Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 11
Xam - Tam — BOMM - BOMM — Tam - Tam — BOMM - BOMM — Tam - Tam — BOMM - BOMM — Tam - Tam — BOMM - BOMM V____________________________________________________________________________________ Nokkru síðar fékk harrn aftur að fara með henni gegn hátíðlegu lof- orði um að haga sér nú skikkanlega. Að því sinni brá svo við, að hann var grafkyrr í heimsókninni, sat brúnaþungur úti í horni og datt hvorki af honum né draup. Húsmóð- urinni þótti þetta óeðlilegt og ætlaði að reyna að vingast við snáða, vék sér að honum og spurði vingjarn- lega.: — Jæja, vinur, ætlar þú ekk- ert að skjóta mig núna? Hann leit á hana, þungur á svip og svaraði stuttaralega: — Hef enga byssu. nnað dæmi um góða sögu er sag- an af manninum, sem ætlaði að venja hundinn sinn á að sitja kyrran og góðan ( bílnum, meðan hann sjálfur skytist inn í verzlanir eða önnur hús. Hann byrjaði með að leggja bílnum við Kjörgarð, opna einn glugga til hálfs, svo hundur- inn heyrði til hans, og ganga svo aftur á bak að búðardyrunum. Og samtímis siðaði hann hundinn: Kyrr kyrr, rólegur, rólegur, kyrr, kyrr, bfddu, bíddu. [ sama bili bar þar að virðulegan mann, sem ekki tók eftir hundinum. Hann horfði ( for- undran á hundseigandann um hríð, en ávarpaði hann svo og sagði: — Heyrðu, er ekki betra að setja hann í handbremsu? g úr því við erum komin út ( bíla- málin, getum við minnzt á Sv(- ann, sem fór á Heimssýninguna í Montreal og leigði sér bilaleigubd. til að komast greiðar leiðar sinnar. Hann var svo önnum kafinn að til- einka sér hægri aksturinn, að hann gleymdi sér og ók yfir gatnamót móti rauðu Ijósi. Hann var ekki fyrr kominn yfir, en lögreglubdl renndi sér fram fyrir hann og gat honum stöðvunarmerki. Beljakinn, sem úr löggubdnum kom, heimtaði ökuskírteinið, og þegar hann sá að þetta var Svíi, spurði hann: — Hvað hefði nú lögreglan heima ( Stokk- hólmi gert, hefði Kanadamaður ek- ið þar yfir gatnamót á móti rauðu Ijósi? — Hún hefði séð ( gegnum fing- ur við hann af því hann væri út- lendingur og óskað honum góðrar skemmtunar ( Stokkhólmi, svaraði Svíinn. Lögregluþjónninn hugsaði málið nokkra stund og sagði svo: —Allt í lagi, farðu þá, en passaðu þig næsta ganginn. Hvað Svíinn gerði. Hann beið á næsta rauða Ijósi þar til það græna kom og renndi sér þá yfir. Ekki var hann fyrr kominn yfir en sami lögreglubdlinn renndi sér fram úr honum og gaf stöðvunarmerki. Sami lögregluþjónninn kom brúna- þungur út og gekk að bll Svíans. Þar hallaði hann sér áfram, lagði hend- urnar á gluggakarminn og sagði: — Ég gleymdi bara að óska þér góðr- ar skemmtunar 1 Montreal. ugsið ykkur, hvort hann hefði ekki getað sagt eitthvað skemmtilegt, lögregluþjónninn, sem Pabbi, má ég fá búðinginn liinn? V-------------------------------- Fyrirgefið herra tannlæknir, en ég vildi gjarnan að þér lituð á tennurnar í mér líka! 29. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.