Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 43

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 43
Borgarbúar tóku þessum ósköp- um með furðumiklu jafnaðargeði; stundum nenntu þeir ekki einu sinni út af pöbbunum, þegar loft- varnarmerki voru gefin. Á flest- um kránum var brúða með svip- móti Hitlers höfð hangandi í gálga. Liverpoolbúar eru yfirleitt glaðvært fólk og alúðlegt og syngja mikið. Þegar ein mesta árásin var gerð, var ég staddur í landi; hafði farið inn á einn pöbbinn með skipsfélaga mínum, negra frá Brezka Hondúras, og kærustu hans, konu þar úr borginni. Hún var með dóttur sína með sér, stelpu um eða innan við ferm- ingu. Svo var loftvarnamerki gef- ið og allt varð vitlaust. Negrinn og kærastan geggjuðust alveg af hræðslu og hlupu sína leið án þess að skeyta um krakkann, sem hágrét af skelfingu og ráðaleysi. Ég varð að taka hana upp á mína arma, en þegar árásin var um garð gengin, tók lítið betra við, því að allar sporvagnasamgöngur höfðu verið stöðvaðar, þegar hún hófst. Ég varð að ganga með stelpunni alla leið út í úthverfi, þar sem hún átti heima. Það tók fjóra tíma. Framhald í næsta blaði. Heklaður kjóll Framhald af bls. 47. Jt. umf.: 1 fastal., ☆ 7 fastal. um loftlykkjuboga, 1 keðjulykkja í fastal. fyrri umf., endurt. frá ☆. Sendum gegn póstkröfu RafiQian hf. Vestugötu 11 Sími 19294. TALSTDOVAR ★ ★ ★ 4 stærðir Endurt. 3. og 2. umf. Hekl. þar til lausi bekkurinn mælir um 12 sm. Ath. að í annarri hverri umf. eru hálfir bogar á endanum og í annarri hv. heilir. Næsta umf.: 1 st., 2 loftl., 1 fastal. í miðbogann, 2 loftl. 1 st. milli boga, endurt. frá og endið með 1 st. 1 umf. fastahekl. Haldið síðan áfram með munstrið og byrj- ið með 2. umf .og ath. að lykkj- urnar séu oddatala. Aukið út 1 1. í hvorri hlið i 2. hv. umf. 4 sinn- um, byrjið með 2. umf. Heklið 10—11—11 sm. Takið þá úr 7, 4, 3, 2, 1 1. í hvorri hlið fyrir handvegum og jafnhliða 2 affellingar við handvegina er 32 —35—38 miðlykkjunum sleppt. Takið úr við hálsinn báðum meg- in 4, 3 1 1. Hekl. áfram þar til handvegir mæla 15—16—16 sm. Bakstykki: Hekl. eins og fram- stykki nema takið úr við hálsinn þegar handvegir mæla 3 sm. Gangið frá stykkjunum með því að leggja þau á þykkt stk., næla form þeirra út með títuprjónum, leggja raka klúta yfir og láta gegnþorna næturlangt. Saumið kjólinn saman með þynntum garnþræðinum og aftur- sting. Hekl. 1 umf. fastahekl í háls- málið og 2 umf. fastahekl í hand- vegina og takið þá úr í 2. umf. svo síddin verði hæfileg. Pressið mjög lauslega yfir alla sauma frá röngu. og blandið þeim og tómatsneiðum í eggið, sem hefur verið þeytt lítillega, sömuleiðis appelsínusafanum, salti og pipar. Síið hvitlaukinn frá olíunni og bætið henni i. Blandið ristuðu brauð- teningunum saman við kálið í skálinni og hellið þessu yfir, skreytið með tómat og skornum pipar. Berið fram strax. Húfur úr léreftsræmum Framhald af bls. 46. urinn liggi sléttur og munið eftir litaröðuninni. Þegar þvermál kollsins mælir um 25 sm. eða er hæfilega stór. Heklið þá eina umf. án aukn- inga og byrjið síðan að taka úr með því að sleppa 4. hv. 1. Heklið nokkrar umf., mátið og takið úr eftir þörfum svo húf- an sitji hæfilega föst. Gangið frá öllum lausum endum með því að tylla þeim í höndum með samlitum tvinna. Hlæjum við nóg? Framhald af bls. 11. Fjarlægið nagla- böndin á auðveldan hátt Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn dropa í einu, sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi sjálfblekungur sérstaklega gerður til snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að neglur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutlpen er algerlega þéttur, svo að geyma má hann i handtösku. Kalt salat Framhald af bls. 47. blandað saman við um leið og salatið er borið fram. EGG, RÆKJUR OG GÚRKA í MAJONES. 5 harðsoðin egg, 1 gúrka, 200 gr. rækjur, 2% dl. þykk majonessósa, soðið vatn, laussoðin hrísgrjón, paprika, vinaigrettesósa II (sjá síðasta blað). Skerið harðsoðin eggin í tvennt, sker- ið gúrkuna langsum í fjóra hluta og síðan í smærri stykki. Þynnið majones- sósuna með svolitlu sjóðandi vatni. Kryddið síðan vinaigrettesósuna með papriku og e.t.v. svolitlu hvítlauks- dufti eða hvítlaukssalti. Blandið þeirri sósu svo I hrísgrjónin, þannig að þau haldist vel saman, setjið þau á mitt fat, leggið hálfu eggin utan með og hellið majonessósunni yfir. Skreyt- ið með rækjum og gúrku. MAKKARÓNUSALAT. 200 gr. stuttar makkarónur, vatn, salt, 3 matsk. smásaxaður laukur, rif- inn ostur, majones, harðsoðin egg, tómatar, persilja og e.t.v. tunga eða skinka. Sjóðið makkarónurnar í nægu salt- vatni. Skolið úr köldu vatni og látið renna vel af þeim. Blandið lauknum, ostinum og majonessósunni saman við og raðið eggjum, tómötum og persilju ofan á. Þetta má bera fram með kaldri tungu eða skinku, eða skera kjötið í þunnar ræmur og blanda saman við. Annað kjöt má líka nota út í þetta salat. STERKT SALAT. Lítið hvítlauksstykki, % bolli salat- olía, 1 salathöfuð, svolitið hvítkál, 1 bolli ristaðir brauðteningar, 1 dós sardínur, 4 tómatar, 1 hrátt egg, *,4 bolli appelsínusafi, salt, pipar, Worch- estershiresósa. (eftir smekk eða henni sleppt ef vill), grænn eða rauður pip- ar. Saxið hvítlaukinn og látið hann liggja í oliunni um stund. Rífið sal- atið og hvítkálið smátt og leggið í salatskál. Skerið sardínurnar í smábita sökk upp að mitti ofan ( gangstétt- ina í Lækjargötu þarna rétt fyrir kosningar í vor. g svo er hér lítil saga, sem sep- ir meira um tíðarandann heldur en stór bók sagnfræðings getur gert eftir eina öld eða svo. Tvær vinkon- ur hittust ó götu og önnur sagði við hina: — Veiztu, að Jonna var að gifta sig? — Nei svaraði hin, — ég vissi ekki einu sinni að hún væri ófrfsk. Það sakar kannski ekki að til- greina tvær sögur aðrar, sem eiga skylt við móralinn. Onnur gerðist úti ó landi fyrir um það bil átta eða níu árum, og hlutverkin skipa stór og myndarlegur rútubílstjóri og glæsileg, vergjörn stúlka. Hún hafði lengi haft augastað á þessum mynd- arlega bflstjóra, og loks gafst henni tækifærið. Ungmennafélagið á staðnum hafði ákveðið að fara f hópferð á dansleik í næstu sveit. Þetta var áður en rúturnar urðu svo óhaganlegar að bílstjórinn er nánast króaður af, svo stúlkan sá sér færi að setjast við hlið bíl- stjórans. En það var sama hvernig hún fór fínt að hlutunum, ekkert skildi hann. Loks, þegar nýlega hafði verið lagt af stað heim aftur stóðst hún ekki mátið lengur. Hún lagði vinstri hönd sína yfir hægri hönd hans, sem hann hvíldi á gfr- stönginni. Þá loksins sýndi hann nokkurn skilning, hann leit á hana út undan sér, glotti og sagði: — He he— vilt þú koma f krók? nnur stúlka af sama tagi var í partýi lagði hug á ungan mann sem einhverra hlula vegna var ekki jafn áfjáður og hún. Hún reyndi með öllum ráðum, og þar kom að hún var komin svo nærri efninu að hún spurði, með kurrandi, lokkandi rödd: — Langar þig ekki að koma með CutípCfV fæst i öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar áfyllingar. Fyrir stökkar neglur blðjið um Nutrinail, vítamínblandaðan naglaáburð, sem seldur er 1 pennum, jafn handhæg- um í noktun og Cutipen. mér og sjá, hvar botnlanginn var tekinn úr mér? Maðurinn hrökk við ög það kom skelfing í augnaráðið, þegar hann svaraði: — Nei í guðanna bænum — ég þoli ekki sjúkrahús. Og kannski við endum þetta rabb með einni saklausri slökkviliðs- sögu, sem getur hafa gerzt hvar sem er. Það kviknaði í bóndabæ uppi í sveit og slökkvilið sveitar- innar — ein dæla og hópur af sjálfboðaliðum — var að Ijúka við að slökkva eldinn fljótt og vel, þeg- ar slökkvilið næsta þéttbýlis kom á staðinn með grímur, háþrýstidæl- ur og guð veit hvað. Það var ekk- ert fyrir það að gera, en vara- slökviliðsstjórinn, sem fylgdi, gat ekki farið aftur til sinna stöðva svona þegjandi og hljóðalaust, svo hann vék sér að sjálfboðaliðssveit- inni og sagði, alvarlegur í bragði: — Vitlaust slökkt, piltar, vitlaust slökkt. Og þannig var nú það. Við skul um vona, að einhver hafi haft gaman af þessum sögum, sem vita- skuld eru hver annarri betri, hvað sem liver segir — og hvernig væri nú að setjast með blað og blýant og launa okkur í sama — senda okkur nokkrar góðar sögur? ☆ “•tbl VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.