Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 44

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 44
Angelique AUGNABRÚNA BLÝANTUR Velvet Black Dark og Light Brown, Charcoal, Auburn. AUGNABRÚNA BLÝANTUR með yddara: alltaf nákvæmur Auka- fyllingar. gerir fögur augu fegurri Maybelline snyrtivörur eru framleiddar af sérfræðingum í augnsnyrtingu, — og þær eru vandlátra kvenna val um allan heim. Frábær gæði — Fagurt útlit. FLUID EVE LINER Meö bursta I lokinu. Sex litir. ULTRA LASH Auka- fyllingar. s. CAKE MASCARA Heims-þekkt merki I kassa með litlum bursta. CREAM EYESHADOW Turquoise, Blue-Grey, Blue, Brown, Green og Violet MAGIC MASCARA Spiral Bursti litar, sveigir og aðskilur augnhárin Fjórir litir. Framhal daf bls. 23 yfir skjóllausa heiði á óveðursnótt, muldraði hann. Gríman nam rétt við andliti hennar, og hún var sem dáleidd af þessu harða kalda leðri og logandi, töfrandi augunum, sem geisluðu út um rifurnar á grimunni. — Það má vænti ég ekki bjóða yður bolla af kaffi, Madame? Allt í einu leið Angelique betur. — Kaffi? Raunverulegu t.yrknesku kaffi? — Já raunveruiegu, tyrknesku kaffi, eins og kaffinu á Krít. En farið fyrst úr þessari rennblautu skikkju. Gólfteppið mitt er á floti eftir yður. Hún leit niður á þykkt, austurlenzkt teppið. Það var í hræðilegu ásigkomulagi, þar sem hún hafði staðið. Sjóræninginn leysti af henni skikkjuna og snaraði henni út i horn, eins og ómerkilegri tusku. Svo tók hann sína eigin skikkju af stólbaki. — Þér skuldið mér þegar eina. Þá, sem þér tókuð með yður án minnsta samvizkubits, eftir að ég hafði lagt hana um axlir yðar. nóttina, sem eldurinn geisaði. Ah! Enginn hefur nokkru sinni gert Rescator jafn hlægilegan og þér þá! Rétt eins og nóttina í Krit, fann hún ylinn af tveim höndum á öxlum sér og hlýja, þykka flauelisskykkju umlykja sig. Hann dró hana í áttina að dívaninum og hélt henni enn upp að sér. Þegar hún var sezt, gekk hann yfir að hinum endanum á káettunni og hún heyrði bjöllu hringja útifyrir. Stormurinn hlaut að vera i rénum, því að skipið hreyfðist nú mjúklega. Sandurinn rann enn í gegnum stunda- glasið og glitraði í rauðgulri birtunni af feneysku luktunum. Angelique var að gleyma hinum ömurlega heimi í kringum sig. Hún var í greni galdramannsins. Berfættur Mári, í stuttri skikkju yfir rauðum sjómannsbrókunum, svaraði hringingunni. Með fimum hreyfingum, sem táknrænar eru fyrir þjóðflokk hans, kraup hann og ýtti lágu borði í áttina að dívaninum. Á það lagði hann síðan leðurkofort, sem glitraði af silfurskreytingum. Kofortið opnaðist í miðjunni, og þegar báðar hliðar höfðu verið lagðar niður, myndaði það bakka, og á honum var allt, sem með þurfti til að brugga og drekka kaffi, vandlega fest Þarna var silfursamóvar, þykkur gullbakki með tveimur postulínsbollum, lítil postulínskrús, full af vatni með ísmolum fljótandi í, og skál með sykurmolum. Márinn fór út fyrir og kom næstum aftur með samóvarinn fullan af sjóðandi vatni. Hann hellti upp á kaffið af mikilli nákvæmni, án þess að missa einn einasta dropa; Angelique varð gagntekin af ilminum og full af næstum barnslegri gleði. Kinnar hennar glóðu af lit, einu sinni enn, þegar hún rétti fram höndina í áttina að silfurbikarnum, sem umlukti postulínsbollann. Þegar Rescator settist við hlið hennar með óræðnum svip, horfði hann á hana taka upp boilann milli tveggja fingra, samkvæmt venju Múhameðs trúarmanna og láta einn dropa af isvatni í hann til að korgurinn sigi til botns, síðan bera hann að vörunum. — Það leynir sér ekki, að þér hafið verið gestur í kvennabúri Mulai Ismail, sagði hann. — Þér kunnið þetta út í yztu æsar! Maður gæti haldið, að þér væruð Múhameðstrúar! Og þótt þér hafið nú fallið svona lágt, hafið þér ekki enn látið af þeim góðu siðum, sem gera mér kleift að þekkja yður aftur. Márinn var horfinn. Angelique lét bollann sinn aftur á bakkann, í grópið, sem kom í veg fyrir, að hann færi á hiiðina, og sjóræningja- foringinn laut fram til að skenkja henni aftur. Um leið sá hann blóðið á bollanum. — Af hverju er bollinn blóðugur? EYuð þér særð? Angelique sýndi honum saxaðar hendurnar. — Ég fann ekkert. Þetta gerðist áðan uppi á klettunum ........ En ég hef séð verra á stígum Rifffjalla. — Þegar þér flúðuð? Vitið þér, að þér eruð eini kristni þrællinn, sem nokkurn tíma hefur heppnazt það! Allt fram til þessa dags, var ég viss um, að bein yðar hvítnuðu nú á einhverjum eyðimerkurstíg. Angelique starði framfyrir sig, meðan þessi langa og erfiða ferð rann gegnum huga hennar. — Er það satt, að þér hafið farið til Meknés að leita að mér? — Já. Og það var ekki erfitt: Þér vörðuðu leiðina með líkum: Konan lokaði augunum, það mátti lesa skelfingu úr hverjum andlits- drætti hennar. Með einkennilegu brosi hvíslaði grimuklæddi maðurinn: — Þar sem franska stúlkan með grænu augun fer, verður ekkert eftir annað en eyðilegging og lík. — Er þetta orðið að máltæki í öllum löndum Miðjarðarhafsins? — Já, það má segja það. Angelique harfði í blóðugar gaupnir sér. — Þið lögðuð tíu af stað frá Meknés. Hve mörg náðu til Ceuta. — Tvö. — Hver var hinn? — Colin Paturel, konungur þrælanna. Einu sinn enn fann hún einhverja spennu í kringum þau, eitthvert ólýsanlegt hugboð um hættu. Til þess að eyða því, þröngvaði hún sjálfri sér til að líta beint í augu hans. — Þér og ég eigum margar sameiginlegar minningar, sagði hún lágt. Hann rak upp þennan snögga, hása hlátur, sem skefldi hana. — Allt of margar; fleiri en þér haldið. Allt í einu rétti hann henni vasaklútinn. — Þurrkið yður um hend- urnar. Hún hlýddi honum ósjálfrátt. Fram til þessa hafði hún verið dofin á höndunum, nú gerði hún sér grein fyrir sársaukanum og hana sveið undan sævarseltunni. — Ég reyndi að ganga eftir sandströndinni til að villast ekki .... Hún sagði honum, hvernig hún hefði einu sinni enn haldið, að hennar síðasta stund væri kominn, þegar sjórinn flæddi að allt í kringum hana. Hún vissi ekki fyrir hvaða kraftaverk hún hafði aftur getað klöngrast upp á klettabrúnina. 44 VIKAN 37- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.