Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 7

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 7
huga á hjúkrun og mig langar til að spyrja þig nokkurra spurn- inga í sambandi við hana: 1. Hvað þarf maður að vera gamall til þess að geta byrjað að læra hjúkrun? 2. Þarf maður að vera mennta- skólagenginn? 3. Hvað er maður lengi að læra hjúkrun? 4. Þarf maður að kunna ein- hver tungumál? P.S. Hvernig er skriftin? Ein áhugasöm. Þegar þú ert orðin 18 ára get- urlðu hafið nláWi í Hjúkrunar- skóla fslands. Þú þarft ekki að vera menntaskólagengin, en hins vegar þarftu að liafa annað hvort gagnfræðapróf eða landspróf og þú þarft að hafa yfir 6 í rétt- ritun, reikningi og dönsku. Hjúkr- un mun vera fjögurra ára nám. Annars skaltu snúa þér til skóla- stjóra Hjúkrunarskóla íslands og fá hjá honum nánari upplýsingar. Hann hefur viðtalstíma frá klukk- an 16—11 á þriðjudögum og fimmtudögum. Það er mikill skortur á hjúkrunarfólki í Iand- inu og auk þess er hjúkrun göf- ugt starf og svolítið rómantískt á köflum. Þú skalt’ ekki hika við að gera hjúkrun að lífsstarfi þínu. LEIKLIST. Kæri Póstur! Vilt þú vera svo góður áð svara nokkrum fyrirspurnum um leiklist, sem er áhugamál mitt: 1. Er til leiklistarskóli sem heitir Leiklistarskóli æskunnar eða leikhús sem heitir Leikhús æskunnar? 2. Hver er hámarksaldurinn og hvað kostar eitt námskeið? 3. Hvaða próf þarf að hafa til að innrita sig inn í L. R. eða Leiklistarskóla Þjóðleikhússins? Vertu blessaður og sæll. L. Við vitum ekki til að Leiklist- arskóli æskunnar hafi nokkum tíma verið til. Hins vegar starf- aði Leikhús æskunnar með mikl- um blóma til skamms tíma og lifir góðu lífi enn. Það var stofn- að af áhugamönnum og þeir réð- ust í hvert stórvirkið á fætur öðru, sýndu opinberlega leikrit- in Herakles og Ágíusarfjósið og Einkennilegur maður eftir Odd Björnsson. Sömuleiðis sýndu þeir valda þætti úr leikritum Shake- speares. Kostnaðurinn við þessar uppfærslur varð svo mikill, að hið unga áhugafólk leitaði á náð- ir Reykjavíkurborgar, og síðast- Iiðinn vetur var leikhúsinu breytt í Leikklúbb æskunnar á vegum æskulýðsráðs. f klúbbnum voru síðatliðinn vetur 15 manns, sem starfaði af miklum dugnaði og áhuga, hélt margar kvöldvökur og minni háttar sýningar. 1 sum- ar ætlar klúbburinn að bregða sér í utanlandsreisu til Danmerk- ur og Þýzkalands. Inngöngu í Leikklúbb æskunnar fá allir sem orðnir eru 15 ára og eru ekki orðnir eldri en 25 ára. Næsta vetur verður starfsemin umfangs- meiri en áður, og þá er ráðgert að koma á fót leiklistarnámskeiði. Til þess að komast í Leikskóla L. R. eða Leikskóla Þjóðleikhúss- ins þarf gagnfræðapróf, en einnig þurfa umsækjendur að standast inntökupróf, sem haldið er ár- lega í Iðnó en annað hvert ár í Þjóðleikhúsinu. PÚKÓ TEXTI. Kæra Vika! Við erum hérna tvær stelp- ur og erum báðar ægilegir aðdá- endur Dáta. Núna nýlega er nýj- asta platan þeirra loksins komin á markaðinn. Þar er eitt lag sem okkur finnst svaka næs, en text- inn við það er svo púkalegur og gamaldags, að við erum alveg rasandi. Hann er um einhvern kall á Eyrinni og er svo dreif- býlislegur, að hann gæti verið frá því árið sautján hundruð og súi'kál. Önnur okkar á fimmtuga frænku og hún syngur oft eitt- hvert lag sem heitir Bjössi á mjókurbílnum. Þessi texti um Gvend á Eyrinni er nákvæmlega eins. Hvemig dettur Dátum í hug að setja svona texta við veru- lega sætt og næs bítlalag? Bless. Tvær með Dátum. Við höfum því miður ekki heyrt þetta lag, en getum samt ímynd- að okkur að Gvendur karlinn á Eyrinni eigi lítið erindi inn í nýmóðins bítlalag. Hér hefur Dát- um orðið á í messunni. Þeir hafa ruglað saman nýja og gamla tím- anum, en milli þeirra er heilt hyldýpi, eins og allir vita. ^^bankett VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreint og hressandi! Það er gaman að matreiða í nýtízku eldhúsi, har sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og glliggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og lireingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið bér raunverulega loftræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér liún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftins í eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna lieyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á síum! Athugið sérstaklega, að Bahco Bankett barfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bacho Bank- ett hefur engar slílcar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr ryðfríu stáli! Bahco Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli, sein ekki einungis varna því, að fita setiist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar eru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar! Lögun Bacho Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn vfir eldavélina. Innbyggt liós veitir þægilega lýsingu og rofarnir fyrir Ijós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stílhrein og vönduð — fer alls staðar vel! Bacho Bankett er teiknuð af binum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og cr sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu og reyndustu og nýtízkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BACHO ER BETRI. I*a3 cr einróma álit neytcndasamtaka o; rcynslustofnana ná- grannarikjanna, að útblástursviftur einar veiti raunveruleea loftræstingu. Hagsýnir húsbygBjendur gera hví rá'ð fyrir úthlástursgati eða sérstökum loftháfi. Þcir, sem endurnýja eldri eldhús, hrjóta einfaldlega sat á útvegg cða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn marghorgar sig. NÝJNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á hoðstólnum létta og sterka, hvíta plastpoka með beygjum og öðru tilheyrandi, scm hver og cinn getur raðað saman, án minnsta erfiðist eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og hcldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið BAHCO BANKETT. • • Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10 RVÍK. FONIX Sendið undirrit. Bahco Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn: .......................................................... Heimilisfang: Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavik. 29. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.