Vikan


Vikan - 20.07.1967, Síða 29

Vikan - 20.07.1967, Síða 29
Angelique í byltingunni Framhald af bls. 21. — Þér getið að sjálfsögðu reitt yður á mig. 1 huganum reyndi hann að geta sér þess til, hver kvennanna í sam- félagi hins heilaga sakramentis gæti hafa komið þessari stúlku íyrir sem trúmálanjósnara á heimili Berne. Gat Það verið Madame Berte- ville? Eða Madame d’Armentiéres? Engu að siður ætlaði hann að hafa hemil á forvitni sinni. Reglur bræðralagsins kröfðust fyllstu leyndar í hvívetna; hann vissi það, af því hann var sjálfur félagi. Angelique horfði út um gluggann. Ótti hennar vaknaði á ný, þegar hún sá brjóstvirkið. — Monsieur, það er skelfilegt að hugsa til þess, að meðan ég hef verið burtu, getur þetta fólk hafa borizt á banaspjótum, og ég skildi litlu stúlkuna mina eftir þar... — Svona, svona. Verið nú ekki að búa yður til áhyggjur! Hún var undrafögur, þegar hún fölnaði svona og fékk þennan villta svip, sem opnaði augun upp á gátt, og allt yfirbragðið var þannig, að Það skar i hjartað. Hann langaði mest að taka hana í fangið og sverja að vernda hana að eilífu. 1 staðinn hjálpaði hann henni kurteislega nið- ur úr vagninum. Lúðvík XIV hafði skipað undirtyllum sinum að sýna jafnvel lágt settum þjónustustúlkum virðingu, og það var auðvelt að gleyma lágri stöðu þessarar. Monsieur de Bardagne fagnaði með sjálfum sér. Nú þegar hann vissi, að hún var þjónustustúlka, gat hann varla dulið gleði sina. Það myndi ekki bregðast, að hún myndi gangast upp við það, að svo áhrifaríkur maður sem hann sýndi henni athygli, hinn persónulegi íulltrúi konungs- ins í La Rochelle. Og Það sem meira var, hann myndi ekki mæta sömu karlmannahræðslunni og virtist gegnumgangandi meðal kvenna af trú mótmælenda, en hann hafði lengi reynt árangurslaust að brjóta varnir þeirra á bak aftur. Hann hafði glatað allri von um, að honum myndi nokkurn tíman heppnast það, jafnvel ekki hvað varðaði elztu dóttur Monsieur Monigaults, hina tannhvössu líflegu Jenný. Það þurfti ekki annað en lita í svip á þessa fögru konu til þess að láta sér skiljast, að þær syndir, sem hún var að gera yfirbót fyrir, væru af því taginu, sem hann, Nicholas Bardagne, var reiðubúinn að fyrirgefa, sérstaklega ef þær voru drýgðar hans vegna. Og sú staðreynd ein, að hún átti óskilgetið barn, gerði stöðu hennar verri, að það myndi hann nota sér út í æsar. Hvílík dásemd þetta alltsaman var, og hvilíkur ljómandi dagur fyrir hann. Þegar þau komu inn í garðinn, tók hann undir handlegg hennar. Angelique tók varla eftir því; þar að auki þarfnaðist hún stuðnings, því fæturnir gátu varla borið hana lengur. — Svona nú! sagði Monsieur de Bardagne hughreystandi, — það er allt í lagi. 1 forsalnum á neðstu hæð voru hermennirnir fjórir, Monsieur Baum- ier og böðullinn að drekka vín, sem Rebecca gamla hafði borið þeim. Baumier stóð nokkuð frá hinum. Maður í hans stöðu gat ekki lítið- iækkað sig með því að umgangast ómerkilegan böðul of náið. Hann reis upp, þegar hann sá yfirmann sinn og hneigði sig djúpt, en lét ekki á sér sjá nein önnur merki undirgefni. — Hlustið á þetta, sagði hann og leit þreytulega í áttina að stig- anum. Langdregin, dapurlegur sálmur um dauðann og þjáningu sálarinnar barst ofan úr herbergi Lazarus Berne. Mótmælendurnir héldu vörð um hinar jarðnesku leifar hans, sem var ógnað á svo hryllilegan hátt, og létu huggast af bænum sínum. — Þarna sjáið þér! sagði Monsieur Bardagne við Angelique, — hvað sagði ég yður? Við erum sómasamt fólk, hér í La Rochelle. Allt svona lagað lagast af sjálfu sér. Það fór hrollur um hana, þegar hún hlustaði á sálmasönginn. Hún gat aldrei losnað við óþægindin, sem hún hafði af svona söng, síðan hún hafði heyrt hann af vörum þjónustufólksins og Ramborg barnanna, sem stóðu í hnapp umhverfis móður sína, þegar drekarnir ruddust inn í höllina með sverð og byssur í höndum . . . Liðsforinginn var að tala í lágum hljóðum við formann hinnar kon- unglegu trúmálanefndar. — Ég er afar hræddur um, að það sé einhver misskilningur í þessu máli, Monsieut' Baumier. Við getum varla sakað Lazarus Berne fyrir að hafa tekið upp fyrri trú, úr því að hann lét aldrei snúið sér til réttrar trúar. — Þér sögðuð, að ég gæti hagað mér í þessu máli eins og mér sýnd- ist, mótmælti Baumier og stífnaði lítið eitt. — Já, ég gerði það, en ég treysti því, að þér sæjuð um, að skýrslur yðar væru í hverju smáatriði réttar. Hin minnstu mistök í þessum við- kvæmu málum gætu komið okkur í vonda klipu. Mótmælendurnir eru afar hörundsárir og eru allir reiðubúnir til að saka okkur um óheið- ariega framkomu.... Formaður trúmálanefndarinnar bandaði frá sér hendinni. — Monsieur, þér hafið allt of miklar áhyggjur af þessum vesalingum, sem eru i rauninni ekkert betri en Þeir, sem segja skilið við hina réttu trú. Það ætti að meðhöndla þá með svipuðu miskunarleysi og hermenn, sem gerast sekir um viðlíka glæpi á vígvellinum. Rétt í þessu kom Monsieur Manigault og leiddi Jerimí son sinn sér við hönd, en á eftir kom allur kvennaskarinn. Liðsforinginn fylgdi honum upp, og Baumier kom á eftir. Um sam- anbitnar varir hans lék pislarvættisbros þess, sem heldur fast við sínar fyrri hugmyndir um Það, hvernig allt eigi að vera. Hann var þó vanur að láta í minni pokann og það hjálpaði honum að vita með vissu, að hann var réttu megin, bæði frá trúarlegu og stjórnmálalegu sjónar- miði. Hann deplaði ekki einu sinni augunum, meðan Nicholas de Bardagne skýrði viðstöddum frá, að hér hefðu mistök átt sér stað, og fullvissaði Maitre Gabriel um, að ekkert myndi verða gert til að koma i veg fyrir að borgarhliðin yrðu opnuð vegna jarðarfararinnar. LAUGAVEGI 59 SÍMI 18646 !». tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.