Vikan


Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 13

Vikan - 20.07.1967, Blaðsíða 13
Frú McElroy pantaði miklar birgðir af rjómaís og fertum, og sætahrauði til að hafa við höndina, en Virginía fór fram úr um miðjar nætur og át þetta allt og hirti varla um að taka umbúðirnar utanaf. i segir að það sé um það bil að verða straumhvörf ( lífi .mínu". Frú Mc- Elroy fór aftur inn í stofu með vatnsglasið sitt. Þegar partíið tók að þynnast uppgötvaði ein af gestunum að hún hafði týnt gullneslunni sinni. McElroy hiónin lofuðu að gæta að henni næsta morgun. Næsta morgun leituðu frú McElroy og .þvcjttakorían undir öllum sóf- um og sneru öllum púðum við. Þær furídu fimmtíukall í smóu. Zippo kveikjara, tvö langdrykkiarglös, og lykil, kvenklút og kúlupenna, níu rækjur og naglaþjöl, en enga gullnælú. Síðar dagsins, þegar frú McElroy ótti leið um herbergi Virginíu leit hún niður í hólfopna skúffu ó snyrti- borðinu og sá gullnælu liggia ofan á afar stórum brióstahöldum. Við hlið hennar lá safírprjónninn, sem húrí hafði keypt hjá Tiffany ( febrúar í brúðkaupsafmælisgjöf frá herra McElroy. Hún nefndi þetta við mann sinn, er hann kom heim frá vinnu um kvöldið. „Ertu viss?" spurði hann. „Auðvitað er ég viss. Ég gáði, og minn er horfinn." „Jesús Pétur" sagði McElroy. Þegar Paul og Virginia komu heim eftir að hafa skoðað þjóðminja- safnið biðu McElroy hjónin þar til Virginia var farin til herbergis síns, og ræddu málið siðan við Paul. „Ég er hræddur um, að þetta sé eitt af einkennunum", sagði Paul. „Krakkarnir í skólanum tóku þessu bara vel, en gallinn er sá, að mamma hennar verður svo hræðilega vond, og það gerir málið bara hundrað prósent erfiðara." „Hvílík synd", sagði frú McElroy. „Jæia, nú vitum við, hvernig málið stendur og þú ættir kannski að stinga uppá þv(, að hún skili þessu." „Ohh, skiljið þið ekki nokkurn skapaðan hlut", sagði Paul alvarlega. „Það væri hérumbil það versta, sem hægt væri að gera." „Elsku Paul minn, það er mjög leiðinlegt, en —" „Sko, látið mig bara um þefta, getið þið það ekki?" sagði Paul. „Við Virginia erum að vinna að lausn á vandamálinu." Hjónin ákváðu að láta Paul um þetta. Hann virtist hvort sem er vita iheil ósköp um vandamál Virginíu, og þati- áttu hvorf sem er miða að hljómleikum The Supremes í Carnegie Hall um kvöldið. Tveir dagar liðu, Paul sagði að Virginía væri á örum batavegi, en nældn og prjónninn héldu kyrru fyrir í snyrtiborðsskúffu hennar. Þriðja daginn .bættist demantsúr frúarinnar í hópinn. Nú var frú McElroy nóg boðið. Hún bað bónda sinn eiga tal við Virginíu áður en Paul kæmi heim úr útilegu. með skátum um kvöldið. Virginía veinaði. Þegar frúin kíkti inn til að gá, hvað væri að, stóð Virginía á rúminu kviknakin og æpti sem mest húrí mátti. Herra McElroy var mjög fölur. Til allrar hamingju kom Paul nú heirt^. „Hananú, þar tókst ykkur það" sagði Paul. Hann sendi hjónin út, en Virginía lét ekki af hljóðunum. Stuttu síðar opnaði Paul dyrnar og kallaði á frú McElroy. „Við verðum að gefa henni að éta" æpti hann í gegnum óhljóðin í Virginíu. „Eitthvað sætt, ábætisrétt, eða þess háttar. Það er eina leiðin. Frúin kinkanði kolli og gekk út í eldhúsið. Hún fann hálfa súkkulaðitertu og svolítið af kaffi-ís í (sskápnum. Þegar hún kom með þetta, tók Paul við því og lokaði dyrunum. Smátt og smátt sljákkuðu ó- hljóðin í Virginíu og um tvöleytið um nóttina var allt kyrrt ( íbúðinni. Málinu var samt ekki lokið. Paul sagði, að þetta atvik hefði eyðilagt allt sitt fyrra verk í vandamálum Virginíu, og hann yrði að byrja á byrj- uninni aftur. Virginía hélt kyrru fyrir ( herbergi sínu og át seetindi ( massavís. Hvenær, sem hún kom auga á herra McElroy rak hún upp ramakvein. Frú McElroy pantaði miklar birgðir af rjómaís og tertum og sætabrauði til að hafa við höndina, en Virginía fór fram úr um miðjar nætur og át þetta allt og hirti varla um að taka umbúðirnar utan-' V__________________________________________________ af. Eftir þetta varð frú McElroy að panta nýjar birgðir dag hvern. Meðan Virginfa var með eitthvað gómsætt í gúlanum æpti hún ekki að frúnni og lagði niður allt hnupl. Herra McElroy vildi ólmur senda Virg- iníu heim, en Paul sagði að það kæmi ekki til mála. Virginía stóð á því fastar en fótunum að herra McElroy hefði einu sinni reynt að nauðga sér, sagði Paul, og það væri ómögulegt að vita, hvað myndi ske, ef hún yfir- gæfi þau í þessu hugarástandi. Vinum McElroy hjónanna fannst þetta allt saman mjÖg sniðugt. Sumir fóru að koma með dýra búðinga og tertur til Virginíu, þegar þeir komu ( partí, og þetta gladdi Virginíu takmarkalaust. Hún gat varla beðið eftir því að vita, hvað þeir mundu koma með næst. Paul sagði, að þeir væru að eyðileggja allt sitt verk. Hann var mjög niðurdreginn, því umsókn hans til þriggja háskóla um inntöku hafði verið hafnað. [ júl! fóru McElroy hjónin I sumarleyfisferð og Paul fór á þing Sið- væðingarhreyfingarinnar norður í land. Virginía hélt kyrru fyrir ( íbúð- inni. Frú McElroy hafði reynt mjög að fá hana til að fara heim, hún hafði jafnvel reynt að hringja til móður hennar, en sú góða kona, sem var fráskilin kvenréttindakona, var á ráðstefnu um getnaðarvarnir í öðrum bæ, og svarþjónustan sagðist ekki vita, hvenær hennar væri von aftur. Virginía hélt fast við þá fullyrðingu, að herra McElroy hefði reynt að nauðga sér, og eins og Paul benti á, gerði þetta málin svolítið flóknari. Virginía át stöðugt allt sumarið. Þegar Hjónin komu ( bæinn aftur eftir verzlunarmannahelgina var hún að nálgast 150 kíló og komst varla úr bælinu. Frú McElroy sagði: „Virginía, þú verður að hætta". Virg- inía sendi frá sér sérstaklega skerandi skaðræðisvein. Herra McElroy hljóp út í bakarí og kom heim með dúsín af mokkakökum. Það virtist vera það eina, sem hægt væri að gera. Paul kom heim í tvo daga í september. Hann hafði ákveðið að ganga í Friðarsveitirnar í stað þess að fara í háskóla. Hann var á leið til æfingabúða úti ö landi og vonaðist síðan til að komast á stað í Suð- ur-Ameríku, þar sem púl og erfiðleikar biðu. Síðustu nóttina hans heima, lét frú McElroy hann hafa það óþvegið. „Fjandinn hirði það," sagði hún, „þú komst með hana hingað og þú verður að losa okkur við hana." „Það kemur þér sennilega mjög á óvart að frétta" sagði Paul, „að í heiminum bíða mín mörg mikilvægari verkefni, en að hugsa um persónu- leg vandamál þín." „Mín vandamál! Nei, heyrðu nú, þú háfleygi skýjaglópur ..... „Svona viðræður eru tilgangslausar," sagði Paul. „Það er engin furða þó heimurinn standi á heljarþröm. Hvenær ætlið þið að hætta þess- um barnaskap?" Hann hvarf til herbergis síns. Hjónin fóru á Bítlamynd og höfðu jafnvel meira gaman af en síðast. Með tímanum vöndust McElroy hjónin Virginíu nokkurnveginn. Fyrir hvert partí drösluðu þau henni uppí sófa, þar sem hún gat tekið við sykruðum gjöfum gestanna og horft á dansinn, en hún var nú orðin of belgvtð tii að geta tekið þátt í honum. Hún leit vel út í sófanum, ( tjaldi líkustu-kjól, sem hún gekk nú í hverja stund, sporðrennandi ábætisréttum og brosandi sínu átakanlegasta brosi. Atomskáldið Warhol gerði kvik- mynd um Virginíu þar sem hún sat í sófanum og svalg sítrónubúðinga, hann notaði sömu nærmyndatökuna aftur og aftur í þrjá og hálfan tíma. Fólk komst líka að raun um skyggni hennar. Auk þess að lesa í lófa var hún>forvitri og gat sagt fyrir um, hvað fólk mundi gera nokkru síðar. Framhald á bls. 28. 29. tbi. vnCAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.