Vikan


Vikan - 20.07.1967, Qupperneq 40

Vikan - 20.07.1967, Qupperneq 40
Loksins fæddisfl kr&nprinsinn ■ og gjafirnsr voru ekkerfl smáræði í 117 ár hefur verið beðið eftir krónprinsi í Hollandi. Þegar ríkis- arfinn, Beatrix prinsessa fæddi barn sitt, var það tilkynnt með fallbyssuskotum. Fimmtíu skot, — og fólkið beið í ofvæni, — fimm- tíu og eitt Það var drengur! Hann hefur líka fengið mörg nöfn, — Willem Alexandre Klaus Georg Ferdinand á hann að heita. Klaus er auðvitað í höfuðið á pabbanum, Klaus von Amsberg. Það er eng- inn efi á því að þessi drengur er margþráður, enda sýnir gjafa- borðið að hollenzku konurnar hafa aðeins setið við sauma undanfarið. s #; ■ KARLMANNAPEYSUR FYRIR KVENFÓLK „Prófessor Higgins" er nafnið á þessari vestispeysu úr orlon- garni frá I. & R. Morley London. Sniðin eins og karlmannsflík með leðurhnöppum og tveim vös- um og var meðal nýjunga, sem sýndar voru á kynningu á haust- fötum fyrirtækisins fyrir 1967. Til þess að öðlast þetta heimakæra og afslappaða útlít hafa stúlk- ur hingað til þurft að kaupa karlmannaföt, en þetta snið er sér- staklega gert fyrir þær. VIIVIIIIIARKEIFI FVRIR IJARTASIAG Tæki, sem gefur frá sér viðvörunarhljóð allt að 40 mínútum fyrir hugsan- lega banvæna kransæðastíflu og gerir læknum viðvart um hættulegt ástand sjúklings er nú í reynslu í sjúkrahúsi í Englandi. Vélin, sem er einstök í sinni röð, mælir hjartslátt sjúklings og sýnir „lif- andi“ línurit um hann á skermi við sjúkrarúmið, um leið og það sendir hann einnig á pappírsræmu. Við allar snöggar breytingar á hjartslættinum gefur tækið viðvörunarmerki, sem hægt er að stilla inn á móttökutæki hvar sem er í húsinu, eða heim til læknisins.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.