Vikan


Vikan - 20.07.1967, Qupperneq 10

Vikan - 20.07.1967, Qupperneq 10
• UflRUÐ A VEGUM . LfUM ifNSUR' HL/EJUM VID NOG? ERUM VID -VARLA Hvernig væri nú að hressa af sér alvörudrungann og toga svolít- ið ( brosbandið eins og Danskurinn blessaður orðaði það. Og Danskur- inn veit hvað hann er að segja, því hann hefur fjári góðan húmor. Hann er oft fljótur að átta sig og kemur með hnyttin svör þegar varla er hægt að koma húmor við. Dæmi: fyrra kom íslendingur inn á skrif- stofu Loftleiða í Kaupmannahöfn til að fræðast um vélina, sem hann ætlaði með heim. Minnugur þess rógburðar að Loftleiðavélarnar séu alltaf á eftir áætlun, ætlaði hann að grennslast fyrir um hvaðan vélin kæmi til Kaupmannahafnar, svo hann gæti áætlað seinkunina eftir því. Hann spurði danskan skrif- stofumann á staðnum hvaðan vélin kæmi, og fékk þau svör, að hún ætti að fara klukkan þetta og þetta frá Reykjavík, stanza klukkutíma í Bergen, koma svo til Kaupmanna hafnar og stanza þar annan klukku- tíma, fara svo um Gautaborg og heim. — Nú, þetta er þá enginn stanz hjá henni, varð íslendingn- um að orði. Og Danskurinn svaraði ar bragði: — Nej, men den skal jo, flyva, ikke stá paa jorden. ( að var líka skömmu eftir strið, að ungur Dani, sem unnið hafði f Neðanjarðarhreyfingunni, tók sig til og skrifaði endurminningar sín- ar frá þessum blóðugu, spennandi og hættulegu árum. Hann upphefur frásögnina þar sem þýzki herinn er 10 VIKAN 20-tbl' að leggja þann danska undir sig með vopnaðri árás. Þetta er ákaf- lega dramatískt atriði en Daninn ungi hefur aðallega auga og eyra fyrir því skoplega. Hann segir frá félaga sínum, sem varð svo æstur, þegar árásin á herbúðir þeirra hófst að hann þreif vélbyssu — sem hann kunni ekkert á — rak hlaupið út um dyrnar og tæmdi úr henni út f loft- ið. Þegar hún var tóm, hafði hann ekki kunnáttu til að hlaða hana aft- ur en þreif aðra af þrumu lostnum vélbyssuliða og gerði henni sömu skil. Hann segir líka frá liðþjálfa, sem ætlaði að paufast upp á loft f myrkrinu og ná í handsprengju- slatta handa þeim, sem voru til varnar niðri á fyrstu hæð. Hann kvaddi óbreyttan hermann sér til fylgdar, en ekki voru þeir nema rúmlega horfnir út í myrkvað hús- ið, þegar sá óbreytti heyrðist æpa og hrópa, að liðþjálfinn væri sár. „Ég heyri, að honum blæðir, hróp- aði hann. Og rétt f sama bili, heyrð- ist dimm og sterk rödd liðþjálfans: — Hold kjæft, jeg stár s'gu bare og pisser. vona kallar, sem varðveita húm- orinn hvernig sem á stendur, það eru þeir, sem vinna stríðið. Eins og ísraelsmenn, sem í sumar hröktu Egyptana á flótta á fjórum sinnum skemmri tfma en sfðast þeg- ar þeir börðust þar áður, og sögðu svo á eftir að Egyptunum hefði stór- fqrið frgm síðan þá. NOGU GLOD? II ið höfum svo sem spurnir af ein- ** um íslendingi, sem sýndi hetju- dáð og húmor þegar á reyndi. Því miður kunnum við ekki að segja frá nafni hans, enda skiftir það ekki öliu máli. Þessi ungi maður var sam- ferða roskinni konu í Norðurleiða- rútu frá Akureyri til Reykjavíkur. Bæði ferðuðust ein síns liðs og reyndu því að hafa félagsskap hvort af öðru, enda ekki á skárra völ í næsta nágrenni, en það fór afar lít- ið vel á með þeim. Þau höfðu and- stæða skoðun á bókstaflega öllum hlutum, og það var sama upp á hvaða umræðuefni var fitjað, allt varð þeim að deiluefni. Svo loks þegar kom niður á Leirvogstungu- mela sagði konukindin, dauðuppgef- in á æskunni: — Það er greinilegt, að við getum ekki orðið sammála um neitt. En ungi maðurinn brosti og svar- aði: — Jú, það er ég viss um. Við skulum til dæmis ímynda okkur, að þú komir á bæ þar sem þú þyrftir að gista, og þér væri gert að velja milli þess að lúra hjá vinnumann- inum eða ungri og fðilfagurri heima- sætunni, hvorn kostinn myndirðu velja? — Auðvitað að sofa hjá heima- sætunni, sagði konan hneyksluð. —Þar er ég sammála þér, alveg sammála, svaraði ungi maðurinn. ann vissi líka hvað hann söng barnanginn sem sat á sjoppu- tröppunum reykjandi sígarettu og drekkandi kók af stút, þegar barna- verndarnefndarkonan átti leið fram- hjá. Henni leizt ekki á blikuna en vildi samt fara vel að drengnum, svo hún spurði — þar sem þetta var fyrir hádegi í nóvember: — Af hverju ert þú ekki í skólanum, væni minn? Og putti svaraði: — Af þvf ég er bara fjögurra ára. Allar þjóðir eiga sína húmorista. Við fáum bara svo litlar frétt- ir af þeim íslenzku. Meira að segja skemmtilegar barnasögur eru fágæt- ar. Við reyndum að auglýsa eftir þeim fyrir rúmu ári, en þótt verð- laun væru í boði var eftirtekjan svo rýr, að við gáfumst upp. En við höfum áfram áhuga á þeim og tökum með fögnuði á móti hverri góðri innlendri skopsögu (innan við eina vélritaða sfðu að lengd) og sem dæmi um góða innlenda sögu getum við tekið söguna af þriggja ára snáðanum, sem fékk að fara með móðursystur sinni heim til tengdamóður hennar. Venjulega er þessi piltur dagfarsprúður og kurteis þótt hann eins og önnur börn þurfi svolítið að spila út annað slagið, og að þessu sinni var hann ekkert annað en dónaskapurinn og horn- högldin. Hann hafði allt á hornum sér við tengdamóðurina og lofaði margsinnis að skjóta hana, svo end- irinn varð sá að móðursystir hans varð að fara með hann heim aftur, fyrr en hún ætlaði.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.