Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 16

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 16
 EFTIR RANU Andres Indriðason Þeir mölva og brjóta Liðsmenn brezku hljómsveitarinnar The Who eru þekktir fyrir það að ganga berserksgang á sviðinu og mölva jafnvel hljóðfæri sín mélinu smærra. Þetta hefur að sjálfsögðu haft æsandi áhrif á áheyrendur* og það gerðist til dæmis í Árósum fyrir einu ári, aft svo til allir stólar í áheyrendasal voru mölvaðir, þegar hljómsveitin komst í „stuð“ — og þar meft áheyrendurnir. Vart þarf að taka þaft fram, að hljóm- sveitinni var tilkynnt að leik loknum, að þess væri vænzt, að hún kæmi ekki oftar fram í húsinu! Gítarleikari The Who heitir Pete Townsend. Hann á miklu fylgi að fagna í heimahögum, og á degi hverjum fær hann stóran bunka af bréfum frá aðdá- endum sínum, en í bréfunum er nær undantekninga- laust beðið um að fá einhvern hinna ónýtu gítara, sem goðið hefur eyðilagt á sviði. Pete var spurður að því á dögunum, hvað hann gerði við alla ónýtu gítarana. Hann sagði, að sumir gítaranna væru settir í við- gerð — til þess að hann gæti byrjað að mölva þá á nýjan leik! Og Pete hélt áfram: „Fyrir nokkrum mánuðum höfðum við bílstjóra, sem safnaði saman tólf ónýtum gíturum. Hann ætlaði síðan að nota heillega hluta úr hljóðfærunum og fá þannig nokkra heila gítara. Skömmu eftir að hann byrjaði að fást við þetta, sagði hann upp bílstjórastarfinu — og hefur ekki sézt síðan! Sænska hljómsveitin Sven Ingvars, sem okkur er að góðu kunn, hefur nú sent frá sér enn eitt metsölulagið — „Jag ringer pá fredag“. Þetta lag var fyrir skömmu i öðru sæti sænska vinsældalistans, og hver veit nema það eigi einnig eftir að verða vinsælt hér. Hljómsveitin ætlar nú að hætta að koma fram á hljómleikum. Þessa ákvörðun tóku þeir félagarnir nýlega, og hyggjast þeir í framtíðinni leika inn á hljómplötur og vinna að sjónvarpsþáttum. Þeir hafa nýlega gert þrjá sjónvarpsþætti fyrir þýzka sjónvarpið og sent frá sér plötu þar i landi. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★**★★★★★★★★★★*★**★*★★★ ★★★*■<. ★★★★★★★★+★★★★*★ VÍSAÐ ÚR LANDI ? Fyrir nokkrum mánuðum var brezka hljómsveilin The Quik á ferð í Reykjavík. Þessi hljómsveit er ein af þúsundum „smáhljómsveita" í Bretlandi, og það er eins með hana og aðrar þrezkar hljóm- sveitir, að þcgar hún er komin úr heimahögunum og í önnur lönd, þá or liún allt í einu orðin óskap- le'ga fræg. Hljómsveitin The Quik hefur sent fri sór eina hljómplötu »neð laginu „Love is a heauti- ful lhing“. Þessi mynd af þeim fólögunum er úr brezka blaðinu Rccord Mirror, eu í texta með myndinni sagði svo m.a. „Þeir eru nýkomnir frá hljómleikaferð um Island, en þar settu þoir allt á annan endann og voru að lokum beðnir góðfús- lega að fara burt úr landinu".

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.