Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 10
MEDAN MENN- IRNIR HAFA MALID HALDA SÖGURNAR AFRAMAD VERDA TIL Rætt við Hallfreð örn Eiríksson, cand. mag. um rímur, nútímaþjóðsögur o.fl. TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON Á einu stóru festívali fyrir austan tjald — mig minnir að það hafi verið í Búkarest — þar sem saman voru komnir að sýna sig og sjá aðra, fulltrúar velflestra þjóðflokka á heimsbyggðinni, voru meðal annarra staddir nokkrir ungir menn utan af ís- landi, róttækir í viðhorfum og gæddir þjóðlegum þenkingar- máta, eins og gjarnan fer saman. Þar lögðust allir á eitt að gera nokkuð, sem verða mætti til gamans allri samkomunni, og sýndi hver þjóð þá kúnst, er mest var talin einkennandi fyrir henn- ar land. Þegar röðin kom að fs- lendingum, var ekki nema eðli- legt, að þeir gripu til þeirrar sönglistar, sem þeir iðkuðu næstum eina lista margar aldir í samt og fór óskaplega í taug- ar Jónasar Hallgrímssonar og enskra togaramanna. Sem sagt: upp stóð Hallfreður Örn Eiríks- son frá Fossi í Hrútafirði og kvað rímur. Það fylgir sögunni, að á- heyrendum, sem að meirihluta til voru af slavneskum stofni, hafi þótt lítið til koma og hvorki átt- að sig á lagi né texta. Þangað til Hallfreður, sem mikla kunn- áttu hefur á Slövum, tók á því sem hann átti til og kvað: Ríkir slen í Rússa her, Rauði Lenín fallinn; Prípet-fenin bröltir ber Búdíení kallinn. Þá hýrnaði heldur yfir áheyr- endum, því að nú skildu þeir orð í hverri línu, og var heiðri íslands á festivalinu borgið, eftir því sem föng voru á. Af þeim tveimur höfðingjum, sem í vísunni eru nefndir, mun sá fyrrnefndi kunn- ari en svo að um hann þurfi að hafa fleiri orð, en öðru máli gegnir um hann síðarnefnda. Hann byrjaði feril sinn sem sol- dáti í her sars allra Rússa, og þegar bolsévikkar stofnuðu Rauðaherinn, settu þeir hann yf- ir riddaraliðið af því að hann gat setið hest. Hann hafði yfirskegg sem teygðist langt út fyrir andlit- ið eins og vængir og hafði gaman að kvenfólki og brennivíni, en lét herstjórn verr, og væri betur að allir hershöfðingj ar hefðu ver- ið með því marki brenndir. Um hann er sögð sú saga, að í veizlu er haldin var honum til heiðurs í Bessarabíu, hafi hámark hátíð- haldanna verið að nokkrar lag- lega vaxnar konur tóku sér bað — í evuklæðum auðvitað — í keraldi fylltu með rauðvíni. Þeg- ar Búdíení karlinn sá þetta, snaraðist hann hið skjótasta úr úníforminu og vippaði sér ofan í kerið til stelpnanna, og slíkt hið sama gerðu viðstaddir und- irforingjar hans. Það spillti þá fagnaðinum nokkuð, að einn liðs- foringjanna, sem ekki komst ofan í kerið sökum þrengsla, reiddist og skaut nokkrum skammbyssu- skotum í kássuna, og drap og 10 VEKAN 37- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.