Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 15

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 15
HUIKULT w mu 18. HL.UTB Svo opnaöi ég afturdyrnar og velti Louis út á jöðina. Slefan rann út á millri þykkra, blárra varanna, og myndaði bólur, þegar hann andaði fá sér. Hún féll saman í sætinu eins og hrygglengjan í henni hefði bráðnað. -— Þú mátt ekki láta þau sleppa, sagði hún fýlulega. Eftir allt sem þau hafa gert mér. Ef þú lætur Ti'oy sleppa, drepur hann þig strax í dag. —Það hugsa ég ekki, sagði ég. — Gleymdu þeim og farðu að hafa áhyggjur af sjálfri þér. — Ég hef enga framtíð til að hafa áhyggjur af, er það? — Ég vil fá að sjá Sampson fyrst, svo skal ég ákveða það. — Ég skal vísa þér til hans. — Hvar er hann? — Ekki langt að heiman frá sér. Hann er við ströndina um það bil fjörutíu mílur frá Santa Teressa. — Er þetta satt? — Þetta er satt, Harper, en þú sleppir mér ekki. Þú vilt ekki taka yið peningunum, vænti ég? —Ekki frá þér. — Hversvegna ættirðu að gera það? spurði hún illgirnislega. — Þú hefur náð í hundrað þúsund- in mín. — Ég vinn fyrir Sampson fólk- ið. Það fær þau aftur. — Það þarf ekki á peningum að halda. Af hverju hugsarðu þig ckki um Harper. Það er önnur persóna í þessu með mér. Þessi önnur persóna átti engan þátt í því, sem kom fyrir Eddie. Hvers vegna heldurðu ekki peningunum og skiptir þeim jafnt með þessarri annarri persónu? — Hver er hann? — Ég sagði ekki að það væri karlmaður. Röddin var farin að ná sér eftir meðferð Marcie og nú beitti hún henni af mestu snilld. —Það er óhugsandi, að þú get- ir unnið með konu. Hver er þessi karlmaður? Hún vissi ekki, að Taggert var dáinn, og þetta var elcki rétta stundin til að segja henni það. Gleymdu því, Mér datt að- eins í hug, að ég gæti treyst þér. Ég hlýt að vera orðin eitthvað verri. Ég hef ekki sagt þér hvar Sampson er. — Því lengri tíma sem það tekur þig að segja mér það, þeim mun minna langar mig að gera nokkuð fyrir þig. — Hann er í húsi á ströndinni, um það bil líu mílur norður af Buenavista. Hann er í því sem einu sinni var búningsher- bergi strandklúbbs, sem fór á hausinn í stríðinu. Og er hann lifandi? — Hann var það í gær. Fyrsta daginn var hann veikur af klóró- forminu, en það er allt í lagi með hann núna. — Var í gær, meinarðu. Er hann bundinn? — Ég hef ekki séð hann. Eddie var sá eini. — Og þú hafðir hugsað þér að láta hann svelta í hel. — Ég gaí ekki farið þangað Hann þekkti mig í sjón. Eddie var sá eini, sem hann þekkti ekki. — Og Eddie dó af slysni? — Nei, ég drap hann. Hún sagði þetta næstum hreykin. — En þú getur samt aldrei sannað það. Ég var ekki að hugsa um Samp- son, þegar ég skaut Eddie. —Þú varst að hugsa um pen- ingana. Að skipta þeim í tvennt í staðinn fyrir þrennt. — Ég viðurkenni, að það var að nokkru leyti það, en aðeins að hluta. Eddie varð mér til marg- háttaðrar bölvunar allt frá þvi að ég var krakki. Þegar ég loksins gat farið að standa á eigin fótum og var farið að verða eitthvað á- gengt, kom hann mér í tukthús. Ég var í dópinu og hann seldi það. Hann hjálpaði löggunni að sanna það á mig, og fékk í staðinn létt- an dóm sjálfur. Hann vissi ekki, að ég vissi það, en ég hét því að launa honum lambið gráa. Ég náði honum, þegar hann hélt að hann væri kominn á græna grein. En kannski það hafi ekki komið honum svo mjög á óvart. Hann sagði Marcie, hvar hann gæti fundið mig, ef eitthvað gengi úr- skeiðis. — Það gerir það alltaf, sagði ég. — Mannrán borgar sig ekki. Allra sízt þegar ræningjarnir fara að myrða hver annan. Ég beygði inn á Sunset Boule- vard og nam staðar við fyrstu bensínstöðina, sem ég kom á. Hún horfði á mig taka kveikjulyklana úr. - Hvað ætlarðu að gera? — Hringja eftir hjálp handa Sampson. Hann getur verið að dauða kominn, og það tekur okk- ur að minnta kosti hálfa aðra klukkustund að komast þangað. Hefur þessi staður eitthvert nafn? — Hann var kallaður Suniand Beach Club. Þetta er löng græn bygging. Hún sést ofan af þjóð- veginum. í fyrsta sinn var ég viss um, að hún væri að segja sannleikann. Ég hringdi til Santa Teressa úr símanum í stöðinni, meðan af- greiðslumaðurinn setti bensín á bílinn minn. Ég gat fylgzt með Betty Fraley í gegnum gluggann. Felix svaraði í símann: Hjá Sampson. —Harper hér. Er herra Graves þarna? —- Já, sir. Ég skal ná í hann. Graves kom í símann. —Hvar í andskotanum ertu? —Los Angeles. Sampson er lif- andi, eða var það að minnsta kosti í gær. Han ner læstur inni í búningsklefanum í strandklúbb, sem kallaður er Sunland. Veiztu hvar hann er? — Ég veit það. Hann hefur ekki verið starfræktur i mörg ár. Ég veit hvar hann er, norður af Bu- enavita, hjá þjóðveginum. — Farðu þangað eins fljótt og þú getur, með sjúkrakassa og mat, það er eins gott að þú hafir með þér lækni og lögregluforingjann. — Er hann illa haldinn? Framhald á bls. 44. 29. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.