Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 35

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 35
sæla, sem deyja fljótt og losna við vítiskvalirnar í logunum. En ekkert tundurskeyti kom, og þeg- ar menn tóku að róast lítið eitt og kanna málið, þá var þetta enginn kafbátur sem betur fór, heldur trjástofn, sem maraði í kafi. Rótarangi skagaði upp úr, og hann hafði stýrimaðurinn tek- ið fyrir perískóp á kafbát. . . . f SAMA BILI GELLUR PÍPAN . . .“ Þannig urðu sumir á þessum stríðssiglingum, yfir sig spenntir og mátti ekkert út af bera, til að taugarnar færu ekki úr skorðum. En svo voru aðrir, sem vöndust þessu furðanlega. Ég get sagt þér sögu til dæmis um það. Hún gerðist um borð í öðru olíuskipi frá Standard Oil, Flaglar hét það. Þegar þetta skeði, vorum við, ég og vaktfélagi minn danskur að þjóðerrd, nýhættir á vakt og búnir að leggja okkur. Þá heyrð- um við sprengingu, og jafnframt hnykktist skipið við svo hastar- lega, að það nötraði stafna á milli. Mér datt ekki annað í hug en að við hefðum verið torpeder- aðir, rauk framúr og upp á dekk, í sama bili gellur pípan, við setj- um á okkur björgunarbeltin og svo er bátunum rutt út. En þá fór að renna upp fyrir okkur að skipinu var í engu brugðið; það hafði ekki kviknað í því og það- an af síður var það farið að hall- ast. Þetta hafði þá verið djúp- sprengja. Við vorum í skipalest og fylgdarskipin, sem orðið höfðu vör við kafbáta í námunda, höfðu varpað að þeim djúpsprengjum. Ein þeirra hafði sprungið tals- vert nærri okkur, og af henni stafaði hnykkurinn. Þegar ég kom aftur niður í lúkar, lá félagi minn Daninn hinn rólegasti í koju og las í bók. Hann var sá eini, sem ekki hafði rótað sér við hnykkinn. Ég spurði hvernig í ósköpunum stæði á því, að hann hefði ekki farið upp eins og aðrir. „Ég fann strax að þetta var ekki tundurskeyti, held- ur eitthvað annað,“ sagði hann og leit varla upp úr bókinni. Þetta var maður um sextugt og búinn að sigla í báðum heims- styrjöldunum. BÍSSNISSMAÐURINN OG MUBLUSMIÐURINN. Ég sagði áðan að ég þekkti Reykjavík lítið. Kannski ég þekki New York betur. Þar var ég lengi liðloðandi, eins og ég gat um áðan. Það er nú staður sem segir sex, maður minn, og betra að vera fljótur að átta sig á hlut- unum, annars getur illa farið. Þar gildir eitt og aðeins eitt: peningurinn. The dollar is our best friend, segja Ameríkanarnir. Ég get sagt þér smásögu þessu viðvíkjandi. Efnaður íslenzkur kaupsýslumaður kom til Nelw York skömmu eftir stríðið. Fyrsta daginn fór hann með frúna — 34 VIKAN 29- tbI- hún var sem sé með honum — í Fimmtu tröð eða Fifth Avenue, en næsta daginn sagði hann við hana: góða mín, nú þarf ég að gera bissniss, þú verður því að vera kyrr hér á hótelinu. Hann' fór svo út, en í annarskonar við- skipti en hann hafði látið í veðri vaka við konuna. Hann fór sem sé á Ritz Bar og hitti þar eina af þokkadísum staðarins. Sem þau höfðu litla hríð setið yfir glasi, fer hann að spyrja hvort ástin sé föl. Að vísu, svarar hún, eða hversu mikið viltu borga. Fimm dollara, svaraði hann. Nei vinur minn, svaraði dísin, mín ást er ekki til sölu fyrir minna en hundrað. Á þessa verðlagn- ingu leizt fslendingnum illa og gekk ekki saman. Næsta kvöld fór hann svo með konu sinni á næturklúbb. En ekki eru þau fyrr setzt, en dísin dýra frá kvöld- inu áður kemur inn og sér þau undireins. Hún veður að þeim, bendir á frúna og segir af fyrir- litningu við bissnissmanninn: Þarna sérðu nú sjálfur hvað þú færð fyrir eina skitna fimm doll- ara hér í New York. Ég var ekki vitni að þessu sjálfur, en var sagt þetta af mönnum, sem fullyrtu að rétt væri hermt. Þær eru margar sögurnar af fslendingum, sem lent hafa í álíka ævintýrum erlendis; það er beinlínis undravert, hvað þeir geta verið einfaldir, þegar þeir koma út í stóra heiminn. En þeir eru sjálfsagt ekki einir um það. Hefurðu heyrt söguna um mublusmiðinn, sem fór til Spán- ar? Nú, hann fer inn á krá og þar fer ein af landsins dætrum að gefa sig að honum. Samræð- urnar gengu stirt, því íslending- urinn kunni ekki nema eitt orð í spænsku, cerveza, sem þýðir öl eða bjór. Hann notaði tungumála- kunnáttuna svo langt sem hún náði og pantaði handa henni bjór. Þegar hún var búin úr glasinu, fer hún að reyna að gera honum eitthvað skiljanlegt, en hann skil- ur ekkert. Þá teiknar hún á blað mynd af kampavínsflösku. Hann kaupir flöskuna og hún er drukk- in. Því næst grípur daman aftur tiil dráttíistarinnar og teiknar mynd af rúmi. Og mér er sagt að enn í dag sé maðurinn að furða sig á því, hvernig í ósköp- unum hún hafi getað vitað að hann var húsgagnasmiður hér í Reykjavík. ÍSLENDINGAR OG DÖNSK GAMANSEMI. Mína fyrstu reynslu af útland- inu fékk ég í Kaupmannahöfn, svo sem algengast hefur verið um íslendinga. Þar átti ég heima í ein sex ár, það er að segja þegar ég var í landi. Mér leið vel í Kaupmannahöfn og kunni vel við bæði borgina og fólkið. Það var sérstaklega ódýrt að lifa þar á þessum tímum, milli 1930 og 40, miklu billegra en í Reykjavík. íslendingar voru auðvitað margir þarna eins og alltaf, þótt ég hitti fáa þeirra. Óli Vilhjálmsson, frændi minn, sem var fram- kvæmdastjjóri skrifstofu SÍS í borginni, var eini landinn sem ég umgekkst eitthvað að ráði í Höfn. Hann bauð mér oft út og fyrir hans tilstilli kynntist ég borginni verulega. En þótt Kaupmannahöfn væri þá ódýrari en mér er sagt að hún sé nú orðin, þá var hægt að losna við aurana þar ef maður lagði sig fram. Einhverntíma á þessum árum heyrði ég sagt frá íslend- ingi, sem kom til borgarinnar með fullar hendur fjár; hafði farið nokkra túra á togara. Hann kom með Gullfossi og fór beint á National Scala, sem þá var einn frægasti skemmtistaðurinn þama. Eins og margir fslending- ar sjálfsagt muna eftir, var þar geysistór hljómsveit, sextíu—sjö- tíu manns gæti ég trúað. Jæja, sem íslendingurinn hefur dælt í sig nokkrum snöpsum, vill hann endilega fá að stjórna hljómsveit- inni. Því var fyrst neitað, en þegar hann bauðst til að gefa allri hljómsveitinni umgang, var boðinu tekið. Hann stjórnaði svo einu lagi. Hvernig til tókst, veit ég ekki, en þegar hann hafði borgað reikninginn, átti hann að- eins fáeinar krónur eftir og varð að fara um hæl heim með Gull- fossi. Þannig er það; menn skemmta sér misjafnlega dýrt. Það eru trúlega smáatvik eins og þessi, sem valda því að sumir Danir hafa lítið álit á fslending- um sem fyrirhyggjumönnum um fjármál. Þegar ég síðar var á siglingu á Kyrrahafi, sögðu danskir skipsfélagar minir mér um íbúa Suðurhafseyja, að þeir væru „fuldstændig blottet for ökonomi, ligesom Islændingeme." Ekki voru brandarar Dana á kostnað okkar alltaf svona græskulausir. Á þessum árum las ég eitt sinn í einu Kaupmanna- hafnarblaðinu, að á Ráðhústorg- inu hefði gömul kona nýlega orð- ið fyrir líkamsárás, „og selvfölge- lig var det en Islænding, der gjorde det.“ Þessi skreytni blaða- mannsins vakti skiljanlega mikla reiði meðal landa í Höfn og sendi- herra okkar þar, Sveinn Björns- son síðar forseti, krafðist rann- sóknar í málinu. Hún leiddi í ljós að árásarmaðurinn hafði alls ekki verið fslendingur. Það er kannski ekki nema skilj- anlegt, að Danir hafi verið for- dómafullir um ísland á þessum ámm, því margir þeirra virtust furðu fáfróðir um landið. Einn Dani sagði til dæmis við mig, að hann hefði heyrt að á íslandi væru hérar stærri en í Danmörku. Jú kannski, svaraði ég, en í Dan- mörku eru þeir miklu fleiri. KAUNUM HLAÐINN HÁSETI. Það kom sitt af hverju fyrir, meðan ég sigldi hjá Sameinaða og færði danskinum heim drafið í svínin. Á Nevada varð ég vitni að jarðarför á sjó, eða sjóför væri víst réttara að kalla það. Einn kyndaranna hrasaði í stiga yfir kolastíunni og datt þangað niður, og var það allhátt fall. Höfuðkúpan mölbrotnaði og heil- inn skvettist útyfir kolin. Líkið var saumað innan í segl og danska fánanum vafið utan um, og svo flutti skipstjórinn tölu, eins og venja er við slík tæki- færi, og mæltist vel. En sumir karlanna hallmæltu honum fyrir að hafa haldið fánanum eftir, þegar líkinu var varpað útbyrðis; sögðu að honum hefði gengið til nízka. Það var vitleysa, því það er alls ekki vani að sökkva fán- anum með. Við vorum á leið til Santos í Brasilíu þegar þetta skeði. Seinna fréttum við að dag- inn fyrir slysið hefði kona þessa kyndara fætt honum son. Þar var oft gaman að koma til Brasilíu og annarra Suður-Ame- ríkulanda, borgirnar margar fall- egar og sömuleiðis landið í kring. Og ekki vantar að það sé líf í tuskunum — gjarnan einum um of. Ég heyrði einu sinni að það væru tuttugu þúsund skráðar gleðikonur í einum borgarhluta Rio de Janeiro, og tíu þúsund í öðrum. Sjúkdómahættan var hvergi meiri en þar. Á einni heimferðinni með Nevada veikt- ust tólf af áhöfninni af kynsjúk- dómum. Einn hásetinn varð allur kaunum hlaðinn um munninn. Ég spurði hann hvernig hann hefði farið að því að fá þennan fjanda framan í sig. Jeg kunde jo ikke lade være med at dykke, sagði hann af ekta dönsku jafnaðar- geði. HJARTVEIKA VÆNDISKON- AN. Á skipunum frá Sameinaða sigldi ég líka stundum á Eystra- saltshafnir Þýzkalands og Pól- lands, Danzig, Gdynia og fleiri. Mér þóttu það fallegar borgir og líkaði vel við fólkið, bæði Þjóð- verja og Pólverja. Nú er fyrr- nefnda borgin víst líka orðin pólsk og heitir Gdansk. f Gdynia kom einu sinni fyrir alvarlegur atburður, meðan Georgia, sem ég var þá á, lá þar. Við hliðina á okkur í höfninni lá sænskt skip. Þarna var nóg af kvenfólkinu eins og víðar og til að vera ömgg- ur um að missa ekki af viðskipt- unum, komu þær út í skipin eins og stefnivargur. Upphófst þá mikill gleðskapur í sumum skip- anna, ekki sízt því sænska. En eftir nokkra hríð tekur einn stýri- mannanna þar eftir því að hnupl- að hefur verið af honum allmiklu fé. Hann ræðst þegar á gleðikon- una, sem hann hafði aðallega skipt við, grípur slifsi ofan af snaga og bregður um háls henni, svomælandi: nú kyrki ég þig helvítis pjásan ef þú ekki skilar peningunum í einum grænum. Framhald á bls. 37. Brtu 6- _ sár,Ráx?, Irar Vlö heyröj»kját um slcot jriKJA CHIC 29. tbi. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.