Vikan


Vikan - 01.12.1966, Qupperneq 48

Vikan - 01.12.1966, Qupperneq 48
SKRIFSTOFU- STÖLAR VINNUSTÖLAR TRÖPPUSTÖLAR OG ALLAR STÆRÐIR AF FERKÖNTUÐUM, HRINGLAGA OG SPORÖSKJULÖG- UÐUM BORÐUM Króm- — Má líta á núlifandi mann- apategundir sem forfeður mann- anna? — Nei, en forfeður þeirra apa- manna, sem sennilegast hafa verið forfeður mannsins, hafa átt margt sameiginlegt með þeim. — Hvað viltu segja um „hinn týnda hlekk“ (The missing link), sem Darwin talaði um? — Beinaleifar af frummönn- um eru alltaf að finnast öðru hvoru, aðallega í Afríku. Það má segja, að það sé ekki um neinn einn hlekk að ræða held- ur marga, og það er ekki hægt a<5 segja um einn þeirra: hér er hinn eini sanni milliliður milli manns og apa. Þá vil ég taka það fram, að nútíma- manntegundin virðist eiga sér miklu lengri sögu, en til skamms tíma hefur verið haldið, t.d. virðist hún eldri en sú mann- tegund, sem kennd er við Neandertal, og er allmiklu frum- stæðari að líkamsbyggingu en nútímakyn. — Hvar hefur þú aðallega stundað mannfræðistörf í Evrópu utan íslands? — Ég hef mest starfað í Mainz í Þýzkalandi, við mannfræði- stofnun háskólans þar. Ég hef fengið laun og sérstakan styrk frá stofnun þessari en auk þess veitti Alexander von Humbolt stofnunin mér vísindastyrk hátt á þriðja ár. Svo hef ég gert rannsóknir í Noregi og í Dan- mörku á skólafólki. Á vegum mannfræðistofnunarinnar í Mainz hef ég ferðaz;t allvíða, bæði austan tjalds og vestan. Skemmtilegast þótti mér að heimsækja Ungverjaland. Kol- legar mínir þar standa framar- lega á ýmsum sviðum mann- fræði. Þeir geyma m.a. töluvert beinasafn af Herúlum, hinum germanska þjóðflokki, sem þvældist til Svartahafs og víð- ar um. Brot af honum hélt aft- ur til fyrri heimkynna í Skandi- navíu, en Barði Guðmundsson telur að það séu forfeður fslend- inga. Má vera að sumir land- námsmanna hafi getað rakið kyn sitt til þeirra en vel bland- aður eða ósamstæður stofn kynþátalega séð, hafa þeir verið orðnir um það leyti er ísland byggðist. — Þú fórst til Rússlands. Hvernig féll þér við Rússa? — Æ, það er talað svo mikið um þá. Vinur minn var búinn að banna mér að glápa á veika kynið, en ég stalst til þess samt. Það er svo fallegt þetta norræn-austurbaltneska kvenkyn í Rússlandi. Það er uppáhalds- týpan mín svona fyrir utan alla mannfræði. Já, það getur verið erfitt að vera bæði mann- fræðingur og maður. Hugsaðu þér, rússnesku stúlkurnar roðna þegar litið er á þær. Finndu fyrir mig eina slíka á fslandi. Ég fór annars til Moskvu til að sitja þar 7. alþjóðaþing mann- fræðinga. Ég var eini fulltrúi íslendinga þar og flutti erindi um íslenzka mannfræði, byggða á rannsóknum mínum á íslandi. Margir kollega minna sýndu mikinn áhuga á niðurstöðum mínum og vildu sumir gerast samstarfsmenn mínir að ein- hverju leyti, viðvíkjandi rann- sóknum á íslendingum. Kunningi minn frá Póllandi, Dr. Miszkiewicz var í forsæti er ég hélt minn fyrirlestur. Við höfðum kynnzt áður á þingi þýzka mannfræðifélagsins í Köln, en við erum báðir með- limir þess. Auk þess höfum við starfað saman og hefur árang- urinn birzt í vísindaritum á pólsku og þýzku. Ég mætti mikilli gestrisni í Rússlandi, en hið pólitíska and- rúmsloft alls staðar, fór í taug- arnar á mér. — Hvernig er starfi þínu á íslandi háttað? — Ég er alltaf í gangi með eitthvað. Maður hefur naumast tíma til að lifa menningarlífi eins og það er kallað hér, og ég sé sjaldan vini mína. Ég er að leysa af hendi verkefni, sem í rauninni er fleiri manna svo að mér veitir ekki af tímanum. Rannsóknir mínar falla í eft- irfarandi aðalliði: 1. Rannsóknir á börnum og unglingum. 2. Blóðrannsóknir. 3. Rannsóknir á fullorðnu fólki og skólabörnum í ákveðnum hér- uðum fslands. 4. Séjrrannsóknir meðal frændþjóða okkar til saman- burðar. 5. Rannsóknir í sambandi við uppruna íslendinga byggðar á sögulegtim menningarlegum og mannfræðilegum heimildum. — Hvernig gengu rannsóknir þínar á skólabörnum í vetur? — Mjög vel. Krakkarnir voru elskulegir í framkomu og átti ég aldrei í neinum vandræðum með að fá þau til mælinga og athug- unar, en kennarar, hjúkrunar- konur og skólayfirvöld greiddu líka alls staðar götu mína, sem bezt mátti verða. Aðstandendur barnanna sýndu einnig rann- sóknum mínum skilning og vel- 48 VIKAN 48- tw-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.