Vikan


Vikan - 20.07.1967, Síða 26

Vikan - 20.07.1967, Síða 26
 jmmÆw í'.í &■#■"', .', ■■■', ',%}ý/Á wMM :■■', -y • <1 ... og kallar að þýzkur kafbátur sjáist á bakborða. Við vor- um mcð tuttugu þúsund tonn af bcnsíni í geymunum ... O . .. þeir voru lifandi lík, ekki holdtóra á beinunum. O- Þarna sérðu nú sjálfur, hvað þú færð fyrir eina skitna O fimm dollara. v.! >>£*ý■*-■■■ ■n*:t ÞEGAR SELUR ER SKOTINNIAUGA Jón Pétur Jónsson heitir hann, fæddur árið 1904 á því fræga þingeyska samvinnu- höfuðbóli Gautlöndum, uppalinn að nokkru á Héðinshöfða, þar sem Einar Benediktsson hefur trúlega líka leikið sér í varpanum, sigldi síðan um heimsins höf sjö eða fleiri í næstum tvo tugi ára en stundaði þorskadráp á reyk- vískum togurum bæði á undan og eftir. Og nú býr hann í Hrafnistu, þeim stórg helga- steini íslenzkra sjógarpa, og hnýtir spyrði- lykkjur til að hengja með skreiðina, sem við seljum blámönnum þeim af íbóþjóð, sem nú er búið að setja hafnbann á vegna þess að þeir vilja ekki vera í bland við aðra Nígeríumenn. Jón er sonur Jóns Jónssonar frá Gaut- löndum, sonar Jóns Sigurðssonar, bónda og sveitarhöfðingja og bróður Péturs á Gaut- löndum, hins tápmikla alþingismanns og sam- vinnuforkólfs. Af Pétri og baráttufélögum hans er til málverk, sem hangir uppi í sam- komusal Sambandshússins og gildir þar sem einskonar altaristafla. Þar birtist Pétur heit- ur í yfirbragði og rauðskeggjaður, sannur byltingarleiðtogi. Jón bróðursonur hans er líka prýðilega skeggjaður, en hans skegg hef- ur friðsamlegri tit, sem minnir á feld platínu- refs. Og blá augun eru kyrrlátleg og óherská, eiginlega barnsleg. Hann talar móðurmálið með óvenju skýrum og hreinum framburði og vottar ekki fyrir erlendum hreim, en ein- staka sinnum, þegar hann nefnir einhver heiti eða hugtök, grípur hann til ensku eða dönsku, og þá er framburður hans á þeim rnálum tilsvarandi hreinn og lýtalaus. Samtal okkar Jóns fer fram í herbergi hans á þriðju hæð Hrafnistu. Hann skenkir mér í óbrjótanlegt glas pilsner, sem hann hefur tekið ískældan uppúr vaskinum hjá sér, fylltum gvendarbrunnvatni, og tyllir sér svo á móti mér við borðið. Svo tínir hann uppúr sér brandara og frásögur af merkilegum ævintýr- um í furðulöndum handan við höf, og útskrifuð- um blöðunum í rissblokkinni minni fjölgar í takt við lykkjurnar á negraskreiðina, sem hlað- ast upp í stafla við borðshornið. Jóni segist svo frá: — Ég fæddist að vísu á Gautlöndum, en man ekkert eftir mér þaðan, því ég var ekki nema tveggja ára þegar faðir minn flutti að Ærlækj- arseli í Norður-Þingeyjarsýslu. Þaðan flutti hann að Héðinshöfða, og þar man ég fyrst eftir mér. Faðir minn hafði allstórt bú, þrjú hundruð ær, minnir mig, og átján í fjósi, en margt af því voru geldneyti. Þá var fært frá, og við sátum yfir, Gunnlaugur bróðir minn og ég. Hann varð sjómaður eins og ég og flutti út; ég hitti hann síðar í Fíladelfíu. JON PÉTUR JQNSSON RIFJAR UPP MINNINOAR FRÁ SIGUNGUM UM HEIMSHÖFIN SJð Dagur Þorleifsson skráöi - Teikning Baltasar GAGNFRÆÐINGUR FRÁ AKUREYRI — TOGARAMAÐUR Á KREPPUÁRUNUM. Ég fór í gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi. Mér eru enn minnisstæðir margir kennaranna minna, til dæmis Sigurður Guðmundsson, skólameistari. Þú varst að segja að ég talaði góða íslenzku, og það hlýt ég að eiga honum að þakka; hann barði þetta mis- kunnarlaust inn í okkur. Af öðrum kennurum man ég til dæmis vel eftir Brynleifi Tobíassyni, Vernharði Þorsteinssyni, sem kenndi dönsku, og Áma Þorvaldssyni, enskukennara. Meðal skóla- bræðra minna voru ýmsir, sem nú eru lands- þekktir, svo sem Valdimar Stefánsson, saksókn- ari ríkisins, Steingrímur J. Þorsteinsson, prófess- or við Háskólann, Þórarinn Björnsson, skóla- meistari á Akureyri og bræðrungur minn Krist- ján Steingrímsson, fyrrverandi sýslumaður. Ég hefði ef til vill kosið að halda áfram námi að loknu gagnfræðaprófi, en um það var ekki að ræða, því peningana vantaði. Og á sjóinn fór ég einfaldlega vegna þess, að á skárri og betur borgaðri atvinnu var enginn kostur. Ég var fyrst á fiskiskipum fyrir norðan, frá Akur- eyri og Siglufirði, en síðan á togurum frá Reykjavík, Skallagrími, Snorra goða, Agli Skallagrímssyni. En ekki get ég sagt þér hvemig Reykjavík var á þessum árum — kreppuárun- um — því ég get varla talið að ég hafi kynnzt borginni neitt, þótt ég kæmi þar einstaka sinn- um í land. En kjör sjómanna voru nú dálítið öðruvísi þá en nú. Þá voru engin vökulög. Mig minnir að á togurunum væri þá sextán tíma vinna en átta tíma hvíld. Vetrarvertiðin stóð svona í hæsta lagi þrjá-fjóra mánuði, febrúar, marz, apríl og maí þegar bezt lét, en svo var togurunum lagt það sem eftir var ársins. Tog- arasjómenn fóru þá á síld, eða þá að þeir reyndu að fá sér vinnu í landi, sem ekki var hlaupið að. En frá því á haustin og fram yfir nýár var ekkert að gera, ekki þá á kreppuárunum. HJÁ SAMEINAÐA OG STANDARD OIL. Þetta var erfitt líf, en það var ekki upp á annað betra að hlaupa hérlendis á þessum tima. Mig fór að langa til að sjá mig svolítið um í heiminum, áður en aldurinn færðist yfir mig um of. Svo að ég lagði leið til Kaupmannahafn- ar og réðist á flutningaskip Sameinaða gufu- skipafélagsins. Það var árið 1934. Þar varð ég að vera ordinary seaman, eða einskonar viðvan- ingur, í þrjú ár. Það þýddi ekki að reyna að ráða sig upp á skárri kjör, af því að ég hafði ekki verið á millilandaskipum áður. Þetta var svo sem ekkert slæmt nema að því leyti til að kaupið var lægra. Og mér fannst þetta dálítið hart, þar sem ég var kominn um þrítugt og þaulvanur sjómennsku. Ég sigldi á tveimur skipum frá Sameinaða, Georgíu, sem sigldi til Norður- og Suður-Ame- ríku og Nevada, sem aðeins sigldi til Suður- Ameríku. Þessi skip höfðu mjög merku hlut- verki að gegna, því þau fluttu heim fóður handa svínastofni Dana, sem er eins og menn vita helzta undirstaða þjóðlífsins í landi þeirra. Síð- an var ég um hríð á þriðja danska skipinu, sem var frá öðru útgerðarfyrirtæki, Lundby hét það. Á því sigldi ég um allt, til Suður-Ame- ríku, Austurlanda og víðar. Ég var á því í þrjú—fjögur ár, og var þar enn þegar stríðið brauzt út. Þegar Danmörk var hernumin, tóku bandamenn skipið til sinna þarfa, og var farið með það til New York — þar var ég svo viðloðandi í tíu — tólf ár, sigldi á olíu- flutningaskipum frá Standard Oil öll stríðs- árin. Á þeim fór ég á ýmsar hafnir í Evröpu, Ameríku og Austurlöndum. Svo var ég á Admir- Framhald á bls. 33. 29. tbi. VIKAN 27 26 VIKAN »• tbI'

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.