Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 37

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 37
Pólsku tjöldin eru sérstaklega stöguð fyrir íslenzka veðráttu. í pólsku tjöldunum er fyrsta flokks dúkur og frágangur mjög vandaSur. VerðiS á póslku tjöldunum er það hagstæðasta á markaðnum. Reynslan á pólsku tjöldunum s.l. sumar hefur sannað gæði þeirra. Ef þér eigið bíl þurfið þér einnig að eiga gott tjald, nefnilega pólskt tjald. Tjöldum öllum tegundum í verzluninni. Höfum ávalt á boðstólum flestan viðleguútbúnað, m.a.: Svefnpoka: Sænska, enska og franska. Vindsængur og pumpur: Pólskar og danskar. Franska bakpoka. Pottasett. Gúmmibátar. Veiðistengur og tilheyrandi. Tjaldborð og stóla. Tjald- og sóibekki. Gasprímusa. Ferlnirideild - Níatíii PÓLSKU TJIÖLDIN „RJÚKA ÚT« EN FUÚ KA EKK| Framhald af bls. 34. Ekki haf'ði hann fyrr sleppt orð- inu en kvensan lyppast niður og er dauð. Hann var ekki farinn að herða neitt að henni svo heit- ið gæti, en hún hafði endilega þurft að fá hjartaslag, af hræðslu eða hamingjan má vita hverju. En það var til lítils að reyna að sannfæra Pólverjana um það. Sví- inn var handtekinn og hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. JEG GAR I DÖDEN . . . Kynvilla er fyrirbrigði, sem oft er talað um nú á dögum, og ekki fer hjá því að sjómenn kynnist því á siglingum sínum um heiminn, eins og fleiru mis- jöfnu. Á Nevada var um skeið háseti, sem var kynvilltur. Hann ásótti einkum yngsta mann skips- ins, sextán ára strák, sem var verulega snotur, sóttist eftir að vera í einrúmi með honum og var þá sýknt og heilagt að kyssa hann og klappa. Drengnum leidd- ist þetta og leitaði oft til mín um hjálp gegn þessum ófögnuði. Til dæmis bað hann mig oft að skipta við sig vöktum, til að sleppa við að vera á vakt með kynvillingn- um, sem líkaði þetta slórilla og lagði á mig óþokka fyrir bragðið. Þannig leið og beið um hríð. Eina nóttina bar svo við sem oftar, að ég lók vakt fyrir dreng- inn. KynvillingUrinn veittist þá að mér með skömmum, spurði hvern fjandann ég væri hér að gera, ekki væri þetta mín vakt. Ég lét raus hans sem vind um eyru þjóta, og leið svo vaktin. Að henni lokinni sat ég um hríð niðri í matsal og las í bók. Kyn- villingurinn kom lika þangað, settist við eitt borðið og fór að skrifa bréf. Skömmu síðar stóð hann upp og sagði við mig um leið og hann gekk út: þú ferð vonandi ekki að lesa bréfið, hann skildi það nefnilega eftir á borð- inu. Ertu frá þér, sagði ég og hugsaði svo ekki meira um það. En litlu síðar upplýstist að kynvillingurinn var horfinn. Það fannst ekki af honum tangur eða tetur, þótt leitað væri um allt skipið. Lausnin á gátunni var aðeins ein: hann hafði farið fyrir borð — af frjálsum vilja, eins og við sannfærðumst um þegar bréfið var athugað. Þetta var eld- heitt ástarbréf til drengsins. Og því lauk með orðunum: Jeg gár i döden for min kærlighed. Já, það skeður margt á sæ, þegar selur er skotinn í auga. Á Nevada kom ég líka til Alex- andríu, og þar sá ég vott þess hvernig Arabar fara með dýr. Ég var á gángi á einni götunni og sé hvar á undan mér gengur maður og heldur á kippu af fugl- um, sem bundnir eru saman á fótunum. Ég var ekkert hissa á því út af fyrir sig, en hitt fannst- mér merkilegra að fuglarnir - - hænsni voru það voru lifandi. Svo nemur hann staðar fvdir utan eitt húsið og kveður dyra. Húsmóðir kemur fram og þau ræðast við um hríð, hafa sjálf- sagt verið að semja um verð á hænunum. Svo dregur maðurinn hníf úr slíðrum, sker eina hæn- una úr kippunni — og ég gat ekki betur séð en hann skæri af henni lappirnar — og fékk konunni. ENGISPRETTURNAR OG KÚLIARNIR. Á Lundby fór ég í leiðangur hringinn í kringum hnöttinn, vestur yfir Atlandshaf, gegnum Panamaskurðinn, yfir Kyrrahaf, til Kóreu og Kína. Á þeirri leið komum við til Ocean Island lil að taka fosfór. Þessi eyja er skammt frá Ástralíu og Bretar ráða yfir henni. Þar sá ég eyjar- skeggja fara á kanóum og skutla fiska með spjótum. Svo mat- reiddu þeir aflann með því að breiða hann á kletta og láta sól- ina steikja hann. í þessari ferð komum við til hafnarborgarinnar Takú á Kína- strönd, skammt frá Peking. Þar sá ég engisprettuský. Við vorum að skipa upp hveiti, og þilfarið var orðið alveg hvítt af því. Það var það, sem engispretturnar sóttu í. Það var nú meiri sægur- inn: ég held það hafi skyggt fyrir sólu. Þær skelltu sér niður á þil- farið lil að sloka í sig hveitið, en það var heimskulega gert af þeim, því að þær gátu ekki Ivft sér frá því aftur og lágu þar svo í hrönnum ósjálfbjarga. Við upp- skipunina unnu um þrjú hundruð kínverskir verkamenn — coolies og þeir sópuðu þessum skor- dýrum saman, steiktu þau á pönnu og átu af mikilli lyst. Það var gaman að koma til Kína, og sérstaklega til Sjanghaí. Borgin er afskaplega stór, og á þessum tíma var þar heldur en ekki glatt á hjalla, í vissum skiln- ingi, barir, hóruhús og eiturlyfja- sjoppur á hverju strái. Þarna ægði líka saman öllum þjóð- flokkum, einkum í miðborginni þar sem alþjóðahverfið var, Int- ernational Settlement. Og það er enginn leið að ímynda sér hvað manngrúi er, fyrr en maður hefur séð hann eins og hann er í þess- um austrænu stórborgum. Það er ekki einungis að þurrlendið sé krökt af fólki, heldur og fljótið, sem borgin stendur við. Þar er allt yfirfullt af smáferjum, sem jafnframt eru bústaðir eigend- anna. Venjulega eru karl og kerl- ing um borð í hverjum bát, og svo einir tíu krakkar, mörg að því er virðist á sama árinu. Það getur vafist fyrir manni að þekkja kynin sundur, því að kínverskum karlmönnum vex lítt skegg. Ég var einmitt í Sjanghaí, þeg- ar stríðið braust út í Evrópu. Eftir að Þjóðverjar hernámu Dan- mörku, var flestum dönskum skipurn, sem stödd voru úti á 29. tbt. VIKAN 87

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.