Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 2
BARA HREYFA EINN HNAPP os r í FULLRI HLVÖRU H/%«*/%FULLMATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTIKN. M/M*/%FULLMATIC ÞVOTTAVÉUN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. sjalfstæð ÞVOTTAKERFI 1. SuSuþvotiur 100° 2. Heitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4. Mislitur þvottur 60° 5. Viðkvæmur þvoHur 60° 6. Viðkvæmur þvoHur 40° 7. StlfþvoHur/Þeytivinda 8. UllarþvoHur 9. ForþvoHur 10. Non-lron 90* 11. Nylon Non-lron 60° 12. Gluggatjöld 40* !-&%»4/%FIJLLMATIC mSEINS |-1>%B4>%FULLMATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. snúið einum snerli OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. ábyrgð KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST FRUMVARP UM BORÐFRIÐ. Fyrir tæpum tuttugu árum skrifaði Kristján Albertsson mergjaða blaðagrein um drykkju- skap íslendeinga. Hann varpaði þar fram hugmynd, ugglaust meir í gamni en alvöru, sem margir hentu á lofti og höfðu í flimting- um. Hugmyndin var á þá leið, að sett yrði upp á Lækjartorgi stórt rimlabúr úr járni. Þegar drykkjuskapur keyrði úr hófi fram á almannafæri, átti lög- reglan að henda öllum óargadýr- um götunnar inn í þetta búr og hafa þau þar til sýnis. „Það á ekki að sekta þennan lýð,“ sagði Kristján, „því síður að berja hann, en allra sízt á að fela hann fyrir sjónum manna uppi í Stein- inum. Það á að hafa hann til sýnis, eins og apakettir eru sýnd- ir í dýragörðum." Reiði Kristjáns og hneykslun hefur vafalaust ekki verið ástæðulaus. Hann hefur lengi dvalist erlendis og þekkir út í æsar siði og menningu stórþjóð- anna. Þess vegna hefur honum blöskrað drykkjuskapur landans, þegar hann gisti sitt heittelskaða föðurland. Hér skal ekki um það dæmt, hvort drykkjusiðir íslendinga hafi skánað tvo liðna áratugi — á þessum síðustu og beztu fram- faratímum. Hitt er víst, að enn í dag er ástandið þannig, að þeir sem bregða sér á veitingahús til þess að njóta góðs matar og glóandi víns í kyrrð og næði, mega alltaf búast við, að ein- hver dauðadrukkinn dóni komi slagandi að borðinu og setjist þar að. Það er hyggilegast að halda fast um glasið sitt, því að hinn óboðni gestur er vís til að seilast í sífellu eftir því milli þess sem hann eys óskiljanlegri orðafroðu yfir bláókunugt fólk. Það er dýrt að eyða kvöld- stund á veitingahúsi. Launafólk gerir það tæpast nema örsjaldan og af sérstöku tilefni. Þess vegna er ærið hart að verða af góðri og notalegri skemmtan vegna stöðugs ágangs og truflunar kóf- drukkinna nefapa, sem maður þekkir lítið eða alls ekkert. Þeim, sem hefur orðið vitni að smekkleysi, ókurteisi og rudda- skap gesta á íslenzkum veitinga- húsum, finnst áreiðanlega freist- andi að vekja máls á hinni gömlu hugmynd Kristjáns Albertssonar — og það í fullri alvöru. En Kristjáni hefur dottið fleira í hug en villidýrabúrið til þess að bæta drykkjusiði landa sinna. í fram- haldsgrein um drykkjuskap ís- Framhald á bls. 28. G.Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.