Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 50

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 50
ENSKAR posiulínsveogflísar ★ Úrvalii aldrei melra en m. yfir 39 litir. ★ Verfl hveroi hanstæðara. LIIAVIR SF. Grensásvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Símar 30280 og 32262. Það er víst heldur óvenjulegt í litarsamningi að fá ekki á tromp- ásinn — en þetta kom þó einu sinni fyrir. Að vísu gæti þetta ekki komið fyrir núna, því að bridgelögunum hefur verið breytt örlítið. Þetta spil var spilað árið 1930, þegar slemmusagnir voru ekki upp á jafnmarga fiska og þær eru í dag. í spilinu var Suður sagnhafi í sjö hjörtum — og trompásinn vantar. A Á y G-10-8-6-3 4 S-7-6-5-3 * K-2 4 10-9-7-5-2 V K-D-7-4 4 ekkert Jf, Á-D-9-6 Skyldi nokkur lá Austri þótt hann doblaði? Vestur lét út spaðakóng, og Norður lagði spil sín á borðið. Suður stundi við og sagði: „Einn niður. Ég missi slag á trompásinn.“ „Augnablik," sagði Vestur, sem þóttist eiga von á slag. „Við skul- um spila spilið.“ Suður féllst á það. Hann tók fyrsta slaginn á spaðaás, tók síðan þrjá efstu í laufi, en í þriðja laufið fleygði hann tígli úr borði. Lauf var nú trompað í borði og tígull aftur trompaður heima. Nú lét hann enn út spaða í ellefta slaginn, en þá uppgötvaði Vestur loksins, að hann var með of fá spil. Og Austur sat uppi með fjögur spil eftir. „Guði sé ]of,“ sagði Suður. „Vitlaust gefið. Við gefum þá bara aftur." „Augnablik,“ sagði Vestur. „Við skulum sjá, hvað lögin segja.“ Og það var gert, og í lögunum stóð, að ef vitlaus spilafjöldi í báð- um höndum samherja uppgötvaðist áður en níundi slagur væri tek- inn, yrði að gefa upp aftur. Ef þetta uppgötvaðist ekki fyrr en seinna, varð að spila spilið á enda. Suður varð því að halda áfram. Hann hélt því áfram að víxl- trompa, og honum til mikillar undrunar, varð Austur alltaf að fylgja lit. Og að lokum sat aumingja Austur uppi með trompásinn einan eftir, en þá var suður líka búinn að hirða sína þrettán slagi. Árið 1932 var lögunum breytt þannig, að ef vitlaus spilafjöldi finnst hjá tveimur eða fleiri spilurum, hvenær í spili sem er, verð- ur að gefa aftur. & V ♦ * K-D 9-5-2 K-G-10-4 G-10-7 A G-8-6-4-3 V Á 4 A-D-9-2 * 8-5-4-3 50 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.