Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 3

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 3
Marokkó og Mallorka Landfræðilega er Marokkó vestrænt land, en menn- ing þess og mól er fyrst og fremst ættað austan úr Miðjarðarhafsbotnum. Þetta land er í augum flestra Vesturlandamanna umvafið ævintýraljóma, líkt og um einskonar ólfheima væri að ræða. Þetta merkilega, forna ríki, sem Saharaeyðimörkin og Norður-Atlants- hafið lykja um, er fullt af stórkostlegum andstæðum. Þar eru frjósamir dalir og sléttlendi, líflausar eyði- merkur og snækrýnd hófjöll. Hinar fornu borgir eru hreinasta gullnóma fyrir áhugamenn um arkitektúr, því enginn hörgull er þar á glæsilegum minnismerkj- um forna bygginga'menningu Islams. Engan þarf því að undra, þótt Marokkó sé orðin ein af eftirsóttustu túristaparadísum heimsins. Þannig hefst grein um Marokkó, sem birtist í næstu Viku og Dagur Þorleifsson hefur tekið saman. Eins og kunnugt er, er aðalvinningurinn í Sumargetrauninni okkar ferð fyrir tvo til Marokkó. Annar ferðamanna- staður og öllu þekktari kemur einnig við sögu í næsta blaði. Gylfi Gröndal skrifar um skyndiferð til Mallorka, en ferðaskrifstofan Sunna bauð blaðamönn- um þangað fyrir skemmstu. Af öðru innlendu efni má nefna síðari hluta við- talsins við Jón Pétur Jónsson, grein eftir Helga Sæ- mundsson um útilíf og veiðimennsku, og ótalmargt fleira. IÞESSARIVÍKU SUMARGERAUN VIKUNNAR, þriðji hluti . . Bls. 4 HLÆJUM OG LIFUM LENGI, nokkrar skop- sögur sem Sigurður Hreiðar hefur tekið saman ................................. Bls. 10 VIRGINÍA, smásaga ..................... Bls. 12 HVIKULT MARK, framhaldssagan um ævin- týralegt líf Lew Harpers eftir Ross Mac Donald ............................... Bls. 14 EFTIR EYRANU, þáttur Andrésar lndriðasonar Bls. 16 ASSUANSTÍFLAN OG FARAO ........ Bls. 18 ANGELIQUE í BYLTINGUNNI, framhaldssag- an um þessa vinsælu frönsku ævintýrakonu Bls. 20 „BLITZ-KRIEG" ÍSRAELS, myndir frá styrjöld Israelsmanna og Araba fyrir botni Mið- jarðarhafsins .......................... Bls. 22 ÞAÐ SKEÐUR MARGT Á SÆ - ÞEGAR SELUR ER SKOTINN í AUGA, Jón Pétur Jónsson rifjar upp minningar frá áratuga sjómanns- ferli sínum. Fyrri hluti viðtals, sem Dagur Þorleifsson hefur tekið saman .............. Bls. 26 VIKAN OG HEIMILIÐ .......................... Bls. 46 ÚTGEFANDI; HILMIU H.F. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðrltstjóri: Gylfi Gröndal. Biaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlltstelknlng: Snorrl Friðriksson. Auglýsingar: Ásta Bjarnadóttlr. Drelflng: Óskar Karlsson. Bitstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholt 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 35. Áskriftarverð er 470 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun og myndamót Hilmlr h.f. FORSÍÐAN Þa8 þarf ekki að fara langt út fyrir bæinn til þess a8 taka landsiagsmynd. Þessa mynd tókum viS í Laugarnesinu og fengum litla og fallega telpu til þess aS punta enn þá meir upp á umhverfiS. Esjan er í baksýn og sómir sér vel aS dómi Reykvík- inga, þótt dreifbýlismenn kalli hana fjóshaug. HUMOR I VIKUBYRIUN \nc\ Ég fór að reyna nýja bílinn í dag, en mér líkar alls ekki við hann! Gekk þér nú aftur illa á gólfvell- inum? Allt í lagi, herra Brown, ég er ekki með reikninga í dag! Ég hefi sjálfur fundið upp, hinn fullkomna sjónvarpsstól! Það er allt annað líf, síðan ég fékk þennan stól! 30. tbl. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.