Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 33

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 33
Það skeður margt á sæ Framhald af bls. 27. al Kunz, skipi sem var í flutning- um fyrir bandaríska herinn. Þá tóku sig upp meiðsli, sem ég hafði fengið í stríðinu, svo að ég varð að liggja um eins árs skeið á Marine Hospital, skammt frá Boston. Þegar ég hresstist, var ég í þrjú ár á togbátum frá Boston, en kom síðan heim, 1951 mun það hafa verið. Ég var þá um hríð á íslenzkum fiskiskipum, en siðustu sjö árin hef ég ekki getað unnið. Þar er brjósklosi um að kenna, en það stafar frá gömlu meiðslunum. Ég er ekki alveg ánægöur með þetta, því mér finnst aldurinn alls ekki orðinn nógu hár til að leggja upp laup- ana. Ég býst kannski við að menn séu almennt hættir á tog- urum á mínum aldri, en á flutn- ingaskipunum er hægt að vera mun lengur, ef heilsan er ekki því verri. „VILTU EKKI KVENMANN?“ Ég veit ekki hvað ég ætti að segja þér fleira. Það er auðvitað af ýmsu að taka, en það kemur ekki allt fram í hugann um leið og það er kallað, og ekki í réttri röð. Ég get til dæmis sagt þér hvernig heilsað var upp á mig, þegar ég kom í fyrsta sinn til Kína, til Sjanghaí. Þá var ég á Lundby. Þá fylltist skipið allt af kínverskum gleðikonum, marg- ir tugir, margar á mann, því að það voru ekki nema eitthvað átta eftir um borð, hinir farnir í land. Þegar forráðamaður þeirra sá, að ég víaði stelpunum á bug, vék hann sér að mér flírulegur og spurði á ensku: „Viltu ekki kvenmann? Viltu þá pítar? Ég hafði ekki hugmynd um hvað hann átti við en svaraði í hálf- kæringi: „Then come with that damned peetar.‘‘ Hann fer í land, en kemur að vörmu spori með telpukrakka, tíu—tólf ára gaml- an. Ég var góða stund að átta mig á því hvað hann vildi með krakkann, tiltölulega saklaus og óspilltur íslendingur eins og ég var, þótt kominn væri yfir þrí- lugt. En ég hef sjaldan fundið til annars eins hryllings og þeg- ar það rann upp fyrir mér. Mellu- dólgurinn hafði þá haldið að ég væri haldinn einhverju óeðli, þar sem ég hafði ekki áhuga á við- skiptum við gleðikonurnar, en síðar komst ég að því að það eru einkum kynvillingar eða aðrir kynferðislega afbrigðilegir menn, sem sækjast eftir mökum við ó- þroskaðar stelpur. Á þessum tíma var Sjang Kaí- :sék við völd í Kína, eins og auð- :séð var í Sjanghaí. Þar var óreiða á öllu, og fólkið svaf á götunum þótt húsin stæðu auð. Það lá í augum uppi að þetta gat ekki gengið svona lengi. í Sjanghaí kom ég í fyrsta sinn á ópíum- sjoppu. Eitrið er reykt úr löng- um pípum, og neytandinn fellur í svefn eftir þrjá—fjóra reyki. Þarna sátu og lágu Kínverjar í löngum röðum. Útlitið á þessum aumingja mönnum var hryllilegt; þeir voru lifandi lík, ekki hold- tóra á beinunum. í Sjanghaí varð ég líka í fyrsta sinn vitni að hernaðaraðgerðum. Þetta var 1939, og Kínverjar áttu í stríði við Japani. Þá komu Jap- anir og gerðu loftárás á borgina. Við heyrðum sprengingar og sá- um mikla elda, en ekki nálægt. Japanir pössuðu sig með að henda sprengjunum bara á úthverfin, þar sem aðeins bjuggu Kínverj- ar, en ekki á miðborgina, sem alþjóðahverfið svokallaða var, en þar bjó margt hvítra manna. Þá voru Japanir nefnilega ekki ennþá komnir í stríð við Vestur- veldin. En þessi hamagangur þarna í Sjanghaí var ekkert á móti því, sem ég reyndi síðar í Liverpool. „KAFBÁTURINN" I KARÍBAHAFI. Það var margt nýstárlegt að sjá í Austurlöndum í þann tíð. í hnattferð með Lundby kom ég til borgar sem heitir Séfú og er í Kóreu. Þar sá ég konur með reyrða fætur. Ég var á gangi í landi og sá þá tvær gamlar kon- ur, sem voru við saumaskap út- undir vegg. Fæturnir á þeim voru ekki annað en litlir og ó- lögulegir hnúðar neðan á leggj- unum. Þetta fannst mér heldur óhugnanlegt. Kóreumenn hafa sjálfsagt tekið þetta upp eftir Kínverjum, eins og fleira. Mér leizt annars heldur vel á fólkið í Kóreu. Mér virtist það almennt stórvaxnara og myndar- legra útlits en Kinverjar. Já, ég minntist áðan á stríð. Ég skal segja þér sögu til dæmis um spennuna, sem menn lifðu þá stöðugt í, það er að segja sjó- mennirnir, sem urðu að sigla hvað sem kafbátum, tundurdufl- um og öðrum háska leið. Ég var þá á einu olíuflutningaskipinu frá Standard Oil, Belgia hét það. Við vorum á Karíbahafinu á leið frá borginni Corpus Christi (Kristslíkama) í Texas. Það var bliðastafalogn og sléttur sjór. Ég var við stýrið og skipstjóri hjá mér í brúnni. Þá kemur fyrsti stýrimaður allt í einu æðandi og kallar til skipsstjóra, að þýzkur kafbátur sjáist á bakborða. Skip- stjórinn rauk á brott til að gefa einhver fyrirmæli, ég veit ekki hver, en næstu tíu mínúturnar urðu þær lengstu, sem ég hef lif- að. Við vorum sem sé með tutt- ugu þús. tonn af bensíni í geym- unum, og þegar tundurskeyti hitt- ir skip með þannig farm, fuðrar það upp í einu vetfangi. Björg- unarvon áhafnarinnar er þá alls engin, en þeir mega prísa sig sfeVeriö forsjál Fariö með svariö í feröalagiö <§§>

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.