Vikan


Vikan - 19.01.1967, Page 18

Vikan - 19.01.1967, Page 18
í Rómaveldi ríkti ótryggur frið- ur, sem aðeins óttinn við legí- ónir Sesars hélt við. Honum, einræðisherranum, bar að skapa öryggi úr óskapnaðinum. Bauð hann ef til vill dauðann velkominn sökum þess að hann sá enga leið fram úr vandan- um? Sesar myrtur við fótstall Pompejusarstytt- unnar. ÞU LIKA BARNIO MITT BRUTUS MORDIB A JflLfUSI SESAR OG ABDRAGANDI ÞESS Ennþá geta menn ekki látið vera að bollaleggja um ástæðurnar fyrir hegð- un Sesars síðasta morguninn sem hann lifði, og sennilega verður því haldið áfram lengi enn. Hafði hann ástæðu til að ætla að dauðinn væri á næstu grösum? Og kaus hann þá að deyja? Eða fyrirleit hann allar aðvaranir á sama hátt og hann var vanur að sýna venjulegu fólki fyrirlitningu? Vissi hann um samsærið, sem stofnað hafði verið til í því skyni að ráða hann af dögum? Ef svo var, hversvegna sendi hann þá frá sér lífvörðinn og gekk óvopnaður til hins örlagaríka fundar í öldungaráðinu? Spurn- ingar eins og þessar ollu samtíðarmönnum hans miklum heilabrotum. Sagnaritarinn Svetóníus skrifaði: „Sumir vina hans höfðu grun um, að hann hefði engar varúðarráð- stafanir gert, sökum þess að hann hafði enga löngun til að lifa lengur.“ Það var margt sem benti til að ofbeldis- verk færu í hönd. Á undan engu öðru morði sögunnar höfðu farið jafnmargir yfirnátt- úrulegir fyrirboðar af því tagi, sem Róm- verjar tóku svo mikið mark á. Þegar Sesar sjálfur fórnfærði nokkrum dögum fyrir dauða sinn, var enginn leið að finna nokkurt hj arta í fórnardýrinu. Síðustu nótt hans í þessu lífi höfðu allar dyr og gluggar á húsi hans hrokkið upp, og kona hans Kalpúrnía hafði látið illa í svefni, þar eð hana hafði dreymt, að hún héldi líkama eiginmanns síns í örmum sér, flakandi í sárum. Þótt Sesar væri ekki hræðslugjarn, hefðu teikn eins og þessi átt að koma jafnvel hon- um til að gera hinar ítrustu varúðarráðstaf- anir. Og auk yfirnáttúrulegra fyrirburða vantaði ekki aðvaranir frá dauðlegum mönn- um. Innýflaspámaðurinn Spurinna sagði við Sesar: „Varaðu þig fimmtánda mars.“ Og þegar hinn aldurhnigni einræðisherra var að leggja af stað á hinn örlagaríka ráðsfund, stakk gríski fræðimaðurinn Artemidórus, gamall kunningi hans, bréfmiða í lófa hans og bað hann lesa án tafar það sem þar væri letrað; það varðaði líf og dauða. Á miðann voru letruð nöfn samsærismanna og fyrir- ætlanir þeirra. En af einhverjum ástæðum las Sesar ekki þessi skilaboð. Aðeins fáein- um mínútum seinna kom einn senatorinn

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.