Vikan


Vikan - 20.07.1967, Side 6

Vikan - 20.07.1967, Side 6
GÆÐASMJÖR. ENSKAR lostDlíisveooflísar ★ HnvaliO ildrei aeira en m. yíir 30 litir. ★ Verl iiveroi iiasslæðin. LITAVER SF. Grensásvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Símar 30280 og 32262. Kæri Póstur! Ég 'sé að lesendur skrifa þér um ýmis lítilvæg atriði í hinu hverdagslega lífi. Sumum kann að virðast þetta fáfengilegt nöld- ur og smámunasemi, en það er nú einu sinni svo, að smáatriðin geta farið í taugarnar á manni, ef þau eru ekki eins og þau ættu að vera. Og hvað er stórt og hvað er smátt? Ætli það fari ekki eftir smekk og áliti hvers og eins? En nú sný ég mér að efninu: Ég brá mér í utanlandsreisu í sumar og hafði náttúrlega mjög gaman af því. Ég fór fyrst til Kaupmannahafnar, og þegar ég borðaði fyrsta morgunverðinn minn þar og bragðaði á smjörinu þeirra, varð ég afar undrandi. Hvílíkt indælis smjör! Ég vissi náttúrlega fyrir, að Danir væru meistarar í smjörgerð, en að smjörið þeirra væri svona gott, það hafði mig ekki grunað. Mér varð hugsað til smjörsins okkar hér heima. Eftir að hafa bragðað: á danska smjörinu dæmi ég ís- lenzka smjörið í mesta lagi þriðja flokks. Ég hafði orð á þessu við konu mína og hún sagði: „Það er ekki nema von að smjörið heima sé lélegt. Þeir kvað safna saman smjöri alls staðar að af landinu, sums staðar er um afbragðsgott smjör, en á öðrum stöðum er það eins og: gengur. Síðan er öllu þessu hrært saman og settur á það sami stimp- illinn: GÆDASMJÖR! “ Ég hafði að vísu heyrt þessai sögu áður, en aldrei tekið hanai alvarlega. En nú langar mig till að spyrja: Er þetta satt? Er mikill' vandi að framleiða jafn gott smjör og Danir búa til? Gætum við ekki gert það líka? Ef það: hleypir verðinu upp úr öllu valdi,, væri þá ekki heillaráð að fram- leiða smjör í fyrsta, öðrum og: þriðja gæðaflokki með mismun- andi verði? Ég mundi vilja greiða nokkrar krónur aukreitis til þess að fá fyrsta flokks smjör til hátíðabrigða á tyllidögum. Með beztu kveðjum og þakk læti. Porframaður. Við þökkum þetta ágæta bréf- Því miður erum við afskaplega illa að okkur í framleiðslu smjörs og annarra landbúnaðarafurða. En það er hverju orði sannara: íslenzkt smjör stenzt ekki sam- anburð við erlent, hvað sem því veldur. Við komum hér með spumingum Forframaðs á fram- færi við rétta aðila í von um góðar upplýsingar. EFSTUR í HAUSNUM. Kæri Póstur! Ég ætla loksins að láta verða af því að skrifa þér, eins og margir aðrir gera sem eru í vandræðum. Svo er mál með vexti, að ég er lengi búin að vera alveg ofsalega hrifin af strák, sem er jafngamall mér (16 ára). Við erum ágætir kunningjar, óg þegar við hittumst tölum við bara saman um hitt og þetta. Hann er alltaf æðislega al- mennilegur við mig, en veit ör- ugglega ekki hvers konar tilfinn- ingar ég ber til hans. En það allra versta er, að þegar ég er með öðrum strákum, þá er hann alltaf efstur í hausnum á mér og ég hætti þá við þann sem ég er með. Hvað get ég gert í þessu, svo ég verði ekki brjáluð? Ein alvarlega ástfangin. Það er lítið orðið eftir af þeirri gömlu góðu rómantík, sem eitt sinn fyllti brjóst hverrar ung- meyjar af rauðum rósum. Okkur varð svolítið hverft við, þegar þú sagðir um sjálfan drauma- prinsinn þinn, að hann væri allt- af „efstur í hausnum á þér“. En þetta er víst nútíminn. Ungt fólk talar hispurslaust jafnt um hjart ansmálin sín sem önnur. — Ef þú ert ekki því hlédrægari og dulari, þá trúum við ekki öðru en strákurinn sjái í augunum á þér hvers kyns er. Þegar maður er ekki nema 16 ára, þá er mað- ur fjarska næmur á svona lagað. Kannski er hann bara að hugsa sig um og doka við andartak, þangað til hann dembir sér í þetta. Þú skalt lofa honum að vera svolítið lengur „í hausnum á þér“ — og sjá hvað setur. HJÚKRUN. Kæra Vika! Ég hef alltaf lesið þig síðan ég fyrst gat lesið blöð. Og mér hefur alltaf þótt Pósturinn skemmtilegur. Ég hef mikinn á- 6 VIKAN 29-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.