Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 19

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 19
deilu, sem um getur í sögunni, spratt svo allur gyðingdómurinn, sem hjarað hefur um þrjár þús- undir ára og er aldrei sprækari en nú. Ekki er ólíklegt að Nasser hugsi nú þungt til umrædds fyr- irrennara síns, að hann skyldi vera sá dauðans amlóði að upp- ræta ekki verkalýðshreyfingu þessa þegar í fæðingunni. Þessir tveir framámenn líkjast hvor öðrum að því leyti, að báð- ir eru framkvæmdamenn um byggingar og orðhákar, en í garp- skap hefur þjóð þeirra heldur betur farið aftur síðan á dögum Ramsesar. Hætt er við að smyrl- ingur hins stórmennskufulia forn- konungs myndi velta sér við, þar sem hann liggur undir gleri í Kaíró-safni, ef hann mætti horfa upp á löðurmannlega stríðs- frammistöðu dusilmenna þeirra, sem nú byggja Nílardalinn. Sjálf- ur stríddi hann á sinni tíð í Asíu, en ekki gegn smáríki með fimm- tánfalt færri íbúa en Egyptaland hefur, heldur gegn Hittítum, ann- arri voldugustu þjóð hins þekkta Vesturheims í þá daga, og haf- andi ekki fimmtíu milljónir Ar- aba, tvö hundruð milljónir Rússa og sjö hundruð milljónir Kín- verja sér að hálfgerðum eða al- gerðum bandamönnum. Að vísu sótti Ramses ekki gull í greipar Hittíta, sem voru styrjaldarmenn Framhald á bls. 28. Á þessari loftniynd scst hvar byrjað er að setja hofið saman spölkorn frá uppi- stöðuvatllinn, sem nú er fimmtán metra djúpt yfir fyrrvcrandi gólffleti þess. Land- ið liarna cr ekki bcint búsældarlegt, cnda má heita að eyðimörkin Sahara nái al- veg að vatnsbakkanum. Forn-egypzkar hcimildir hcrma, að þrjá- tíu þúsund manns hafi vcrið þrjátíu ár að höggva hofiö inn í rauðan sandsteins- hamarinn. í því voru tólf salir, sem teygðust scxtíu metra inn í fjallið, ríku- lega skreyttir lágmyndum, áletrunum og höggmyndum, þar á meðal tíu af Rams- csi sjálfum, og er hver l>eirra tíu metrar á hæð (stytturnar á forhliðinni cru tuttugu metra háar). Nú voru fimmtán hundruð menn aðeins tuttugu og átta mánuði að saga hclgidóminn í stykkl og flytja upp fyrir klettaheltið — að vísu með tækni nú tímans sér til hjálpar. Hvert stykki er vandlega mcrkt, til að cngin mistölc vcrði við endurreisn hofsins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.