Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 5
inu á staðnum. Þar höfðu þeir
búizt til vamar eftir föngum.
Ræningjarnir gerðu hverja til-
raunina af annarri til að ryðjast
inn, en þar eð það stöðugt mis-
tókst, ákváðu þeir að leggja eld
í húsið. Það voru þeir einmitt
að gera þegar bræðurnir komu
í land. Þeir brugðu við skjótt,
gripu sinn lurkinn hvor og hlupu
þeim umsetnu til hjálpar.
Skotvopn áttu fáir Rússar á
þessum árum, og þessvegna var
ómögulegt fyrir þá að halda
bræðrunum frá sér. Rann nú
berserksgangur á þessi tvö helj-
armenni, svo að þeir geystust
ótrauðir gegn óaldarflokknum,
sem taldi þó yfir fimmtíu manns.
Þrátt fyrir ofurefli liðs gerðu
Rússarnir sér fljótlega ljóst, að
þeir áttu sér enga sigurvon, svo
að þeir flýðu sem fætur toguðu
um borð í skútu sína, en tuttugu
og tvo létu þeir eftir á ströndinni,
dauða eða beinbrotna eftir lurka
bræðranna. Ef til vill hefði eng-
inn þeirra komizt undan, ef ein-
um þeirra hefði ekki tekizt að
hæfa annan bræðranna í höfuð-
ið með steini, þegar þeir voru
komnir niður í fjöruna, svo að
hann féll í svima smástund. Þetta
tafði eftirför bræðranna, sem hin-
um eftirlifandi af Rússunum
tókst að forða sér um borð.
RÚSSASTRIÐ
ÞÚFNESSBRÆÐRA.
Áður en bræðurnir komu á
vettvang, höfðu Rússarnir drepið
fimm manneskjur í þorpinu. Ein
þeirra var systurdóttir bræðr-
anna, lítil stúlka, sem þeim þótti
ákaflega vænt um. Þeir sóru þá
að gefa héðan í frá engum Rússa
grið, hvort heldur þeir hittu hann
fyrir á sjó eða landi. Þetta heit
héldu þeir jafntrúlega og önnur,
sem þeir gerðu, enda kom það
vel heima við tíðarandann á þess-
ari grimmu öld.
Sæu þeir rússneskan bát ein-
hversstaðar, eltu þeir hann þeg-
ar í stað, án alls tillits hvert er-
indi hlutaðeigandi báts var. Og
næðu þeir fleytunni, þurftu þeir,
sem þar voru um borð, ekki
griða að biðja. Þeir sem ekki
voru drepnir þegar í stað, voru
höndum teknir og urðu síðan að
þola hinar hroðalegustu pynd-
ingar og misþyrmingar. Fyrir
kom, að einn og einn Rússi var
skilinn eftir lifandi um borð í
einhverri skútunni, en þá var
hann svo grimmilega leikinn að
hann mátti enga björg sér veita.
Skútan var rupluð af öllum verð-
mætum og síðan gefin vindum
og veðrum á vald. Yfirleitt hurfu
skúturnar sporlaust — og engin
vitni gátu sagt frá örlögum
þeirra.
En einhvern veginn barst þó
um síðir orðrómur um þetta
einkastríð Þúfunesbræðra til
byggða þeirra í Rússlandi, sem
það kom harðast niður á. Og
landar hinna drepnu vildu hefna
þeirra.
Margir leiðangrar voru gerðir
út til að fyrirkoma bræðrunum,
en lengi vel án árangurs. Þátttak-
endur hefndarleiðangra urðu yf-
irleitt fyrir mestu skakkaföllun-
um sjálfir. í návígi við hina
tröllauknu Þúfunesbræður biðu
þeir alltaf lægra hlut. Byssur
höfðu Rússar ekki, og bræðurnir
höfðu gert sér stakka úr hörðu
og þykku leðri, sem hvorki örvar
eða grjót unnu á. Og lurkar
þeirra, margra álna langir, voru
hin skæðustu manndrápstæki í
höndum þeirra.
En hefndarleiðangrar Rússanna
gerðust engu að síður svo tíðir,
að Þúfunesbúum fór að þykja of
áhættusamt að búa í þorpinu sínu
og fluttu þaðan einn af öðrum.
Að lokum bjuggu bræðurnir þar
tveir einir eftir.
Og um síðir komu Rússamir
fram hefndum.
Nokkrum árum síðar, rétt fyrir
jól, sáu aðrir Norðmenn bræð-
uma á lífi í síðasta sinn. Þá
komu þeir til nærliggjandi verzl-
unarstaðar til að selja vörur, sem
þeir höfðu rænt úr rússnesku
skipi. Þar höfðu þeir líka her-
tekið mikið magn brennivíns, og
miklum hluta þess héldu þeir til
eigin þarfa. Þegar þeir fóru frá
kaupstaðnum voru þeir talsvert
ölvaðir, en þeir þoldu nú líka
stórum meira brennivín en al-
gengt var.
Engan grunaði þá að þetta yrði
í síðasta sinnið, sem nokkur Norð-
maður sæi þá Þúfunesbræður á
lífi, en þannig varð það.
• t
HEFND RÚSSANNA.
Á sjálft jólakvöldið kom stór
flokkur Rússa til Þúfuness og
umkringdu hús bræðranna í
myrkrinu. Þeir heyrðu að þeir
bræður voru vel kátir, sungu og
skemmtu sér. En Rússarnir höfðu
hægt um sig unz heimamenn
vom gengnir til náða. Þegar svo
annar þeirra gekk út síðar um
nóttina til að kasta af sér vatni,
steypti allur flokkurinn sér yfir
hann og yfirbugaði hann eftir
stutta viðureign, enda var hann
fáklæddur og vopnlaus. Hinn
bróðirinn vaknaði við harkið og
gerði sér undireins ljóst hvað á
seiði var. Hann braut sér leið út
um bakhlið kofans, greip langan,
Framhald á bls. 37.
VIKAN 5