Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 48
Snohr snckkin í ísOin Óvenjulegur bógur á 357 tonna al-ál skemmtisnekkju, sem verður sú stærsta sinnar tegundar, er smíðuð hefur verið í Bretlandi, sést hér þar sem verið er að koma honum fyrir. Snekkjan verður um 46 metrar á lengd, 9 metra bógvídd og hefur rúmgóða klefa fyrir átta farþega og sex til sjö manna áhöfn. Skipið, sem verður knúð díselvélum og með þessu einkennilega kjallagi, sem breytir öldumynduninni, mun ná 17 hnúta hraða. Fullkomin sjúkdóms- greining fyrir bíla Fyrsti „rafeindalæknir“ í Bretlandi þarf að- eins klukkutima til að athuga 170 mikilvæga staði í bíl. Fyrsta verkstæðið af þessu tagi hóf nýlega að „praktísera“ í London. Raf- eindatækin, sem notuð eru, kosta svo mikið sem 4.8 milljónir króna (í London, okkar ágætu tollskrá tekst vafalaust að gera upp- hæðina enn myndarlegri), og með þeim er vélin stillt, bremsur reyndar, Ijós stillt, elds- neytiseyðsLan athuguð, og annað gert, sem gera þarf venjulega á 10—20 þúsund km fresti. Viðskiptavininum er boðið sæti í vist- legri setustofu og fylgjast þaðan með verk- inu, eða sinna erindum sínum í skrifstofu sem einnig er látin í té. Að þjónustu lok- inni, fylgir henni 5000 km eða 90 daga ábyrgð, hvort sem fyrr næst. Þríhjólabílar eru lítt þekktir hér á landi og hafa hvergi náð neinum verulegum vinsæld- um. Þó er alltaf verið að burðast við að framleiða þetta og hér er einn nýr brezkur, kallaður Reliant Supervan. Hann er fjögra strokka 600 ccm, fjögra gíra og fer með um fjóra lítra af benzíni á hundraðið. Fram- leiðandinn heldur því fram, að fækkun hjóla um eitt þýði 25% sparnað, en gæti ekki kom- ið til mála, að þeim mun færri hjól þýddi sama og þeim mun meira álag á hvert? 48 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.