Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 45
— Já, Troy hefur valdið mér vonbrigðum. Að verzla með Mex- íkana er allt of lágkúrulegt, fyrir glæpamann áj borð við hann. Hann ætti að vera að selja ferða- mönnum Hollywood Bowl. —Þetta borgaði sig vel. Hann græddi á tvo vegu. Hann tók fé af ræflunum fyrir greiðann. Dreifði þeim svo á milli búgarðanna fyrir svo og svo mikið á haus. Mexíkan- arnir vissu ekki að þeir voru not- aðir fyrir verkfallsbrjóta. En þannig fékk Troy vissa vernd frá æðri stöðum. Louis mútaði mexi- könskum yfirvöldum hinum meg- in. — Keypti Sampson verkfalls- brjóta af Troy? — Já, en það verður aldrei hægt að sanna það. Sampson var mjög var um sig. —Ekki nógu var, sagði ég. Hún var þögul eftir það. Þegar ég beygði inn á þjóðveg- inn, tók ég eftir því að sársauka- drættir fóru um andlit hennar. —- Það er viskiflaska í hanzkahólf- inu. Þú getur notað hana, bæði til að hreinsa brunasárin og klór- umar framan í þér, eða þú getur- drukkið það. Hún fór eftir báðum uppástung- unum og bauð mér að opna flösk- una. — Nei takk. — Af því að ég drakk úr henni fyrst? Allir mínir sjúkdómar eru andlegir. — Ég vil það ekki. — Þér líkar illa við mig, er það ekki? — Ég drekk ekki eitur. En það hefur sínar góðu hliðar. Það lít- ur út fyrir, að þú hafir nokkurn heila, þó á lágu plani sé . Kærar þakkir, gáfaði vinur. — Og þú hefur séð sitt af hverju. — Ég er ekki jómfrú, ef þú átt við það. Ég hef ekki verið það síð an ég var ellefu ára. Eddie sá sér leik á borði til að græða einn doll- ar. En ég hef aldrei unnið fyrir mér neðan beltis. Tónlistin bjarg- aði mér frá því. — Það er verst, að hún skyldi ekki bjarga þér frá þessu líka. — Ég tók mína áhættu. Það heppnaðist ekki. Af hverju held- urðu, að það skipti mig einhverju máli? — Vegna þess, að þessi önn- ur persóna skiptir þig máli. Þú vilt að hann fái peningana, hvað sem kemur fyrir þig. — Ég sagði þér að gleyma því. Eftir stundarkorn bætti hún við: — Þú gætir sleppt mér og hald- ið peningunum fyrir þig sjálfan. Þú færð aldrei aftur tækifæri tii að græða hundrað þúsund dollara á einu bretti. — Ekki þú heldur, Betty. Og ekki Alan Taggert. Hún stundi af undrun og á- falli. Þegar hún fann röddina aft- ur, sagði hún illskulega: — Þú hefur verið að snúa á mig. Hvað veiztu um Taggert? TialdiO er heimili viar í viOIeouini SPORT 5 m fjölskyldu- tjöldin með bláu auk- þekjunni eru hlý, enda gerS fyrir ísl. veðráttu. Kosta aSeins kr. 3790. Hústjöld svefntjald og stofa á aðeins kr. 5850.OO. Vindsæng- ur frá kr. 470.oo. Teppasvefnpokar. Nestistöskur. Gasprím- usar. Pottasett. Gummíbátar 1 og 2 manna á góðu verði. — Verzlið þar sem hagkvæmast er. Munið: Viðleguútbúnaðurinn og veiðistöngin fást í — Það, sem hann sagði mér, — Ég trúi þér ekki. Hann hefur aldrei sagt þér neitt. Hún leiðrétti sig : — Hann veit ekkert til að segja. — Jú — Hefur eitthvað komið fyrir hann? — Hann er dáinn. Hann er með gat á höfðinu eins og Eddie. Hún ætlaði að fara að segja eitthvað, en gráturinn kom á undan orðunum. Eftir langan grát hvíslaði hún: — Hversvegna sagð- irðu mér ekki fyrr, að hann væri dáinn? — Þú spurðir ekki. Varstu ást- fangin af honum? — Já, sagði hún. — Við vor- um ástfangin hvort af öðru. — Ef þú varst svona ástfangin, af hverju dróstu hann þá inn í svona lagað? — Ég dró hann ekki. Hann vildi gera það. Við ætluðum að fara í burtu saman. -— Og lifa hamingjusöm upp frá því? — Sparaðu þessa ódýru brand- ara handa sjálfum þér. — Ég ætla ekki að kaupa ást- ardraum af þér, Betty. Hann var strákur og þú ert gömul kona, að minnsta kosti að reynzlunni til. Ég held að þú hafir lagt hann undir þig. Þig vantaði hentugan mann, og hann þjónaði sínum tilgangi. — Það er ekki rétt. Rödd henn- ar var undarlega blíð. — Við höfum verið saman í hálft ár. Hann kom í Píanóið með Samp- son, viku eftir að ég byrjaði þar. Það var ást við fyrstu sýn af beggja hálfu, en hvorugt átti nokkuð. Við urðum að komast yfir peninga til að byrja upp á nýtt. — Og Sampson var auðlindin. Mannrán lá beinast við? — Það þarf ekki að vorkenna Sampson. En okkur datt annað í hug fyrst. Alan átti að giftast stúlkunni, dóttur Sampsons, og láta Sampson borga honum fyrir að skija við hana. Sampson eyði- lagði það sjálfur. Hann lánaði Alan húsið sitt í Valerio eina nótt. Um miðja nótt uppgötvuð- um við Sampson, þar sem hann var bak við tjöldin í svefnher berginu að kíkja á okkur. Eftir það sagði Sampson stúlkunni, að ef hún giftist Alan, myndi hann gera hana arflausa. Hann ætlaði líka að reka Alan, en við vissum bara of mikið um hann. Framhald í næsta blaði. KJOLA- EFNI.. LAUGAVEGI 59 SlMI 18647 38 tbl VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.