Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 29
varð á sínum tíma. Nokkrum ár- • um síðar rættust draumar þessa lærisveins Hitlers og Mússólínis. Hann var gerður að ríkisleiðtoga Króatíu, eftir að nasistar höfðu lagt Júgóslavíu undir sig. Svo var sagt, að á stríðsárun- um hafi Pavelic og ógnarflokkar hans komið um átta hundruð og fimmtíu þúsund manneskjum í hel. Aðallega voru það Gyðing- ar, Sigaunar og Serbar, sem Ústasjarnir drápu á yfirreiðum sínum. Þar á ofan var sá háttur þeirra að hengja lík hinna drepnu upp í tré og limlesta þau með sem svívirðilegustu móti. Þannig var háttemi Pavelics. ftalski rithöfundurinn Curzio Malaparte, sem heimsótti „Pog- lavnik“, Ante Pavelic, árið 1941, segir svo frá fundi þeirra: „Þegar við komum inn á skrif- stofu hans, veitti ég athygli inni- haldi körfu nokkurrar, sem stóð á skrifborði hans. Það leit út eins og ostrur, sem skeljarnir hefðu verið teknar utan af. Ég vildi sýna kurteislegan áhuga og spurði hvort þetta væru ostrur frá Dalmatíu. Pavelic brosti til mín og svar- aði: — Nei, þetta er gjöf frá bless- uðum Ústösjunum mínum. Þetta eru mannsaugu, tuttugu kíló. .. . “ Svo sem nærri má geta, átti Pavelic lítillar náðar að vænta er veldi hans þraut. Enda beið hann þess ekki að sigurvegar- arnir hefðu hendur í hári hans. Kvöld eitt í apríl 1945 flýði hann til Austurríkis í fararbroddi lestar flutningabíla, sem fermd- ir voru gulli, listaverkum og öðr- um dýrindum. Þar að auki lét hann fela í klaustri einu í Za- greb þrjátíu og sex kistur, fyllt- ar með gulli, silfri og gimstein- um. Hann gerði sér nefnilega vonir um, að geta einhvern tíma snúið aftur til föðurlandsins. Pavellic lét nú um hríð fara sem minnst fyrir sér á búgarði einum í námunda við Salzburg, þar sem hann gekk undir fölsku nafni. Nokkrir hans tryggustu manna héldu áfram til ftalíu og komu sér í samband við gamla kunningja í Vatíkaninu. Þaðan sneru þeir fljótlega með fölsk vegabréf og nafnvottorð frá Rauða krossinum. f maí 1945 fór Pavelic yfir landamærin til ftalíu. Nokkrir króatískir prestar höfðu undirbú- ið ferð hans vel. Pavelic hvarf svo gersamlega, að engu var lík- ara en töfrar hefðu valdið nokkru um. í raun réttri faldi hann sig í hinum og þessum ítölskum klaustrum, og hann var í engum vandræðum með að flytja sig á milli þeirra eflir henlugleikum. En í nágrannalandinu Júgó- slavíu beið voldugur óvinur eftir að slund hefndarinnar rynni upp: Tító. Því var það, að eftir að hafa dulizt undir hempulöfum ítalskra munka í tvö ár, þá ákvað Pavel- gnm MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. Asparagus Oxtail Mushroom Tomato Pea with Smoked Ham Chicken Noodle Cream of Chicken Veal Egg Macaroni Shells 11 Vegetables 4 Seasons Spring Vegetable SUPUR FRÁ SVISS VOLAILLE Umboðsmenn: B. Brynjólfsson & BCvaran ið leyst. Nú er bara að finna einhvern til að klifra. . . .1 sem vill borga það! 37. tbi. yiKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.