Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 20

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 20
wÍH tsnypTfi ma /• ' 'í'J,$Xb'í ' ’' / -ó 1 Við dyrnar kyssti hann á hönd hennar. Hann var ekki lengur þjónn rikisins. Nýtt lí'f var að opnast honum. Það rétt glitti i ofurlitið skáld- legt eðli hans og œvintýraþrá, sem hann hafði til þessa vandlega bælt niður. — Fagra ambátt með grænu augun, megi guð vindanna bera bark yðar frá þeim döpru örlögum, sem þér búið við sem stendur. Þótt fegurð yðar, sem einu sinni blindaði Krít, sé Vandlega falin nú, er samt augljóst, að hún verðskuldar ekki að vera heiminum glötuð. Vit- ið þér, hver er sú bezta ósk, sem ég get borið upp yður til handa? Ég óska þess, að Rescator varpi akkerum í La R,ochelle og beri yður burt á ný. Hún hefði getað kysst hann fyrir þessi orð, en hún mótmælti veiklu- lega: — Guð forði mér! Eg óttast, að hann láti mig gjalda of dýru verði þau óþægindi, sem ég þegar hef valdið honum. Hann hlýtur að for- mæla mér enn þann dag i dag! Hún stytti sér leiðina heim. FólkiÖ myndi áreiöanlega vera farið að undrast um hana. Kvöldmaturinn yrði ekki til á réttum tíma. Sólin var nýsetzt, og Angelique var of illa klædd til að vera úti í kvöldgol- 20 VIKAN 29- tbl- unni, því hún hafði aðeins ætlað að skreppa út yfirhafnarlaus á hlýju haustkvöldinu. Undir fölgulum himni var hafið grátt og deyfðarlegt. Sjórinn var kyrr og öldurnar ultu upp á þaragróna ströndina. Endrum og eins náði stór alda upp að sjávarmúrunum og vindurinn dreifði úð- anum yfir þá. Angelique starði út að sjóndeildarhring. Henni fannst hún sjá skip> nálgast, meðal margra annarra, sem komu þá leið. — Hann hvarf út á Atlantshafið.... Var það brjálæði, að hana skyldi dreyma eins og unga stúlku að hjarta: hennar skyldi slá örar við þá tilhugsun, að hafa verið valin af þessum dularfulla prinsi hafsins, sem var reiðubúinn að gefa allt sem hann átti„ hennar vegna! Hún minnti sjálfa sig á, að hún gæti ekki leyft sér að byggja skýja- borgir, og hún vissi hvernig lífið var. Grimmd mannanna hafði sært hana sári, sem aldrei myndi gróa. Eti ímyndunarafl konunnar stöðvast ekki fyrr en á banadægri hennar. Ást hennar á öllu, sem lokkar og er fram- andi, draumar hennar um hið ómögulega, deyja ekki fyrr en hún sjálf deyr. ^ — Það er dulúðin í þessari sögu, sem hrellir mig, huðsaði hún.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.