var. Svo kom hún aftur um borð — og hafði mann með sér. Stóran mann klædd- an eins og böðul. — Var það hann, sem sló mig? — Ég held það. Craig — hvað verður um mig? Hvað gera þeir? Framhald á bls. 24. 48. tbi. VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.