Vikan


Vikan - 20.07.1967, Side 41

Vikan - 20.07.1967, Side 41
Ofsastorinar báru mörg spœnsku skipanna, sem flutíu gull og gersemar áleiðis heiin frá Ameríku, upp að ströndum Fiórída, og þar brotnuðu þau í spón. Talsverðum hluta fjársjóðanna, sem þau fluttu hefur verið bjargað — en milljarðar eru þó enn í flökunum á hafsbotni! MILLJARDAR A HAFS RRTNI Þeir, sem að fólgnum fjársjóS- um leita nú á dögum, kafa við strendur Flórída. í sjónum úti fyrir frægustu baðströnd Amer- íku, milli Kerinedyhöfða norður- frá og Key West í suðri og allt til Bahamaeyja í austri, liggja firnamiklir fjársjóðir á botni. Sagnfræðingar telja líklegt. að þar séu fólgin verðmæti er svara myndu til fimmtíu milljarða ís- lenzkra króna. Þessir aurar urðu hafinu að bráð ásamt skipum spænsku kon- kistadóranna, sem þarna sukku. Á sextándu og seyljándu öld rupl- uðu Spánverjar Asteka, Inka og fleiri sterkefnaðar þjóðir í nýja heiminum. Ógnarmiklar birgðir af glóandi gulli glampandi silfri og glitrandi gimsteinum söfnuð- ust þá saman í hafnarbæjunum við Karíbahaf. Og einu sinni á ári komu spænsku galleónin við í þessum höfnum. Þaðan sigldu þau, hlaðin dýr- indum til Havanna, en frá þeirri borg lá leiðin svo til heimalands- ins. Venjulega var farið yfir Atl- antshafið í tveimur skipalestum í fylgd herskipa, því enginn hörg- ull var á sjóræningjum á þeim ár- um. Engu að síður komust mörg skipanna ekki nema hálfa leið eða varla það. Heilir flotar fórust í fellibyljum, sem rak þá upp á rifin utan við strönd Florida. Björgunarleiðangrar frá Spáni náðu upp talverðum hluta hinna lýndu farma. Sjóræningjar náðu einnig nokkrum slatta, enkum úr skipum sem sukku á grunnum og tærum sjó. En milljónir á milljónir ofan eru enn í djúpinu. Þegar fúi ryð og sjávargangur höfðu leyst skipsskrokkana upp, sukku fjár- sjóðirnir niður í botnlagið og voru taidir glataðir að eilífu. En á síðustu árum — eftir 1960 -— hafa miklar upphæðir veiðzt úr djúpinu. Ný kynslóð fjársjóðleit- enda hefur erfiðað með árangri, sem fer fram úr djörfustu draum- um. Þeir ganga til verks ^f mik- illi nákvæmni, skoða vandlega gamlar heimildir spænskar, sjó- ferðasögur, skipsbækur, bréf og skráða vitnisburði um sjóslys — til að fá fram eins nákvæmar staðarákvarðanir og framast er unnt. Síðan hefja þeir sjálfa leit- ina með hinum næmu leitartækj- um og fullkomnum köfunarút- búnaði nútímans. Það sem finnst fá sérfræðingar lil skoðunar. Sögunnar mesti fjársjóðsfund- ur átti sér stað 1964 og finnand- inn var Real Eight Company, en helzti forystumaður þess fyrir- tækis er Rip Wagner, fimmlíu og níu ára að aldri. Hann og hans menn hafa sótt á botninn milljónavirði af gullpeniingum, silfurmunum, gimsteinum og ó- metanlega listmuni, sem voru farmur flota þess, að Juan Eesta- ban Ubiila, aðmíráll, stýrði úr höfn árið 1715. Sá floti varð haf- inu að bráð sem fleiri. Aðeins eitt skip af ellefu alls komst af. Hin lömdu holskeflurnar sundur við rifin úti fyrir Fiórída. Þar hirti Ægir karlinn verðmæti upp á níu hundruð milljónir króna og um þúsund spænsk mannslíf í kaupbæti. Eitt skipanna fórst svo nærri ströndinni, að hægt var að vaða út að því á fjöru. Þarna hafa bað- gestir synt og sullað án þess að hafa hugmynd um, að í leðjunni undir þeim voru milljónir faldar. Wagner og menn hans hafa fengið leyfi Flórídafylkis til að kanna álta skipanna og bjarga þeim verðmætum, sem finnanleg kunna að vera um borð. Ríkið á- skilur sér þó fjórða hlutann af verðgildi þess, sem bjargast. Tal- ið er að björgunaraðgerðirnar standi yfir í mörg ár, áður en þær verða til lykta leiddar og menn vita með vissu, hversu mikið dýr- mæti þarna er að finna. Einnig má nefna, að fjórir á- hugafroskmenn hafa náð upp eitt- hvað fjörutíu til fimmtíu millj- ónum í silfurmynt utan við bæ- inn Freeport á Grand Bahama. Og Art McKee, gamalreyndur fjársjóðaþefari í Flórída, hefur fundið mörg þeirra nítján skipa, sem voru í flota er fórst úti fyrir Key West 1733. Sá floti flutti varning að verðmæti um þrjú þúsund milljónir króna, þar á meðal heila ársframleiðslu frá spænsku myntsláttunni í Mexíkó- borg. En ekki hefur McKee fundið mjög mikið af því. Sjórinn utan við Key West er kristaltær, og líklega hefur Spánverjum tekizt að dorga upp mestan hluta hins dýrmæta farms. — Þeir fiskuðu upp um fimm hundruð milljóna virði 1734 segir McKee, og þeir komu á staðinn árlega næstu tuttugu og sjö árin. Þeir hafa áreiðanlega fengið ó- makið ríkulega launað hverju sinni — annars hefðu þeir varla nennt þessu. ■—Tuttugu og átta skipa floti hvarf 1622 milli Flórída og Ba- hamaeyja, heldur McKee áfram, — og líklega er ekki hægt að finna hann. Þarna vaxa kórallar svo ört, að skipin eru áreiðanlega fyrir löngu horfin undir rifin. Á sveitabænum Hallby í Aust- ur-Gautlandi eru kýrnar allt í einu orðnar sjónvarpsstjörnur, þar eð bóndinn, Lars Orre, hef- ur fundið upp á því að nota sjón- varpið til að fylgjast með því, er í fjósinu gerist. Þetta fyrirkomulag hefur kost- að mikla fjárfúlgu, en Orre bóndi telur það borga sig. Hann á hvorki meira né minna en tvö hundruð tuttugu og fjóra naut- gripi, og á hverju hausti bera hjá honum áttatíu kýr. Með því að sjónvarpa frá fjósinu inn í bæinn sparar hann sér því að þurfa stöðugt að standa yfir kúnum. Það er enginn vandi að ná sjón- varpsmynd úr fjósinu á venju- legt sjónvarpstæki það þarf ekki annað en skipta um rás, þá er komið beint frá dagskrá ríkis- sjónvarpsins inn í f jósið. „Nú höf- um við möguleika til að bregðast við fljótt ef einhverri kúnni geng- ur illa að bera,“ segir Orre bóndi „Og geti maður með sjónvarps- ins hjálp bjargað nokkrum kálf- um á hverju ári þá verður þetta fyrirkomulag ekki lengi að borga sig.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.