Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 39

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 39
SILKIMJÚKT OG SEIÐMAGNAÐ ILMANDI TALCUM FRÁ AVON Hin frægu fegrunar talcum . . . mjúk og fín . . . til hressingar eftir baðið — áður en þér klæðist. Veljið yður uppáhalds ilm úr Somewhere, Topaze, Wishing, Here's my Heart, Persian Wood, To a Wild Rose eða Jasmin og Lily of the Valley. Avon cosmETics ltd NEW YORK • LONDON ■ PARIS höfum, stefnt til hafna hjá banda- mönnum og tekin í þjónustu þeirra. Lundby var látið fara til New York. Þá lágu þrjátíu og sex dönsk skip á ITudson-fljótinu, meðan verið var að ákveða hvert ætti að ráðstafa þeim. Þannig barst ég til New York og átti þar heima næstu tíu—tólf árin, leigði lengst af herbergi hjá Grikkja nokkrum í 47th Street, milli Fifth Avenue og Broadway, mjög nálægt Times Square. DANINN SEM ROTAÐI LÖGREGLUÞJÓNINN OG LANDINN SEM GLEYMDI VESKINU SINU. Ég kunni að mörgu leyti vel við New York, þótt betra væri að gæta að sér þar. Sum hverfi voru — og eru sjálfsagt enn — þannig, að það var stórhættulegt að vera þar einn á gangi, að minnsta kosti eftir að dimmt var orðið. Á þessum mánuðum, sem dönsku skipin voru sem flest í höfninni, voru þrír eða fjórir messadrengir af þeim myrtir í Harlem. Lögreglan þama á það til að vera harðhent, enda þýðir víst lítið að taka neinum silki- hönskum á því fólki, sem hún skiptir mest við. Eitt sinn að kvöldlagi, þegar ég var staddur fyrir ulan húsið, þar sem ég bjó, slagaði danskur sjómaður fram- hjá, augafullur. Þá kemur þar að lögregluþjónn, risi að vexti, og segir við hann: Það væri nú heppilegast fyrir þig að fara inn, góði minn, það getur farið illa fyrir þér ef þú ert á ferli úti í borginni svona á þig kominn. Daninn tók þessa velmeintu ráð- leggingu svo illa upp, að hann snarsnerist á hæli og sló til lög- regluþjónsins, hitti hann á kjálk- ann og steinrotaði hann, þennan líka bolta. En hann raknaði fljót- lega við og hafði þá heldur en ekki skipt skapi. Félagar hans komu honum til aðstoðar og þeir fóru með Danann að húsabaki. Þaðan heyrðust svo hljóðin í hon- um, þegar þeir voru að lumbra á honum. Ég frétti síðar að þeir hefðu ekki hætt fyrr en hann var dauður. Fyrsta skipið, sem ég sigldi á frá New York, hét Flaglar. Það var bandarískt, en skipverjar af ýmsum þjóðum eins og alltaf á þessum olíudöllum. Skipstjórinn var danskur, en fyrsti stýrimað- ur íslenzkur, Sigurður Forberg að nafni. Ég hafði áður hitt hann af tilviljun í Barcelona. Þá var hann á dönsku skipi. Annars hitti ég fáa íslendinga meðan ég var á þessu flakki, nema í New York og Boston. Einn hitti ég í Port of Spain á Trínidad. Við héldum upp á tækifærið með því að skemmta okkur rækilega, og sofnuðum loks úti á bekk í góða veðrinu. Þegar ég vaknaði var landi minn farinn. Ekki veit ég hvað hann hét. Á stríðsárunum heyrði ég sjó- menn segja frá öðrum íslendingi, sem hafði verið á sænsku skipi, er skotið var í kaf úti fyrir La Plata. Skipshöfnin var að fara í bátana, þegar fslendingurinn mundi allt í einu eftir því, að hann hafði gleymt peningavesk- inu sínu niðri í klefa. Hann rauk niður, en komst ekki upp aftur, því þá var farið að flæða niður um uppgönguna. Þeir heyrðu í honum hljóðin, en það var von- laust að ná til hans. Þeir vissu ekki hvað hann hét. Sjómenn þekkja hvern annan ekki ævin- lega með nafni. Oft eru menn kallaðir einhverjum auknefnum, eða eftir borgum þeim eða lönd- um, sem þeir eru ættaðir frá. Ég var til dæmis yfirleitt kallað- ur ísland. LOFTÁRÁSIR Á LIVERPOOL. Á þessum siglingum á olíu- skipunum kom ég nokkrum sinn- um til Liverpool, og það mátti heita að maður væri litlu bætt- ari að koma þar í höfn, þrátt fyrir að maður væri þá í bráðina laus við kafbátana. Þjóðverjarnir voru sem sé alltaf að gera loft- árásir á borgina, sem er ein mikilvægasta hafnarborg Eng- lands. Ég held að það hafi varla verið nokkur gata heil í borginni, þegar þeir loksins urðu að hætta þessu. Þeir komu venjulega inn- yfir síðari hluta dags og voru að framundir miðnætti. Þeir reyndu mikið til að hitta dokkirnar, en tókst það mjög sjaldan. Þó komu sprengjur stundum niður óþægi- lega nærri okkur. Einn daginn sögðu blöðin í borginni að nóttin hefði verið róleg; engar loftárásir að ráði. En okkur, sem vorum á vakt í höfninni, fannst nú að ró- legheitin hefðu mátt vera meiri. Það hafði sem sé sprengja komið rétt hjá nokkrum skipanna og drepið tuttugu eða þrjátíu menn. Það gengu öll ósköpin á meðan þessar árásir stóðu yfir. Til þess að æra fólkið höfðu Þjóðverjarn- ir sírenur festar við sprengjurnar, en það var alltaf verið að benda á það í blöðunum að það væri alger óþarfi að óttast þær, því sprengjurnar falla hraðar en hljóðið fer; heyrði maður í sírenu, gat hann verið öruggur um að sú sprengja dræpi hann ekki þaðan af. En hávaðinn af þessum bölvuð- um flautum var samt sem áður slíkur, að nægt hefði til að æra hvern meðalmann, og svo bætt- ust þar við sprengidynkirnir og hvellirnir í loftvarnabyssunum. Leitarljós voru höfð til að hafa upp á flugvélunum og skotin ekki spöruð þegar það tókst. Við sáum þær stundum verða fyrir skotum eða sprengjubrotum og hrapa í ljósum loga. Framhald á bls. 43. 29. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.