Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 4

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 4
FerO ferir tvi til Mirikki. Pilinid Bvidivélir. n snrtvinr frá Belii OLAROID er ævintýri líkast. Þú tekur mynd, bíður síðan í 15 sekúndur og dregur ® þá myndina framkallaða og: tilbúna út úr vélinni. Það sem hingað til hefur mest angrað þá sem gaman hafa af að taka myndir í tómstundum sínum, en framkalla ekki sjálfir, hefur einmitt verið biðin meðan verið er að íramkalla filmuna. Nú er þessi bið úr sög-unni. Auk þeirrar skemmtunar sem Polaroid veitir mönnum í tómstundum þeirra, eru at- vinnufyrirtæki þegar farin að nota Polaroid við starfsemi sína. Polaroid er mjög hand- hæg vél fyrir tryggingafyrirtæki, sem þurfa að taka myndir af skemmdum bíla, sem lenda í árekstri, fyrir skipafélög, sem taka myndir af vörum sem skemmzt hafa, — og svo mætti lengi telja. Polaroid hefur mikið hagnýtt gildi íyrir atvinnufyrirtæki og höf- uðkosturinn er að sjálfsögðu sá, að myndin er tilbúin STRAX. í Sumargetrauninni eru tíu POLAROID SWINGER myndavélar og fyrir þá sem komn- ir eru lengra í Ijósmyndalist höfum við einnig tvær POLAROID AUTOMATIC (210 og 250) sem eru raunar jafn auðveldar og SWINGER, nema hvað stilla þarf fjarlægðina. AÐ VAR MIKIÐ um dýrð- ir þegar þota Flugfélags íslands kom til landsins, enda um að ræða fyrstu þotuna, sem íslendingar eignast. Þar með höf- um við gerzt aðilar að þotuöld- inni og ferðir til framandi landa taka nú skemmri tima en áður. Mikill mannfjöldi safnaðist sam- an á Reykjavíkurflugvelli í talíð- skaparveðri laugardaginn 24. 4 VIKAN 29-tbl- júní sl. og fagnaði Gullfaxa hin- um nýja. Lúðrasveit lék og ræð- ur voru fluttar og almennur fögnuður rikti. Með komu hinnar nýju Boeing 727 þotu hefur Flugfélag íslands náð mikilvægum áfanga. 1. júlí sl. var tekið upp þotuflug í dag- legum samgöngum við meginland Evrópu og Bretlands. Nú tekur ekki nema 2 klukkustundir og 40 mínútur að fljúga til Kaup- mannahafnar og 10 mínútum skemur er verið að fljúga til London. Þeir sem hreppa fyrsta vinn- inginn í Sumargetraun Vikunnar hljóta ferðalag alla leið til Ma- rokkó eins og kunnugt er. Þeir hefja ferðalagið með því að stíga upp í hina nýju og glæsilegu þotu Flugfélagsins og fljúga með henni til Kaupmannahafnar. Þar stíga þeir upp í aðra þotu, kann- ske nákvæmlega af sömu gerð, frá SABENA og halda áfram til áfangastaðarins. Hinir lánsömu lesendur Vikunnar munu komast að raun um, að hvað aðbúnað farþega snertir stenzt Gullfaxi samanburð við hið allra bezta, sem tíðkast í þotum á lengstu flugleiðum. Boeing-verksmi'ðj- urnar hafa kappkostað að draga úr titringi og hávaða og tryggja þægindi farþega á allan hugsan- legan hátt. BBgi' 5Miífi i .«jf ^‘ ,‘íi-vúL '• ■ &é§iÉ ÍWIfe'lÍrF' ” Mlm

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.